Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2025 09:06 Frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. AP/Gregory Bull Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda um tíu þúsund hermenn að landamærum Mexíkó, þar sem þeir eiga að aðstoða landamæraverði og koma í veg fyrir flæði fólks yfir landamærin. Einnig stendur til að koma í veg fyrir að fólk geti sótt um hæli í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í skjölum sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir en þar segir að landamæravörðum hafi verið skipað að vísa fólki á brott á þeim grundvelli að þau hafi á leið til Bandaríkjanna farið gegnum lönd þar sem finna megi smitsjúkdóma. Ekki er vísað til neinnar sérstakrar hættu í þessum skjölum. Fyrst verða sendir að minnsta kosti 1.500 hermenn að landamærunum og er það til viðbótar við þá 2.500 hermenn sem eru þar fyrir. Seinna meir stendur svo til að senda fleiri hermenn á svæðið. Meðal annars eru þessir hermenn sagðir eiga að aðstoða landamæraverði með því að reisa tálma á landamærunum, auka eftirlit og eiga flugmenn að flytja fólk á brott. Landamæravörðum hefur verið gert að snúa fólki sem kemur frá öðrum ríkjum en Mexíkó ekki við og senda þau þangað heldur halda þeim, svo hægt sé að flytja þau á brott með flugvélum. Einn af starfandi yfirmönnum varnarmálaráðuneytisins segir í yfirlýsingu sem Washington Post vitnar í að þetta sé eingöngu upphafið. Gripið verði til frekari aðgerða. Sagt að hætta að veita ráðgjöf Opinber gögn sem blaðamenn Wall Street Journal hafa séð benda einnig til þess að ríkisstjórn Trumps sé að veita fleiri opinberum starfsmönnum sömu völd og landamæraverðir hafa. Starfsmenn löggæslustofnana sem komi ekki að landamæravörslu muni hafa vald til að vísa fólki á brott, en það vald hafa þeir ekki haft áður. Forsvarsmenn löggæslustofnana eru sagðir ætla að lána starfsmenn til landamæravörslu á komandi misserum. Samhliða þessum aðgerðum hefur dómsmálaráðuneytið skipað verktökum að hætta að veita hælisleitendum og farandfólki sem stendur frammi fyrir brottvísin ókeypis ráðgjöf. Fyrstu lögin auðvelda brottvísanir Þingmenn samþykktu í gær ný lögg sem auðvelda yfirvöldum í Bandaríkjunum að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Lögin bera nafnið Laken Riley Act, í höfuð ungrar konu sem var myrt af manni frá Venesúela í fyrra. Það verða líklega fyrstu lögin sem Trump mun skrifa undir á þessu kjörtímabili. Tólf demókratar í öldungadeildinni greiddu atkvæði með frumvarpinu og 48 í fulltrúadeildinni. Frumvarpið felur í sér hertar aðgerðir á landamærum Mexíkó en eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur þingið ekki veitt fé til þessara aðgerða. Það gæti reynst erfiðara að samþykkja slíkt á þingi en lögin sjálf. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Þetta kemur fram í skjölum sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir en þar segir að landamæravörðum hafi verið skipað að vísa fólki á brott á þeim grundvelli að þau hafi á leið til Bandaríkjanna farið gegnum lönd þar sem finna megi smitsjúkdóma. Ekki er vísað til neinnar sérstakrar hættu í þessum skjölum. Fyrst verða sendir að minnsta kosti 1.500 hermenn að landamærunum og er það til viðbótar við þá 2.500 hermenn sem eru þar fyrir. Seinna meir stendur svo til að senda fleiri hermenn á svæðið. Meðal annars eru þessir hermenn sagðir eiga að aðstoða landamæraverði með því að reisa tálma á landamærunum, auka eftirlit og eiga flugmenn að flytja fólk á brott. Landamæravörðum hefur verið gert að snúa fólki sem kemur frá öðrum ríkjum en Mexíkó ekki við og senda þau þangað heldur halda þeim, svo hægt sé að flytja þau á brott með flugvélum. Einn af starfandi yfirmönnum varnarmálaráðuneytisins segir í yfirlýsingu sem Washington Post vitnar í að þetta sé eingöngu upphafið. Gripið verði til frekari aðgerða. Sagt að hætta að veita ráðgjöf Opinber gögn sem blaðamenn Wall Street Journal hafa séð benda einnig til þess að ríkisstjórn Trumps sé að veita fleiri opinberum starfsmönnum sömu völd og landamæraverðir hafa. Starfsmenn löggæslustofnana sem komi ekki að landamæravörslu muni hafa vald til að vísa fólki á brott, en það vald hafa þeir ekki haft áður. Forsvarsmenn löggæslustofnana eru sagðir ætla að lána starfsmenn til landamæravörslu á komandi misserum. Samhliða þessum aðgerðum hefur dómsmálaráðuneytið skipað verktökum að hætta að veita hælisleitendum og farandfólki sem stendur frammi fyrir brottvísin ókeypis ráðgjöf. Fyrstu lögin auðvelda brottvísanir Þingmenn samþykktu í gær ný lögg sem auðvelda yfirvöldum í Bandaríkjunum að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Lögin bera nafnið Laken Riley Act, í höfuð ungrar konu sem var myrt af manni frá Venesúela í fyrra. Það verða líklega fyrstu lögin sem Trump mun skrifa undir á þessu kjörtímabili. Tólf demókratar í öldungadeildinni greiddu atkvæði með frumvarpinu og 48 í fulltrúadeildinni. Frumvarpið felur í sér hertar aðgerðir á landamærum Mexíkó en eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur þingið ekki veitt fé til þessara aðgerða. Það gæti reynst erfiðara að samþykkja slíkt á þingi en lögin sjálf.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira