Af þingi í skólamál á Austurlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2025 16:13 Líneik tekur til starfa hjá Fjarðabyggð með vorinu. Vísir/Vilhelm Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðin stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu hjá Fjarðabyggð. Líneik, sem mun hefja störf með vorinu, hefur setið á þingi frá 2013, með hléi. Í tilkynningu á vef Fjarðabyggðar segir að staðan hafi verið auglýst laus til umsóknar í lok nóvember á síðasta ári og umsóknarfrestur runnið út á Þorláksmessu. Tvær umsóknir hafi borist. Líneik muni hefja störf „með vorinu“. „Líneik Anna var áður alþingismaður og er heldur ekki ókunn skólamálum í Fjarðabyggð en hún starfaði áður sem kennari og síðar skólastjóri við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði, framkvæmdarstjóri Fræðslunets Austurlands og verkefnastjóri hjá Austurbrú. Einnig sat hún í sveitarstjórn Búðarhrepps og Austurbyggðar, ásamt ýmsum nefndum og ráðum sveitarfélagsins,“ segir á vef Fjarðabyggðar. Í október síðastliðnum greindi Líneik frá því að hún myndi ekki sækjast eftir áframhaldandi þingsetu í þingkosningunum í nóvember. Hún var fyrst kjörin á þing í kosningunum 2013. Hún náði ekki á þing í kosningunum 2016 þegar Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn varð ekki langlíf, boða þurfti aftur til kosninga 2017 þar sem Líneik náði kjöri á ný. Líneik sat meðal annars í allsherjar- og menntamálanefnd á þingferli sínum. Líneik er með BS-próf í líffræði frá Háskóla Íslands, próf í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda og diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Fjarðabyggð Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Fjarðabyggðar segir að staðan hafi verið auglýst laus til umsóknar í lok nóvember á síðasta ári og umsóknarfrestur runnið út á Þorláksmessu. Tvær umsóknir hafi borist. Líneik muni hefja störf „með vorinu“. „Líneik Anna var áður alþingismaður og er heldur ekki ókunn skólamálum í Fjarðabyggð en hún starfaði áður sem kennari og síðar skólastjóri við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði, framkvæmdarstjóri Fræðslunets Austurlands og verkefnastjóri hjá Austurbrú. Einnig sat hún í sveitarstjórn Búðarhrepps og Austurbyggðar, ásamt ýmsum nefndum og ráðum sveitarfélagsins,“ segir á vef Fjarðabyggðar. Í október síðastliðnum greindi Líneik frá því að hún myndi ekki sækjast eftir áframhaldandi þingsetu í þingkosningunum í nóvember. Hún var fyrst kjörin á þing í kosningunum 2013. Hún náði ekki á þing í kosningunum 2016 þegar Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn varð ekki langlíf, boða þurfti aftur til kosninga 2017 þar sem Líneik náði kjöri á ný. Líneik sat meðal annars í allsherjar- og menntamálanefnd á þingferli sínum. Líneik er með BS-próf í líffræði frá Háskóla Íslands, próf í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda og diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.
Fjarðabyggð Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira