Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 27. janúar 2025 07:36 Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka byggjast á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006. Á II. kafla þessara laga voru gerðar breytingar með lögum nr. 109/2021, þar sem fjallað er um „Framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi.“ Þar er gerð grein fyrir skilyrðum þess að stjórnmálaflokkar fái úthlutað fé úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum. 5. gr. a. þessara laga hljóðar svo: „Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum er að viðkomandi stjórmálasamtök séu skráð skv. I. kafla C, hafi áður uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda skv. 8. og 9. gr. og að ríkisendurskoðandi hafi birt ársreikninga þeirra.“ Fyrir liggur að Flokkur fólksins hefur þegið fé úr ríkissjóði undanfarin ár án þess að þessum skilyrðum hafi verið fullnægt. Hefur flokkurinn heldur ekki á annan hátt gert grein fyrir ráðstöfun þessa fjár, þó að fyrir liggi að hann hafi þegið framlög sem nema nokkrum hundruð milljónum króna á undanförnum árum. Í skýrslu stjórnarráðsins um „Framlög til stjórnmálaflokka“ undanfarin ár kemur fram að Flokkur fólksins hafi fengið framlög árlega vegna áranna 2017-2024, sem nema samtals rúmlega 400 milljónum króna. Í skýrslunni segir að skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka sé að viðkomandi samtök hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Að undanförnu hafa opinberlega komið fram upplýsingar frá fyrirsvarsmanni Flokks fólksins, sem nú hefur tekið sæti í ríkisstjórn landsins, um að flokkur hennar hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína samkvæmt lögunum, en samt sótt um og fengið (furðulegt nokk) ofangreind framlög undanfarin ár. Hér sýnist ljóst að hvorki greiðandi né þiggjandi hafi fullnægt lagaskyldum sínum. Vekur það grunsemdir um að fénu hafi ekki verið varið til þeirra þarfa sem lögin kveða á um. Í umræðum um þetta mál að undanförnu hefur komið fram að sumir hafa talið þennan flokk hafa fullnægt skyldum sínum í þessum efnum. Þótti mér því rétt að birta framangreindar upplýsingar, sem byggðar eru á lögunum sem um þetta gilda og opinberum skýrslum um framkvæmd þeirra. Málið snýst ekki um skráningu Flokks fólksins hjá skattinum á árinu 2016, eins og einn stuðningsmanna hans hefur talið. Það snýst um skilyrði núgildandi laga til að fá fjárframlög frá skattborgurum þessa lands. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka byggjast á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006. Á II. kafla þessara laga voru gerðar breytingar með lögum nr. 109/2021, þar sem fjallað er um „Framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi.“ Þar er gerð grein fyrir skilyrðum þess að stjórnmálaflokkar fái úthlutað fé úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum. 5. gr. a. þessara laga hljóðar svo: „Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum er að viðkomandi stjórmálasamtök séu skráð skv. I. kafla C, hafi áður uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda skv. 8. og 9. gr. og að ríkisendurskoðandi hafi birt ársreikninga þeirra.“ Fyrir liggur að Flokkur fólksins hefur þegið fé úr ríkissjóði undanfarin ár án þess að þessum skilyrðum hafi verið fullnægt. Hefur flokkurinn heldur ekki á annan hátt gert grein fyrir ráðstöfun þessa fjár, þó að fyrir liggi að hann hafi þegið framlög sem nema nokkrum hundruð milljónum króna á undanförnum árum. Í skýrslu stjórnarráðsins um „Framlög til stjórnmálaflokka“ undanfarin ár kemur fram að Flokkur fólksins hafi fengið framlög árlega vegna áranna 2017-2024, sem nema samtals rúmlega 400 milljónum króna. Í skýrslunni segir að skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka sé að viðkomandi samtök hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Að undanförnu hafa opinberlega komið fram upplýsingar frá fyrirsvarsmanni Flokks fólksins, sem nú hefur tekið sæti í ríkisstjórn landsins, um að flokkur hennar hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína samkvæmt lögunum, en samt sótt um og fengið (furðulegt nokk) ofangreind framlög undanfarin ár. Hér sýnist ljóst að hvorki greiðandi né þiggjandi hafi fullnægt lagaskyldum sínum. Vekur það grunsemdir um að fénu hafi ekki verið varið til þeirra þarfa sem lögin kveða á um. Í umræðum um þetta mál að undanförnu hefur komið fram að sumir hafa talið þennan flokk hafa fullnægt skyldum sínum í þessum efnum. Þótti mér því rétt að birta framangreindar upplýsingar, sem byggðar eru á lögunum sem um þetta gilda og opinberum skýrslum um framkvæmd þeirra. Málið snýst ekki um skráningu Flokks fólksins hjá skattinum á árinu 2016, eins og einn stuðningsmanna hans hefur talið. Það snýst um skilyrði núgildandi laga til að fá fjárframlög frá skattborgurum þessa lands. Höfundur er lögfræðingur.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun