„Þau eru bara fyrir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. janúar 2025 21:41 Þórhildur er samskiptastjóri Samgöngustofu. Vísir/Samsett Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. Málið snýst um 1400 tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu eru of há, hindri flugumferðina og ógni öryggi flugfarþega. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA innanlandsflugvöllum er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Hins vegar var slökkt á svokölluðum PAPI ljósum flugbrautarinnar að næturlagi þann 15. janúar. „Geislinn leiðir flugvélarnar með tilteknum aðflugshalla inn á flugbrautina. Staðan er orðin þannig að það eru komnar hindranir inn á ytri mörk þessara aðflugsgeisla, það er semsagt trjágróðurinn sem er vaxinn upp fyrir það sem hann má vera hár og þess vegna í rauninni ótækt að leiða flugvélarnar inn á þá braut sem ætti að vera greið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Flugbrautin sé enn opin að degi til. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi sendi út tilkynningu fyrr í vikunni þar sem lýst er miklum áhyggjum vegna lokuninnar. Hún geti haft áhrif á sjúkraflutninga sjúklinga og segja að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. „Staða málsins er sú að það eru tölvuert mörg tré sem eru vaxin upp fyrir þann flöt sem á að vera hindrunarlaus fyrir flugvélar að taka á loft og lenda,“ segir Þórhildur. „Þau eru bara fyrir.“ Lausnin sé sú að gera plan sem að gengur eftir, sem að tryggir að þessi flugbraut sé örugg fyrir fólk. Samgögnustofa hefur óskað eftir aðgerðaáætlun með tímalínu frá Reykjavíkurborg. Þá vinnur ISAVIA einnig að öryggismati. „Og niðurstaðan á þessu, annars vegar aðgerðaáætlun og hins vegar öryggismati, getur kallað á frekari ráðstafanir að hálfu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur. Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Tré Reykjavík Tengdar fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Málið snýst um 1400 tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu eru of há, hindri flugumferðina og ógni öryggi flugfarþega. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA innanlandsflugvöllum er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Hins vegar var slökkt á svokölluðum PAPI ljósum flugbrautarinnar að næturlagi þann 15. janúar. „Geislinn leiðir flugvélarnar með tilteknum aðflugshalla inn á flugbrautina. Staðan er orðin þannig að það eru komnar hindranir inn á ytri mörk þessara aðflugsgeisla, það er semsagt trjágróðurinn sem er vaxinn upp fyrir það sem hann má vera hár og þess vegna í rauninni ótækt að leiða flugvélarnar inn á þá braut sem ætti að vera greið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Flugbrautin sé enn opin að degi til. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi sendi út tilkynningu fyrr í vikunni þar sem lýst er miklum áhyggjum vegna lokuninnar. Hún geti haft áhrif á sjúkraflutninga sjúklinga og segja að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. „Staða málsins er sú að það eru tölvuert mörg tré sem eru vaxin upp fyrir þann flöt sem á að vera hindrunarlaus fyrir flugvélar að taka á loft og lenda,“ segir Þórhildur. „Þau eru bara fyrir.“ Lausnin sé sú að gera plan sem að gengur eftir, sem að tryggir að þessi flugbraut sé örugg fyrir fólk. Samgögnustofa hefur óskað eftir aðgerðaáætlun með tímalínu frá Reykjavíkurborg. Þá vinnur ISAVIA einnig að öryggismati. „Og niðurstaðan á þessu, annars vegar aðgerðaáætlun og hins vegar öryggismati, getur kallað á frekari ráðstafanir að hálfu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur.
Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Tré Reykjavík Tengdar fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43
Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09