Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar 23. janúar 2025 12:00 Rannsóknir hafa sýnt að samstarf heimilis og skóla sé gríðarlega mikilvægt og stuðlar að betri líðan nemenda og starfsfólks skóla. Einnig bætir samstarf námsárangur nemenda og stuðlar að betri skóla og bekkjarbrag. Velferð og farsæld barna er því sameiginlegt verkefni heimila, skóla og þess nærumhverfis sem barnið er í. Eins og nafnið samstarf gefur til kynna þá þarf tvo eða fleiri til. Til þess að samstarf heimilis og skóla sé gott þá hefur skólinn mikilvægt hlutverk. Skólinn þarf að vera leiðandi í samskiptum við foreldra og bjóða til samtals og þátttöku. Það er grundvallaratriði að eiga í reglubundnum og uppbyggilegum samskiptum bæði við skólann sjálfan og aðra foreldra. Ef samskiptin eru byggð á jákvæðum grunni auðveldar það úrvinnslu mála sem geta komið upp, sérstaklega ef þau eru erfið. Þarna verðum við foreldrar að gæta þess að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Við verðum að gæta að því hvernig við tölum og hverskonar orðræðu við notum á heimilinu. Þetta gildir um svo margt, hvort sem við erum að tala um skólann eða eitthvað sem honum tengist, önnur börn eða jafnvel bara um fólk sem við sjáum oft í sjónvarpinu. Ef við erum alltaf að gagnrýna til dæmis fataval eða hárgreiðslu hjá Gísla Marteini þá er líklegra að barnið okkar taki því sem eðlilegri umræðu og fari að tala svona við aðra. Við hjá Heimili og skóla fjöllum mikið um samstarf heimilis og skóla og foreldrasamstarf almennt. Það er mikilvægt að hafa alltaf þessi “orðræðu” gleraugu á sér sem foreldri. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Síðastliðið ár hefur ofbeldishegðun stóraukist hjá ungu fólki. Hvort sem það er inni í skólastofunni eða annarstaðar. Til þess að sporna við þessari hegðun er mikilvægt að samfélagið vinni saman sem heild, þá er sérstaklega mikilvægt að samstarf heimili og skóla sé farsælt. Íslenska forvarnarmódelið var búið til á tíunda áratug síðustu aldar þegar vímuefnaneysla ungmenna var vaxandi vandamál í samfélaginu. Módelið snýst um samstarf margra aðila sem koma að nærumhverfi barna og ungmenna. Við sáum mjög vel að með þessu módeli, sem byggir á því að öll í nærumhverfi barns vinni saman skilar árangri og minnkar áhættuhegðun. Svo miklum árangri að Ísland er orðið “heimsfrægt” fyrir þetta módel sitt. Það er mikilvægt að enginn taki skref til baka. Því þurfum við að ganga í takt þegar kemur að því að búa til farsælt samfélag fyrir börnin okkar. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra bjóðum upp á frábært verkfæri sem auðveldar foreldrahópum að ganga í takt. Þetta verkfæri kallast Farsældarsáttmálinn og byggir á því að foreldrar koma sér saman um ákveðin viðmið og gildi sem þeir telja að séu mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska þess barnahóps sem verið er að vinna með. Einnig gefur það foreldrum tækifæri á því að mynda breitt tengslanet með öðrum foreldrum í nærsamfélaginu og þannig verið öflug rödd umbóta. Með því að sameinast í þessari vinnu mynda foreldrarnir þetta nauðsynlega “þorp” sem þarf til þess að ala upp barn. Eigum reglubundin og uppbyggileg samskipti við skólana, aðra foreldra, frístundaleiðbeinendur og sem koma að degi barnanna okkar. Gætum að góðu upplýsingaflæði og aukum tengslin. Við kunnum þetta og við höfum gert þetta áður. Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt í þágu farsældar barnanna okkar. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að samstarf heimilis og skóla sé gríðarlega mikilvægt og stuðlar að betri líðan nemenda og starfsfólks skóla. Einnig bætir samstarf námsárangur nemenda og stuðlar að betri skóla og bekkjarbrag. Velferð og farsæld barna er því sameiginlegt verkefni heimila, skóla og þess nærumhverfis sem barnið er í. Eins og nafnið samstarf gefur til kynna þá þarf tvo eða fleiri til. Til þess að samstarf heimilis og skóla sé gott þá hefur skólinn mikilvægt hlutverk. Skólinn þarf að vera leiðandi í samskiptum við foreldra og bjóða til samtals og þátttöku. Það er grundvallaratriði að eiga í reglubundnum og uppbyggilegum samskiptum bæði við skólann sjálfan og aðra foreldra. Ef samskiptin eru byggð á jákvæðum grunni auðveldar það úrvinnslu mála sem geta komið upp, sérstaklega ef þau eru erfið. Þarna verðum við foreldrar að gæta þess að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Við verðum að gæta að því hvernig við tölum og hverskonar orðræðu við notum á heimilinu. Þetta gildir um svo margt, hvort sem við erum að tala um skólann eða eitthvað sem honum tengist, önnur börn eða jafnvel bara um fólk sem við sjáum oft í sjónvarpinu. Ef við erum alltaf að gagnrýna til dæmis fataval eða hárgreiðslu hjá Gísla Marteini þá er líklegra að barnið okkar taki því sem eðlilegri umræðu og fari að tala svona við aðra. Við hjá Heimili og skóla fjöllum mikið um samstarf heimilis og skóla og foreldrasamstarf almennt. Það er mikilvægt að hafa alltaf þessi “orðræðu” gleraugu á sér sem foreldri. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Síðastliðið ár hefur ofbeldishegðun stóraukist hjá ungu fólki. Hvort sem það er inni í skólastofunni eða annarstaðar. Til þess að sporna við þessari hegðun er mikilvægt að samfélagið vinni saman sem heild, þá er sérstaklega mikilvægt að samstarf heimili og skóla sé farsælt. Íslenska forvarnarmódelið var búið til á tíunda áratug síðustu aldar þegar vímuefnaneysla ungmenna var vaxandi vandamál í samfélaginu. Módelið snýst um samstarf margra aðila sem koma að nærumhverfi barna og ungmenna. Við sáum mjög vel að með þessu módeli, sem byggir á því að öll í nærumhverfi barns vinni saman skilar árangri og minnkar áhættuhegðun. Svo miklum árangri að Ísland er orðið “heimsfrægt” fyrir þetta módel sitt. Það er mikilvægt að enginn taki skref til baka. Því þurfum við að ganga í takt þegar kemur að því að búa til farsælt samfélag fyrir börnin okkar. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra bjóðum upp á frábært verkfæri sem auðveldar foreldrahópum að ganga í takt. Þetta verkfæri kallast Farsældarsáttmálinn og byggir á því að foreldrar koma sér saman um ákveðin viðmið og gildi sem þeir telja að séu mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska þess barnahóps sem verið er að vinna með. Einnig gefur það foreldrum tækifæri á því að mynda breitt tengslanet með öðrum foreldrum í nærsamfélaginu og þannig verið öflug rödd umbóta. Með því að sameinast í þessari vinnu mynda foreldrarnir þetta nauðsynlega “þorp” sem þarf til þess að ala upp barn. Eigum reglubundin og uppbyggileg samskipti við skólana, aðra foreldra, frístundaleiðbeinendur og sem koma að degi barnanna okkar. Gætum að góðu upplýsingaflæði og aukum tengslin. Við kunnum þetta og við höfum gert þetta áður. Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt í þágu farsældar barnanna okkar. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun