Sport

Alexander vann tvo leggi gegn Littler

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
aleee

Heimsmeistarinn Luke Littler vann Alexander Veigar Þorvaldsson, 5-2, á HM ungmenna í pílukasti í dag.

Alexander lenti í riðli með Littler sem vann World Grand Prix í gærkvöldi. Þar valtaði hann yfir Luke Humphries í úrslitaleiknum, 6-1.

Alexander mætti fullur sjálfstrausts til leiks gegn Littler og vann fyrsta legginn.

Heimsmeistarinn svaraði með því að vinna næstu tvo leggi en Alexander gafst ekki upp og jafnaði í 2-2. Hann gerði það með því að taka út 130.

Það virtist kveikja í Littler sem vann næstu þrjá leggina og tryggði sér sigurinn, 5-2. Hann sýndi sínar bestu hliðar í leggjum sex og sjö og kláraði þá með ellefu og tíu pílum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×