Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2025 16:47 Norsku úlfarnir létu sjá sig á úrslitum Söngvakeppninnar árið 2023. Engin stjarna mætti í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Erlend Eurovision-stjarna sem Íslendingar þekkja mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Uppselt er á úrslitakvöldið sem fer fram þann 22. febrúar næstkomandi í Gufunesi en enn eru til miðar á hin úrslitin og á fjölskyldurennsli daginn fyrir úrslit. Þá hefur röð laganna verið ákveðin og þeim gefin kosninganúmer. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Þar segir að ekki verði upplýst um það hvaða stjarna stígur á svið í úrslitunum að svo stöddu. Upplýst verði um það og fleira til á næstu dögum. Síðustu ár hafa erlendar Eurovision stjörnur mætt á Söngvakeppnina, þó ekki í fyrra. Þar á meðal eru Tusse, Loreen og norsku gulu úlfarnir svo fáeinir séu nefndir. Líkt og fram hefur komið taka tíu lög þátt í keppninni í ár. Hún hefst þann 8. febrúar með fyrri undanúrslitum en örfáir miðar eru enn lausir á það kvöld. Enn eru til miðar á seinni undanúrslitin sem fram fara 15. febrúar en í tilkynningu RÚV segir að öll umgjörð verði hin glæsilegasta. Gunni og Felix munu hita áhorfendur í salnum upp fyrir keppni og verður boðið upp á hin ýmsu skemmtiatriði. Segir í tilkynningunni að á úrslitakvöldinu verði mikið um dýrðir, meðal annars erlenda Eurovision-stjarnan og fleira til. Í ár verður í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið ekkert úrslitaeinvígi. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum sigra keppnina. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö erlendum aðilum, mun vega 50 prósent á móti símakosningu almennings. Að lokum stendur stigahæsta lag kvöldins uppi sem sigurvegari. Nú hefur röð laganna í undanúrslitum verið ákveðin og öll lögin komin með sitt kosninganúmer. Hér er röð laganna og kosninganúmer þeirra: Fyrri undanúrslit 8. febrúar Frelsið Mitt - Stebbi JAK: 900-9901 Ég flýg í storminn - BIRGO: 900-9902 Eins og þú - Ágúst: 900-9903 Norðurljós - BIA: 900-9904 RÓA - VÆB: 900-9905 Seinni undanúrslit 15. febrúar Flugdrekar - Dagur Sig: 900-9901 Eldur - Júlí og Dísa: 900-9902 Rísum upp - Bára Katrín: 900-9903 Aðeins lengur - Bjarni Arason: 900-9904 Þrá - Tinna: 900-9905 Eurovision Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Þar segir að ekki verði upplýst um það hvaða stjarna stígur á svið í úrslitunum að svo stöddu. Upplýst verði um það og fleira til á næstu dögum. Síðustu ár hafa erlendar Eurovision stjörnur mætt á Söngvakeppnina, þó ekki í fyrra. Þar á meðal eru Tusse, Loreen og norsku gulu úlfarnir svo fáeinir séu nefndir. Líkt og fram hefur komið taka tíu lög þátt í keppninni í ár. Hún hefst þann 8. febrúar með fyrri undanúrslitum en örfáir miðar eru enn lausir á það kvöld. Enn eru til miðar á seinni undanúrslitin sem fram fara 15. febrúar en í tilkynningu RÚV segir að öll umgjörð verði hin glæsilegasta. Gunni og Felix munu hita áhorfendur í salnum upp fyrir keppni og verður boðið upp á hin ýmsu skemmtiatriði. Segir í tilkynningunni að á úrslitakvöldinu verði mikið um dýrðir, meðal annars erlenda Eurovision-stjarnan og fleira til. Í ár verður í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið ekkert úrslitaeinvígi. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum sigra keppnina. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö erlendum aðilum, mun vega 50 prósent á móti símakosningu almennings. Að lokum stendur stigahæsta lag kvöldins uppi sem sigurvegari. Nú hefur röð laganna í undanúrslitum verið ákveðin og öll lögin komin með sitt kosninganúmer. Hér er röð laganna og kosninganúmer þeirra: Fyrri undanúrslit 8. febrúar Frelsið Mitt - Stebbi JAK: 900-9901 Ég flýg í storminn - BIRGO: 900-9902 Eins og þú - Ágúst: 900-9903 Norðurljós - BIA: 900-9904 RÓA - VÆB: 900-9905 Seinni undanúrslit 15. febrúar Flugdrekar - Dagur Sig: 900-9901 Eldur - Júlí og Dísa: 900-9902 Rísum upp - Bára Katrín: 900-9903 Aðeins lengur - Bjarni Arason: 900-9904 Þrá - Tinna: 900-9905
Eurovision Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira