Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2025 22:40 David Coote gaf út yfirlýsingu í kvöld þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni sem leiddi til brottrekstrar hans sem dómari í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Fyrrum knattspyrnudómarinn David Coote hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en Coote var rekinn af ensku úrvalsdeildinni í desember fyrir margvísleg brot á samningi. David Coote var rekinn sem dómari í ensku úrvalsdeildinni í byrjun desember eftir að rannsókn vegna margvíslegra brota hans lauk. Ítarleg rannsókn var sett af stað á hegðun Coote eftir ítrekuð vandræðamál tengd honum. Myndband af Coote þar sem hann urðaði yfir Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, fór í dreifingu og sömuleiðis myndband þar sem Coote sást sjúga hvítt duft upp í nefið en það var tekið degi eftir að Coote var myndbandsdómari á leik í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í sumar. Í viðtali við The Sun sem birtist í kvöld segist Coote hafa fundið fyrir mikilli skömm vegna kynhneigðar sinnar á unglingsárum. Coote greinir frá því í viðtalinu að hann sé samkynhneigður. Hann segist hafa byrjað að nota eiturlyf af ótta við að koma út úr skápnum en í yfirlýsingu sinni segir Coote að hann hafi komið út úr skápnum gagnvart foreldrum sínum þegar hann var tuttugu og eins árs og gagnvart vinum sínum fjórum árum síðar. „Kynhneigð mín er ekki eina ástæðan fyrir því að ég kom mér í þessa stöðu. En ég er ekki að segja réttu söguna ef ég segi ekki frá því að ég sé samkynhneigður og að ég hafi átt í miklum vandræðum vegna þess að ég hef reynt að fela það.“ „Ég faldi tilfinningar mínar sem ungur dómari og kynhneigð mína sömuleiðis. Góður eiginleiki hjá dómara en hræðilegur eiginleiki manneskju“ segir ennfremur í yfirlýsingu Coote. Hann segir þetta hafa leitt hann á braut alls konar vafasamrar hegðunar. Þakkar dómarasamtökunum og Howard Webb Í yfirlýsingu sem birtist á vef Sky Sports biðst Coote afsökunar á hegðun sinni. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil í lífi mínu. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum sem eru ekki í samræmi við það sem búist er við af mér. Mér þykir sannarlega leitt að hafa sært fólk og vegna þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem hegðun mín orsakaði um leikinn sem ég elska.“ Hann segir að myndböndin sýni atvik úr hans einkalífi og hafi verið tekin þegar hann var á vondum stað í sínu lífi. Hann segir þau ekki endurspegla skoðanir hans eða hugsanir. „Ég mun núna einbeita mér að andlegri heilsu minni og vellíðan. Ég vona að reynsla mín, bæði innan og utan vallar, geti nýst í knattspyrnunni einhvern tíman í framtíðinni.“ Þá þakkar hann fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðning á síðustu vikum. Hann nefnir einnig dómarasamtökin á Englandi, fyrrum kollega sína og Howard Webb yfirmann dómaramála í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Sjá meira
David Coote var rekinn sem dómari í ensku úrvalsdeildinni í byrjun desember eftir að rannsókn vegna margvíslegra brota hans lauk. Ítarleg rannsókn var sett af stað á hegðun Coote eftir ítrekuð vandræðamál tengd honum. Myndband af Coote þar sem hann urðaði yfir Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, fór í dreifingu og sömuleiðis myndband þar sem Coote sást sjúga hvítt duft upp í nefið en það var tekið degi eftir að Coote var myndbandsdómari á leik í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í sumar. Í viðtali við The Sun sem birtist í kvöld segist Coote hafa fundið fyrir mikilli skömm vegna kynhneigðar sinnar á unglingsárum. Coote greinir frá því í viðtalinu að hann sé samkynhneigður. Hann segist hafa byrjað að nota eiturlyf af ótta við að koma út úr skápnum en í yfirlýsingu sinni segir Coote að hann hafi komið út úr skápnum gagnvart foreldrum sínum þegar hann var tuttugu og eins árs og gagnvart vinum sínum fjórum árum síðar. „Kynhneigð mín er ekki eina ástæðan fyrir því að ég kom mér í þessa stöðu. En ég er ekki að segja réttu söguna ef ég segi ekki frá því að ég sé samkynhneigður og að ég hafi átt í miklum vandræðum vegna þess að ég hef reynt að fela það.“ „Ég faldi tilfinningar mínar sem ungur dómari og kynhneigð mína sömuleiðis. Góður eiginleiki hjá dómara en hræðilegur eiginleiki manneskju“ segir ennfremur í yfirlýsingu Coote. Hann segir þetta hafa leitt hann á braut alls konar vafasamrar hegðunar. Þakkar dómarasamtökunum og Howard Webb Í yfirlýsingu sem birtist á vef Sky Sports biðst Coote afsökunar á hegðun sinni. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil í lífi mínu. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum sem eru ekki í samræmi við það sem búist er við af mér. Mér þykir sannarlega leitt að hafa sært fólk og vegna þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem hegðun mín orsakaði um leikinn sem ég elska.“ Hann segir að myndböndin sýni atvik úr hans einkalífi og hafi verið tekin þegar hann var á vondum stað í sínu lífi. Hann segir þau ekki endurspegla skoðanir hans eða hugsanir. „Ég mun núna einbeita mér að andlegri heilsu minni og vellíðan. Ég vona að reynsla mín, bæði innan og utan vallar, geti nýst í knattspyrnunni einhvern tíman í framtíðinni.“ Þá þakkar hann fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðning á síðustu vikum. Hann nefnir einnig dómarasamtökin á Englandi, fyrrum kollega sína og Howard Webb yfirmann dómaramála í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Sjá meira