Þar segir að lögreglan á lögreglustöð númer eitt, sem sinnir austur-, mið- og vesturbæ Reykjavíkur, auk Seltjarnarness, hafi verið kölluð til vegna slagsmála þriggja.
Þegar lögregla hafi komið á vettvang hafi meintur árásarmaður verið farinn. Hann hafi fundist stuttu síðar með áverka eftir slagsmálin. Þrír hafi verið handteknir vegna málsins, grunaðir um stórfellda líkamsárás.
Sex gistu fangageymslur í morgun samkvæmt dagbókarfærslu lögreglu, og 43 mál skráð í málakerfi lögreglu frá klukkan fimm síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun.