Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar 28. janúar 2025 14:15 Nú eru 80 ár frá því síðustu fangar sluppu lifandi úr útrýmingabúðum Þriðja ríkisins. Það er brýnt öryggismál að samfélög heimsins gleymi ekki þróun mála í Þýskalandi nasismans. Við þurfum að skilja hvað veldur þegar félagsauður gufar upp í samfélagi svo fólk hættir að vænta góðs af ókunnugum. Það sem veldur er alltaf einhver uppsöfnuð skömm og andúð sem ekki hefur verið rædd og hugguð. Þá treysta menn ekki lengur á samtalið. Lýðræðið missir trúverðugleika sinn og ákallið um sterka manninn verður hærra og hærra - uns hann birtist! Því hann birtist alltaf. Sterki maðurinn, líkt og Pútín, Netanjahú og Trump, er aldrei sjálfskapaður heldur er hann afurð samfélagsins. Hann er líkömnuð þrá eftir stóra bróður sem kann tökin á hinu endurleysandi ofbeldi sem búa skal öruggan heim fyrir konur og börn. Við höfum haft Jósef Stalín, Augusto Pinochet, Kim Il-sung, Benito Mussolini o.fl. Sterki maðurinn lætur engan komast upp með moðreyk og þegar hann hefur sýnt vald sitt líður heilu þjóðfélögunum eins og nýflengdum börnum. Allt er orðið gott. Allt er öruggt. Aftur. Fyrst tekur hann Úkraínu svo tekur hann Gaza og Grænland. Hvað sem þarf. Innst inni vill hann örugglega vel, vonar fólk. Þótt ekki sé allt fallegt sem hann aðhefst. Er Trump ekki friðarforseti þrátt fyrir allt? Endurlausnarofbeldið, hugmyndin um að hið góða líf eigi forsendu sína í vel heppnaðri valdbeitingu fremur en samráði, er ævafornt.[1] Heimurinn var, jú, skapaður úr hræi hrímþursins Ýmis, ekki satt? Ekkert er nýtt undir sólu. Ekki heldur sterki maðurinn. Meðfram því að tryggja hagsmuni ríkisins og öryggi almennings (Lebensraum) gagnvart hvers kyns hernaðarógn, sameinar sterki maðurinn þjóðfélagið með því að benda á óvini innan þess sjálfs. Til þess að tryggja völdin þarf hann nefnilega að skapa hina réttu blöndu af ótta og feginleika hjá almenningi. Útlendingar eru alltaf tortryggilegir og nýtast því jafnan vel í þessa suðu. Svo þarf að finna réttu minnihlutahópana. Um miðja síðustu öld voru það Gyðingar og hommar. Núna höfum við múslima og fjölbreytt kynseginsamfélag sem sterki maðurinn snýst gegn og minnir á að það séu nú bara tvö kyn. Þá getur obbi fólks aldeilis andað léttar því það tilheyrir jú meirihlutanum. Aðalveruleikanum. Hjúkk, hjúkk, hjúkk. Aukaveruleikinn er merktur skömm og skít, höfnun og dauða. Ekki viltu tilheyra honum? Þú vilt ekki vera múslilmi, kynsegin eða óreiðumaður í heimi sterka mannsins. Nei, hér erum við sko hrein og sönn. Nú verðum við aftur eins og við alltaf áttum að vera. Eins og Guð hafði einmitt ætlað. Nú verðum við stórkostleg að nýju... Í þessu samhengi ígrunda ég orð Jesú um þjónandi forystu: „Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn. En eigi sé yður svo farið heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn. Því hvort er sá meiri sem situr til borðs eða hinn sem þjónar? Er það ekki sá sem situr til borðs? Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn.“[2] Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Walter Wink, 1992, Engaging the Powers, Augsburg Fortress, Minneapolis, Minnesota USA.s. 23 – 26. [2] Lúkasarguðspjall 22. 25-27 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú eru 80 ár frá því síðustu fangar sluppu lifandi úr útrýmingabúðum Þriðja ríkisins. Það er brýnt öryggismál að samfélög heimsins gleymi ekki þróun mála í Þýskalandi nasismans. Við þurfum að skilja hvað veldur þegar félagsauður gufar upp í samfélagi svo fólk hættir að vænta góðs af ókunnugum. Það sem veldur er alltaf einhver uppsöfnuð skömm og andúð sem ekki hefur verið rædd og hugguð. Þá treysta menn ekki lengur á samtalið. Lýðræðið missir trúverðugleika sinn og ákallið um sterka manninn verður hærra og hærra - uns hann birtist! Því hann birtist alltaf. Sterki maðurinn, líkt og Pútín, Netanjahú og Trump, er aldrei sjálfskapaður heldur er hann afurð samfélagsins. Hann er líkömnuð þrá eftir stóra bróður sem kann tökin á hinu endurleysandi ofbeldi sem búa skal öruggan heim fyrir konur og börn. Við höfum haft Jósef Stalín, Augusto Pinochet, Kim Il-sung, Benito Mussolini o.fl. Sterki maðurinn lætur engan komast upp með moðreyk og þegar hann hefur sýnt vald sitt líður heilu þjóðfélögunum eins og nýflengdum börnum. Allt er orðið gott. Allt er öruggt. Aftur. Fyrst tekur hann Úkraínu svo tekur hann Gaza og Grænland. Hvað sem þarf. Innst inni vill hann örugglega vel, vonar fólk. Þótt ekki sé allt fallegt sem hann aðhefst. Er Trump ekki friðarforseti þrátt fyrir allt? Endurlausnarofbeldið, hugmyndin um að hið góða líf eigi forsendu sína í vel heppnaðri valdbeitingu fremur en samráði, er ævafornt.[1] Heimurinn var, jú, skapaður úr hræi hrímþursins Ýmis, ekki satt? Ekkert er nýtt undir sólu. Ekki heldur sterki maðurinn. Meðfram því að tryggja hagsmuni ríkisins og öryggi almennings (Lebensraum) gagnvart hvers kyns hernaðarógn, sameinar sterki maðurinn þjóðfélagið með því að benda á óvini innan þess sjálfs. Til þess að tryggja völdin þarf hann nefnilega að skapa hina réttu blöndu af ótta og feginleika hjá almenningi. Útlendingar eru alltaf tortryggilegir og nýtast því jafnan vel í þessa suðu. Svo þarf að finna réttu minnihlutahópana. Um miðja síðustu öld voru það Gyðingar og hommar. Núna höfum við múslima og fjölbreytt kynseginsamfélag sem sterki maðurinn snýst gegn og minnir á að það séu nú bara tvö kyn. Þá getur obbi fólks aldeilis andað léttar því það tilheyrir jú meirihlutanum. Aðalveruleikanum. Hjúkk, hjúkk, hjúkk. Aukaveruleikinn er merktur skömm og skít, höfnun og dauða. Ekki viltu tilheyra honum? Þú vilt ekki vera múslilmi, kynsegin eða óreiðumaður í heimi sterka mannsins. Nei, hér erum við sko hrein og sönn. Nú verðum við aftur eins og við alltaf áttum að vera. Eins og Guð hafði einmitt ætlað. Nú verðum við stórkostleg að nýju... Í þessu samhengi ígrunda ég orð Jesú um þjónandi forystu: „Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn. En eigi sé yður svo farið heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn. Því hvort er sá meiri sem situr til borðs eða hinn sem þjónar? Er það ekki sá sem situr til borðs? Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn.“[2] Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Walter Wink, 1992, Engaging the Powers, Augsburg Fortress, Minneapolis, Minnesota USA.s. 23 – 26. [2] Lúkasarguðspjall 22. 25-27
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar