Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2025 10:47 Joaquín Navarro Cañada með nokkrum uppreisnarmönnum FLA. FLA Spænskum manni sem rænt var í Alsír var frelsaður af uppreisnarmönnum í Malí, skömmu áður en selja átti hann til vígamanna Íslamska ríkisins. Hann var svo fluttur aftur til Alsír í gær og færður yfirvöldum þar. Joaquín Navarro Cañada, er rúmlega sextugur fornleifafræðingur en honum var rænt í Alsír, nærri landamærum Malí þann 14. janúar. Þá var hann þar í fríi og var honum rænt af glæpamönnum sem ætluðu sér að selja hann til vígamanna Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu. El Mundo segir að Canada hafi verið flogið til höfuðborgar Alsír og þar hafi hann verið færður í hendur Spánverja. Spænski miðillinn El País segir Túarega hafa bjargað fornleifafræðingnum í samvinnu við CNI, Leyniþjónustu Spánar. Um leið og Cañada var rænt munu starfsmenn CNI hafa haft samband við uppreisnarhóp Túarega í Malí sem kallast Azawad Liberation Front (FLA). Sá hópur hefur um árabil barist fyrir eigin ríki í norðurhluta Malí og á það ríki að kallast Azawad. Einn talsmanna FLA sagði frá því að glæpamennirnir sem rændu Cañada hafi flutt hann til Azawad á leið þeirra til móts við ISIS-liða. Hann hafi verið frelsaður af FLA-liðum á mánudagskvöldið. L’ex-otage de nationalité espagnole ici sous bonne escorte des forces du #FLA a été à l’instant transféré aux autorités algériennes dans les conditions adéquates et en bonne santé pic.twitter.com/e7GxQiCxAe— Attaye Ag Mohamed (@attaye_ag) January 21, 2025 Í frétt France24 kemur fram að leiðtogar Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu hafi nýverið gefið út ákall eftir vestrænum gíslum. Blaðamaður miðilsins sem starfar á svæðinu segir ISIS bjóða umtalsverða fjármuni fyrir hvern gísl sem þeir fá afhentan. Hann segir mannræningjana hafa verið sjö talsins frá Malí og Alsír og allir kringum tvítugt. Þeir munu hafa skilið Cañada eftir á tilteknum stað sem FLA-liðar bentu þeim á, í skiptum fyrir það að vera ekki eltir uppi af uppreisnarmönnunum. Ræningjunum var einnig gert að afhenda Cañada aftur vegabréf hans, síma og aðrar eigur. Moment de transfert de l’otage Espagnol aux autorités algériennes il y a quelques instants pic.twitter.com/9cqmSHTSlW— Wassim Nasr (@SimNasr) January 21, 2025 Austurrísk kona sem rænt var í Níger, nærri landamærum Alsír, þann 12. janúar var ekki jafn heppin og Cañada. Mannræningjar hennar eru sagðir hafa náð að flytja hana til yfirráðasvæðis ISIS á Sahel-svæðinu. Mikil óreiða á Sahel-svæðinu Túaregar eru þjóðflokkur sem heldur til í eyðimörkinni milli Alsír og Malí og hafa þeir lengi barist fyrir eigin ríki. Mikil óreiða ríkir á Sahel-svæðinu um þessar mundir en þar hefur vígahópum vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Tveir hópar eru umsvifamestir á svæðinu. Það eru hinn áðurnefndi Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin eða JNIM, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkið í Sahel eða IS-S. Alsír Malí Spánn Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Joaquín Navarro Cañada, er rúmlega sextugur fornleifafræðingur en honum var rænt í Alsír, nærri landamærum Malí þann 14. janúar. Þá var hann þar í fríi og var honum rænt af glæpamönnum sem ætluðu sér að selja hann til vígamanna Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu. El Mundo segir að Canada hafi verið flogið til höfuðborgar Alsír og þar hafi hann verið færður í hendur Spánverja. Spænski miðillinn El País segir Túarega hafa bjargað fornleifafræðingnum í samvinnu við CNI, Leyniþjónustu Spánar. Um leið og Cañada var rænt munu starfsmenn CNI hafa haft samband við uppreisnarhóp Túarega í Malí sem kallast Azawad Liberation Front (FLA). Sá hópur hefur um árabil barist fyrir eigin ríki í norðurhluta Malí og á það ríki að kallast Azawad. Einn talsmanna FLA sagði frá því að glæpamennirnir sem rændu Cañada hafi flutt hann til Azawad á leið þeirra til móts við ISIS-liða. Hann hafi verið frelsaður af FLA-liðum á mánudagskvöldið. L’ex-otage de nationalité espagnole ici sous bonne escorte des forces du #FLA a été à l’instant transféré aux autorités algériennes dans les conditions adéquates et en bonne santé pic.twitter.com/e7GxQiCxAe— Attaye Ag Mohamed (@attaye_ag) January 21, 2025 Í frétt France24 kemur fram að leiðtogar Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu hafi nýverið gefið út ákall eftir vestrænum gíslum. Blaðamaður miðilsins sem starfar á svæðinu segir ISIS bjóða umtalsverða fjármuni fyrir hvern gísl sem þeir fá afhentan. Hann segir mannræningjana hafa verið sjö talsins frá Malí og Alsír og allir kringum tvítugt. Þeir munu hafa skilið Cañada eftir á tilteknum stað sem FLA-liðar bentu þeim á, í skiptum fyrir það að vera ekki eltir uppi af uppreisnarmönnunum. Ræningjunum var einnig gert að afhenda Cañada aftur vegabréf hans, síma og aðrar eigur. Moment de transfert de l’otage Espagnol aux autorités algériennes il y a quelques instants pic.twitter.com/9cqmSHTSlW— Wassim Nasr (@SimNasr) January 21, 2025 Austurrísk kona sem rænt var í Níger, nærri landamærum Alsír, þann 12. janúar var ekki jafn heppin og Cañada. Mannræningjar hennar eru sagðir hafa náð að flytja hana til yfirráðasvæðis ISIS á Sahel-svæðinu. Mikil óreiða á Sahel-svæðinu Túaregar eru þjóðflokkur sem heldur til í eyðimörkinni milli Alsír og Malí og hafa þeir lengi barist fyrir eigin ríki. Mikil óreiða ríkir á Sahel-svæðinu um þessar mundir en þar hefur vígahópum vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Tveir hópar eru umsvifamestir á svæðinu. Það eru hinn áðurnefndi Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin eða JNIM, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkið í Sahel eða IS-S.
Alsír Malí Spánn Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira