Körfubolti

Borðuðu aldrei kvöld­mat saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scottie Pippen og Michael Jordan sjást hér saman í lokaúrslitum NBA deildarinnar 1993.
Scottie Pippen og Michael Jordan sjást hér saman í lokaúrslitum NBA deildarinnar 1993. Getty/ Bongarts

Þeir verða líklega alltaf nefndir til sögunnar í umræðunni um öflugustu liðsfélaga sögunnar en samband Michael Jordan og Scottie Pippen var mjög sérstakt.

Pippen ræddi samband sitt og Jordan í PBD hlaðvarpinu á dögunum.

Jordan og Pippen unnu sex NBA titla saman hjá Chicago Bulls en á þeim tíma voru þeir tveir langöflugustu leikmenn liðsins. Jordan fékk vissulega mesta athygli en framlag Pippen til varnarleiks og liðssamvinnu verður seint metið til fulls.

Pippen fékk þá spurningu í hlaðvarpinu af hverju margir eigi í svo stormasömu samnbandi við Jordan og spyrilinn nefndi þá Pippen sjálfan sem og Charles Barkley.

„Michael er mjög erfiður í samskiptum. Ég spilaði með honum í mörg ár þannig að ég þekki það vel,“ sagði Scottie Pippen.

Pippen fór sem dæmdi aldrei í golf með Jordan en nóg spilaði nú Jordan íþróttina bæði þegar hann var í körfuboltanum og líka eftir að körfuboltaferlinum lauk.

Þeir eyddu litlum tíma saman fyrir utan æfinga- eða keppnisalinn.

„Við borðuðum kannski saman fyrir leik,“ sagði Pippen en fékk þá spurninguna hreint út um hversu oft þeir hafi borðað kvöldmat tveir saman.

Pippen sýndi merkið núll. „Aldrei,“ sagði Pippen og það hefur ekkert breyst á þeim áratugum sem eru liðnir.

„Samband okkar verður aldrei eins og það var. Af hverju að reyna að þvinga eitthvað fram sem var aldrei til staðar. Við vorum frábærir liðsfélagar en aldrei góðir vinir,“ sagði Pippen.

Það má sjá hann ræða þetta með því að fletta hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×