Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2025 16:17 Einar Þorsteinsson borgarstjóri ræðir yfirvovandi kennaraverkfall, hælisleitendur í JL húsinu, Græna vegginn í Breiðholti, Reykjavíkurflugvöll og fleira í Samtalinu með Heimi Má. Vísir/RAX Einar Þorsteinsson borgarstjóri er mótfallinn því að miklum fjölda hælisleitenda verði komið fyrir í JL húsinu. Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 að loknum fréttum og Íslandi í dag segir hann ekki æskilegt að mikill fjöldi hælisleitenda sé hafður á einum stað. Þá væri önnur þjónusta í húsinu sem ekki fær vel með þjónustu við hælilsleitendur. „Stóra málið sem mér finnst eiginlega að við ættum að tala um er hvort það sé skynsamlegt að setja hátt í fjögur hundruð hælisleitendur á þennan blett. Í þessu sama húsi erum við einnig með úrræði fyrir konur með fjölþættan vanda. Sem glíma við fíkn og geðræn vandamál. Þannig að það er ekki sjálfgefið að þetta sé skynsamleg leið,“ segir Einar í Samtalinu. Borgarstjóri lýsti jafnframt áhyggjum vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða kennara. „Þetta er mjög grafalvarlegt mál. Við sáum hvaða áhrif verkföllin fyrir jól höfðu. Vöktu upp mikla reiði hjá foreldrum. Það er líka mikil reiði í kennarastéttinni. Það er bara vont ástand. Reiðin er ekki góður húsbóndi segir máltækið. Nú ef það yrði gengið að kröfum kennara er alveg viðbúið að þeir samningar sem hafa verið gerðir núna undanfarin misseri myndu rakna upp,“ segir Einar. Samningar á almenna vinnumarkaðnum og við stærstan hluta opinberra starfsmanna hefðu miðað við hófsamar launahækkanir til að ná niður vöxtum og verðbólgu. Staðan væri því mjög snúin. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Samtalið Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Þá væri önnur þjónusta í húsinu sem ekki fær vel með þjónustu við hælilsleitendur. „Stóra málið sem mér finnst eiginlega að við ættum að tala um er hvort það sé skynsamlegt að setja hátt í fjögur hundruð hælisleitendur á þennan blett. Í þessu sama húsi erum við einnig með úrræði fyrir konur með fjölþættan vanda. Sem glíma við fíkn og geðræn vandamál. Þannig að það er ekki sjálfgefið að þetta sé skynsamleg leið,“ segir Einar í Samtalinu. Borgarstjóri lýsti jafnframt áhyggjum vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða kennara. „Þetta er mjög grafalvarlegt mál. Við sáum hvaða áhrif verkföllin fyrir jól höfðu. Vöktu upp mikla reiði hjá foreldrum. Það er líka mikil reiði í kennarastéttinni. Það er bara vont ástand. Reiðin er ekki góður húsbóndi segir máltækið. Nú ef það yrði gengið að kröfum kennara er alveg viðbúið að þeir samningar sem hafa verið gerðir núna undanfarin misseri myndu rakna upp,“ segir Einar. Samningar á almenna vinnumarkaðnum og við stærstan hluta opinberra starfsmanna hefðu miðað við hófsamar launahækkanir til að ná niður vöxtum og verðbólgu. Staðan væri því mjög snúin. Hér má sjá þáttinn í heild sinni:
Samtalið Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira