HR stofan hófst klukkan 14:00 en upptöku frá henni má sjá hér fyrir neðan.
Íslendingar mæta Egyptum í kvöld í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 á HM í kvöld. Bæði lið tóku fjögur stig með sér í milliriðilinn.
Samkvæmt spálíkani Peters eru 66,3 prósent líkur á að Ísland komist í átta liða úrslit HM. Líkurnar á að Íslendingar komist í undanúrslit eru 22,4 prósent, í úrslit 7,9 prósent og að þeir verði heimsmeistarar 2,5 prósent.
Egyptar eiga mesta möguleika á að komast í átta liða úrslit af liðunum í milliriðli 4, eða 78,2 prósent. Slóvenar eiga 35,6 prósent líkur á að komast í átta liða úrslit og heimalið Króata, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, á aðeins 18,9 prósent líkur á að komast áfram.
Leikur Íslands og Egyptalands hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Hann verður svo gerður ítarlega upp í máli og myndum á Vísi.