Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2025 15:09 Eftir að hafa starfað á Samstöðinni, fjölmiðli Sósíalistaflokks Íslands, um hríð varð Birni það ljóst að hann gat ekki verið með tvo hatta á höfði: Hann hlyti að þjóna almenningi með því að vera óháður. Það gerði hann aðeins með því að segja sig úr Flokki fólksins. Flokkur fólksins Björn Þorláksson blaðamaður á Samstöðinni hefur sagt sig úr Flokki fólksins. Hann birtir pistil á Facebook-síðu sinni þess efnis undir fyrirsögninni „Blaðamennskan öðru ofar – Úrsögn úr Flokki fólksins” Björn greinir frá því að ástríða hans hafi ávallt verið að þjóna almenningi með beittri blaðamennsku. „Enda hef ég fengið tækifæri til þess í marga áratugi og þykir vænt um ævistarfið. Og því er ekki lokið,“ segir Björn í langri færslu þar sem hann gerir grein fyrir þessari ákvörðun. Björn skipaði 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á eftir þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Mörtu Wieczorek, kennara og menningarsendiherra. Björn varð varaþingmaður ena útkoman í kosningunum glæsileg fyrir Flokk fólksins. Í framboð því hann hugar að þeim sem standa höllum fæti Björn segir að sér hafi í upphafi árs 2024 verið treyst fyrir dagskrárvaldi í sjónvarpi enn eina ferðina. Hann hafi síðan átt í góðu sambandi við hlustendur, áhorfendur og lesendur Samstöðvarinnar og fundist gaman í vinnunni. Björn tekur það fram að það hafi verið forréttindi að starfa með Gunnari Smára Egilssyni og frábæru fólki sem tengist Samstöðinni. „En á síðasta ári varð ég líka við ósk Ingu Sæland og fleiri sem skoruðu á mig þegar falast var eftir að ég færi í framboð. Það var rökstutt með því að í blaðamennskunni hefði ég oft hugað að þörfum þeirra sem standa höllum fæti.“ Björn rekur svo að í stuttri og snarpri kosningabaráttu hafi hann margoft komið fram fyrir Flokk fólksins í kappræðum, stundum í beinum útsendingum og að sér hafi verið sýnt mikið traust. „En nú eftir að hafa hugsað málin býsna lengi hef ég komist að því að blaðamennskan og almenningur eigi betra skilið en að ég beri tvo hatta. Blaðamennskan snýst um traust. Og það er höggstaður á trausti milli almennings og fjölmiðlamanns sem tengist Flokki fólksins.“ Skrifaði metsölubækur sem fjölmiðlar vilja ekki fjalla um Björn segist hafa ákveðið að velja blaðamennskuna og hann hafi tjáð Ingu Sæland, formanni flokksins, það í bréfi í gær. Og í dag sagði hann sig úr flokknum. „Og mun framvegis standa utan allra flokka. Eins og blaðamenn eiga að gera.“ Björn segir að hin erfiða ákvörðun snúist að einhverju leyti um það sem keyrir hann áfram. „En blaðamennskunni hér á landi veitir ekki af óbjöguðum kröftum þeirra sem bera sæmilegt skynbragð á blaðamennsku. Við getum verið sammála um að það er nóg til af stjórnmálafólki í þessu landi. En við þurfum fleiri reynda og sjálfstæða blaðamenn, sem óhræddir rugga bátum og veita valdinu mesta aðhaldið þar sem það er þykkast, burtséð frá því hvaða flokkar sem stjórna hverju sinni.“ Björn segir að því hafi hann skrifað bækurnar Mannorðsmorðingja og Besta vinur aðal. „Sem varð metsölubók. Sem langflestir fjölmiðlar hér á landi hafa kosið að fjalla ekki um – sem sýnir áskorun sem við búum við í samfélaginu er kemur að gagnrýnendum.“ Samstöðin, sem er í eigu Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir hins vegar óhrædd það sem henni finnst ástæða til að gagnrýna, að sögn Björns. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Björn greinir frá því að ástríða hans hafi ávallt verið að þjóna almenningi með beittri blaðamennsku. „Enda hef ég fengið tækifæri til þess í marga áratugi og þykir vænt um ævistarfið. Og því er ekki lokið,“ segir Björn í langri færslu þar sem hann gerir grein fyrir þessari ákvörðun. Björn skipaði 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á eftir þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Mörtu Wieczorek, kennara og menningarsendiherra. Björn varð varaþingmaður ena útkoman í kosningunum glæsileg fyrir Flokk fólksins. Í framboð því hann hugar að þeim sem standa höllum fæti Björn segir að sér hafi í upphafi árs 2024 verið treyst fyrir dagskrárvaldi í sjónvarpi enn eina ferðina. Hann hafi síðan átt í góðu sambandi við hlustendur, áhorfendur og lesendur Samstöðvarinnar og fundist gaman í vinnunni. Björn tekur það fram að það hafi verið forréttindi að starfa með Gunnari Smára Egilssyni og frábæru fólki sem tengist Samstöðinni. „En á síðasta ári varð ég líka við ósk Ingu Sæland og fleiri sem skoruðu á mig þegar falast var eftir að ég færi í framboð. Það var rökstutt með því að í blaðamennskunni hefði ég oft hugað að þörfum þeirra sem standa höllum fæti.“ Björn rekur svo að í stuttri og snarpri kosningabaráttu hafi hann margoft komið fram fyrir Flokk fólksins í kappræðum, stundum í beinum útsendingum og að sér hafi verið sýnt mikið traust. „En nú eftir að hafa hugsað málin býsna lengi hef ég komist að því að blaðamennskan og almenningur eigi betra skilið en að ég beri tvo hatta. Blaðamennskan snýst um traust. Og það er höggstaður á trausti milli almennings og fjölmiðlamanns sem tengist Flokki fólksins.“ Skrifaði metsölubækur sem fjölmiðlar vilja ekki fjalla um Björn segist hafa ákveðið að velja blaðamennskuna og hann hafi tjáð Ingu Sæland, formanni flokksins, það í bréfi í gær. Og í dag sagði hann sig úr flokknum. „Og mun framvegis standa utan allra flokka. Eins og blaðamenn eiga að gera.“ Björn segir að hin erfiða ákvörðun snúist að einhverju leyti um það sem keyrir hann áfram. „En blaðamennskunni hér á landi veitir ekki af óbjöguðum kröftum þeirra sem bera sæmilegt skynbragð á blaðamennsku. Við getum verið sammála um að það er nóg til af stjórnmálafólki í þessu landi. En við þurfum fleiri reynda og sjálfstæða blaðamenn, sem óhræddir rugga bátum og veita valdinu mesta aðhaldið þar sem það er þykkast, burtséð frá því hvaða flokkar sem stjórna hverju sinni.“ Björn segir að því hafi hann skrifað bækurnar Mannorðsmorðingja og Besta vinur aðal. „Sem varð metsölubók. Sem langflestir fjölmiðlar hér á landi hafa kosið að fjalla ekki um – sem sýnir áskorun sem við búum við í samfélaginu er kemur að gagnrýnendum.“ Samstöðin, sem er í eigu Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir hins vegar óhrædd það sem henni finnst ástæða til að gagnrýna, að sögn Björns.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira