Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 16:13 Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í dag. VÍSIR/VILHELM „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. Ísland gerði sitt með öruggum sigri gegn Argentínu í dag en þarf nú að treysta á að Egyptaland og Króatía vinni ekki bæði í dag, gegn Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Við þurfum bara að bíða og sjá. Við höldum í vonina. Hún er ekki svakalega mikil. Ég á eftir að gera upp við mig hvort ég horfi á leikinn. Það getur vel verið að ég fari bara á crossfit-æfingu. Ef ég þekki sjálfan mig þá hef ég gott af því,“ sagði Snorri léttur. Snorri hafði engan áhuga á að fara að gera upp mótið núna, á meðan að enn er von um að mótið haldi áfram: „Mér finnst ekki við hæfi að tjá mig um mót sem er ekki búið. Það kemur að því að við gerum það upp. Ef það verður í kvöld þá verður það bara þannig,“ segir Snorri. Aðspurður um leikinn við Argentínu var þjálfarinn nokkuð sáttur, fyrir utan upphafskafla leiksins: „Það er bara gott að vinna leikinn og gera það sannfærandi. Það sáu allir hvernig byrjunin var og að einhverju leyti var ég búinn undir að þetta yrði hægt og erfitt í byrjun. Gærdagurinn var mjög erfiður fyrir alla og okkur sem lið. Mér fannst við ná að kveikja á þessu og gera nóg til að landa mjög þægilegum sigri. Ég er mjög ánægður með byrjunina á seinni hálfleik. Á nokkrum mínútum erum við búnir að ganga frá leiknum. Við hefðum getað siglt þessu betur heim en það eru alls konar ástæður fyrir því,“ segir Snorri. Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn gegn Argentínu Eflaust hefur tapið gegn Króatíu enn setið í mönnum þegar leikurinn við Argentínu hófst í dag. „Við ætlum ekki að nota það sem einhverja afsökun en kannski var það raunin. Að einhverju leyti er það líka eðlilegt. En mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn. Gerðum góðar breytingar og fengum inn hraðara lið. Við vorum of hægir og þungir á okkur til að byrja með. Við brugðumst vel við því og strákarnir gerðu þetta vel,“ segir Snorri. „Við gerðum kjánaleg mistök og vorum bara hægari en þeir ef eitthvað er, í byrjun leiksins. Við stigum svo á bensíngjöfina, settum meiri gæði í þetta. Mér fannst þeir ströggla lungann af leiknum og Viktor heldur áfram sínum standard. Við eigum að geta nýtt það betur, sérstaklega í byrjun leiks,“ segir Snorri. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Ísland gerði sitt með öruggum sigri gegn Argentínu í dag en þarf nú að treysta á að Egyptaland og Króatía vinni ekki bæði í dag, gegn Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Við þurfum bara að bíða og sjá. Við höldum í vonina. Hún er ekki svakalega mikil. Ég á eftir að gera upp við mig hvort ég horfi á leikinn. Það getur vel verið að ég fari bara á crossfit-æfingu. Ef ég þekki sjálfan mig þá hef ég gott af því,“ sagði Snorri léttur. Snorri hafði engan áhuga á að fara að gera upp mótið núna, á meðan að enn er von um að mótið haldi áfram: „Mér finnst ekki við hæfi að tjá mig um mót sem er ekki búið. Það kemur að því að við gerum það upp. Ef það verður í kvöld þá verður það bara þannig,“ segir Snorri. Aðspurður um leikinn við Argentínu var þjálfarinn nokkuð sáttur, fyrir utan upphafskafla leiksins: „Það er bara gott að vinna leikinn og gera það sannfærandi. Það sáu allir hvernig byrjunin var og að einhverju leyti var ég búinn undir að þetta yrði hægt og erfitt í byrjun. Gærdagurinn var mjög erfiður fyrir alla og okkur sem lið. Mér fannst við ná að kveikja á þessu og gera nóg til að landa mjög þægilegum sigri. Ég er mjög ánægður með byrjunina á seinni hálfleik. Á nokkrum mínútum erum við búnir að ganga frá leiknum. Við hefðum getað siglt þessu betur heim en það eru alls konar ástæður fyrir því,“ segir Snorri. Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn gegn Argentínu Eflaust hefur tapið gegn Króatíu enn setið í mönnum þegar leikurinn við Argentínu hófst í dag. „Við ætlum ekki að nota það sem einhverja afsökun en kannski var það raunin. Að einhverju leyti er það líka eðlilegt. En mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn. Gerðum góðar breytingar og fengum inn hraðara lið. Við vorum of hægir og þungir á okkur til að byrja með. Við brugðumst vel við því og strákarnir gerðu þetta vel,“ segir Snorri. „Við gerðum kjánaleg mistök og vorum bara hægari en þeir ef eitthvað er, í byrjun leiksins. Við stigum svo á bensíngjöfina, settum meiri gæði í þetta. Mér fannst þeir ströggla lungann af leiknum og Viktor heldur áfram sínum standard. Við eigum að geta nýtt það betur, sérstaklega í byrjun leiks,“ segir Snorri.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43