Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2025 11:30 Fólk virðir fyrir sér skemmdir á blokk í sunnanverðum Stokkhólmi þar sem sprengja sprakk 18. janúar. Um þrjátíu sprengingar hafa orðið í Svíþjóð bara í þessum mánuði, þar af sex á þriðjudag. Vísir/EPA Tilkynnt hefur verið um þrjátíu sprengingar í Svíþjóð frá áramótum, flestar þeirra í sunnanverðum Stokkhólmi. Sænska lögreglan segir skýr tengsl á milli sprenginganna og glæpasamtaka sem beiti ofbeldi til þess að kúga fé út úr fólki. Forsvarsmenn sænsku lögreglunnar héldu blaðamannafund til þess að ræða tíðar sprengingar og aðgerðir til að stemma stigu við þeim í morgun. Sex sprengingar urðu á þriðjudag, meðal annars í Stokkhólmi og Helsingjaborg og segir Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, það fordæmalaust. Tobias Bergkvist, aðstoðarlögreglustjóri í Stokkhólmi, sagði ástandið alvarlegt á landsvísu, ekki aðeins í höfuðborginni. „Tengslin við glæpasamtök eru mjög skýr. Allir þessir glæpir eru framdir í því samhengi,“ sagði Bergkvist, að því er sænska ríkisútvarpið hefur eftir honum. Ofbeldisaldan hefur stigmagnast, að sögn Hampus Nygårds, næstráðanda aðgerðadeildar landslögreglunnar. Hann sagði flestar sprengingarnar í gróðaskyni. Þau beinist að fyrirtækjum sem glæpamenn fjárkúga. „Þeir krefjast fjár til þess að hætta ofbeldinu og hótununum,“ sagði Nygårds. Brotamennirnir eru oft ungir að árum, allt niður í fimmtán ára gamlir. Glæpasamtökin leita í vaxandi mæli til samfélagsmiðla til þess að ráða ungt fólk til ofbeldisverka. Framboðið á þeim virðist óþrjótandi, að sögn Nygårds. Um fimmtíu manns hafa verið handteknir í 25 málum til þess. Bergkvist sagði að í þeim hópi væru sprengjuvargar, sprengjusmiðir og einstaklingar sem hefðu verið handteknir erlendis. Lögreglan kæmi í veg fyrir frekari sprengingar og skotárásir í hverri viku en það dugi ekki til. „Lögreglan safnar nú liði, sérstaklega í Stokkhólmi en líka á landsvísu. Við grípum til aðgerða, til dæmis með liðsauka frá öðrum lögregluudæmum,“ sagði aðstoðarlögreglustjórinn. Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. 18. október 2024 09:35 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Forsvarsmenn sænsku lögreglunnar héldu blaðamannafund til þess að ræða tíðar sprengingar og aðgerðir til að stemma stigu við þeim í morgun. Sex sprengingar urðu á þriðjudag, meðal annars í Stokkhólmi og Helsingjaborg og segir Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, það fordæmalaust. Tobias Bergkvist, aðstoðarlögreglustjóri í Stokkhólmi, sagði ástandið alvarlegt á landsvísu, ekki aðeins í höfuðborginni. „Tengslin við glæpasamtök eru mjög skýr. Allir þessir glæpir eru framdir í því samhengi,“ sagði Bergkvist, að því er sænska ríkisútvarpið hefur eftir honum. Ofbeldisaldan hefur stigmagnast, að sögn Hampus Nygårds, næstráðanda aðgerðadeildar landslögreglunnar. Hann sagði flestar sprengingarnar í gróðaskyni. Þau beinist að fyrirtækjum sem glæpamenn fjárkúga. „Þeir krefjast fjár til þess að hætta ofbeldinu og hótununum,“ sagði Nygårds. Brotamennirnir eru oft ungir að árum, allt niður í fimmtán ára gamlir. Glæpasamtökin leita í vaxandi mæli til samfélagsmiðla til þess að ráða ungt fólk til ofbeldisverka. Framboðið á þeim virðist óþrjótandi, að sögn Nygårds. Um fimmtíu manns hafa verið handteknir í 25 málum til þess. Bergkvist sagði að í þeim hópi væru sprengjuvargar, sprengjusmiðir og einstaklingar sem hefðu verið handteknir erlendis. Lögreglan kæmi í veg fyrir frekari sprengingar og skotárásir í hverri viku en það dugi ekki til. „Lögreglan safnar nú liði, sérstaklega í Stokkhólmi en líka á landsvísu. Við grípum til aðgerða, til dæmis með liðsauka frá öðrum lögregluudæmum,“ sagði aðstoðarlögreglustjórinn.
Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. 18. október 2024 09:35 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. 18. október 2024 09:35