Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 07:21 Travis Kelce fagnar sigri Kansas City Chiefs í nótt með kærustu sinni Taylor Swift. Getty/Jamie Squire Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár en liðin unnu úrslitaleiki deildanna í úrslitakeppni NFL í nótt. Chiefs á því möguleika á að vinna NFL titilinn þriðja árið í röð, fyrst allra liða í sögunni. Það var mikill munur á leikjunum í nótt. Chiefs vann 32-29 sigur á Buffalo Bills í mjög spennandi úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hafði Philadelphia Eagles mikla yfirburði og vann 55-23 sigur á Washington Commanders. Chiefs hefur unnuð síðustu tvo Super Bowl leiki en þetta er í fyrsta sinn sem lið vinnur tvö ár í röð og kemst í úrslitaleikinn árið eftir. Buffalo Bulls hefur aftur á móti núna tapað fjórum sinnum fyrir Chiefs í úrslitakeppninni frá árinu 2021. Grátleg niðurstaða fyrir Josh Allen og félaga. Þetta þýðir auðvitað að tónlistarkonan Taylor Swift verður á staðnum eftir tvær vikur þegar Super Bowl fer fram í New Orleans. Swift var á leiknum í gær og kyssti kærasta sinn Travis Kelce, innherja Kansas City Chiefs, fyrir framan myndavélarnar í leikslok. Svo stoltur „Ég er svo stoltur af liðsfélögum mínum að ég á erfitt með að finna réttu orðin. Þetta snýst ekki um einn leikmann eða nokkra leikmenn þetta snýst um allt liðið. Þetta er liðsleikur,“ sagði Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, eftir leikinn. Patrick Mahomes var enn á ný frábær með liði Kansas City Chiefs þegar allt var undir í úrslitakeppninni.Getty/Brooke Sutton Hann átti frábæran leik. Skoraði tvisvar sjálfur snertimark með því að hlaupa með boltann í markið en átti einnig eina snertimarkssendingu. Enn á ný stýrir hann liðinu frábærlega á úrslitastund. „Það er bara svo erfitt að komast í Super Bowl leikinn og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Að takast það aftur á Arrowhead leikvanginum var mjög sérstakt. Þú færð að taka við bikarnum [Fyrir sigur í Ameríkudeildinni] og horfir í kringum þig og það er ekki eitt laust sæti á vellinum,“ sagði Mahomes. Hlauparinn Saquon Barkley hefur átt magnað tímabil á sínu fyrsta ári með Philadelphia Eagles og er nú kominn alla leið í Super Bowl í fyrsta sinn á ferlinum.Getty/Sarah Stier Endurtekning á úrslitaleiknum 2023 Philadelphia Eagles tapaði fyrir Chiefs í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en fær nú tækifæri til að hefna. Ernirnir höfðu mikla yfirburði á móti Washington Commanders sem hafði óvænt komust svo langt. Hlauparinn Saquon Barkley átti enn einn stórleikinn og skoraði þrjú snertimörk í leiknum. Leikstjórnandinn Jalen Hurts var maðurinn á bak við fjögur snertimörk, sendi einu sinni á liðsfélaga sinn en hljóp líka þrisvar með boltann yfir línuna. NFL Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Liverpool í þremur líklegustu úrslitaleikjunum Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Sjá meira
Það var mikill munur á leikjunum í nótt. Chiefs vann 32-29 sigur á Buffalo Bills í mjög spennandi úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hafði Philadelphia Eagles mikla yfirburði og vann 55-23 sigur á Washington Commanders. Chiefs hefur unnuð síðustu tvo Super Bowl leiki en þetta er í fyrsta sinn sem lið vinnur tvö ár í röð og kemst í úrslitaleikinn árið eftir. Buffalo Bulls hefur aftur á móti núna tapað fjórum sinnum fyrir Chiefs í úrslitakeppninni frá árinu 2021. Grátleg niðurstaða fyrir Josh Allen og félaga. Þetta þýðir auðvitað að tónlistarkonan Taylor Swift verður á staðnum eftir tvær vikur þegar Super Bowl fer fram í New Orleans. Swift var á leiknum í gær og kyssti kærasta sinn Travis Kelce, innherja Kansas City Chiefs, fyrir framan myndavélarnar í leikslok. Svo stoltur „Ég er svo stoltur af liðsfélögum mínum að ég á erfitt með að finna réttu orðin. Þetta snýst ekki um einn leikmann eða nokkra leikmenn þetta snýst um allt liðið. Þetta er liðsleikur,“ sagði Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, eftir leikinn. Patrick Mahomes var enn á ný frábær með liði Kansas City Chiefs þegar allt var undir í úrslitakeppninni.Getty/Brooke Sutton Hann átti frábæran leik. Skoraði tvisvar sjálfur snertimark með því að hlaupa með boltann í markið en átti einnig eina snertimarkssendingu. Enn á ný stýrir hann liðinu frábærlega á úrslitastund. „Það er bara svo erfitt að komast í Super Bowl leikinn og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Að takast það aftur á Arrowhead leikvanginum var mjög sérstakt. Þú færð að taka við bikarnum [Fyrir sigur í Ameríkudeildinni] og horfir í kringum þig og það er ekki eitt laust sæti á vellinum,“ sagði Mahomes. Hlauparinn Saquon Barkley hefur átt magnað tímabil á sínu fyrsta ári með Philadelphia Eagles og er nú kominn alla leið í Super Bowl í fyrsta sinn á ferlinum.Getty/Sarah Stier Endurtekning á úrslitaleiknum 2023 Philadelphia Eagles tapaði fyrir Chiefs í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en fær nú tækifæri til að hefna. Ernirnir höfðu mikla yfirburði á móti Washington Commanders sem hafði óvænt komust svo langt. Hlauparinn Saquon Barkley átti enn einn stórleikinn og skoraði þrjú snertimörk í leiknum. Leikstjórnandinn Jalen Hurts var maðurinn á bak við fjögur snertimörk, sendi einu sinni á liðsfélaga sinn en hljóp líka þrisvar með boltann yfir línuna.
NFL Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Liverpool í þremur líklegustu úrslitaleikjunum Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Sjá meira