Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 21:01 Sigrún segir veðurspána benda til þess að snjór á húsþökum fari senn af stað. Vísir/Ragnar Dagur Þungar snjóhengjur og grýlukerti sem hanga víða fram af húsþökum geta valdið miklu tjóni, lendi þær á fólki eða bílum. Sérfræðingur í forvörnum segir slík slys verða á hverju ári. Veðurspáin næstu daga lofar ekki góðu. Grýlukerti og snjóhengjur hafa safnast saman á þökum víða um höfuðborgarsvæðið eftir snjó og kulda síðustu daga. Mikilvægt er að fólk hafi varann á þegar það gengur við hús eða leggur bílum sínum, að sögn forvarnasérfræðings. „Því að fólk getur slasað sig illa ef það fær nokkurra kílóa snjóhengju og klakabúnt yfir sig,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Húseigendur beri ábyrgð Vegfarendur eru þó ekki þeir einu sem ættu að hafa hengjurnar í huga, og bera raunar síður ábyrgð á tjóni sem hlotist getur af. Það séu húseigendur sem beri ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að forða tjóni. „Annað hvort er að ná snjóhengjunum niður, sem er alls ekki alltaf hægt. Þar sem það er ekki hægt er að afmarka svæðið fyrir neðan þannig að enginn sé undir.“ Ekki algeng slys en árleg þó Er þetta algengt, þessi mál þar sem fólk fær grýlukerti eða annað á sig? „Nei, sem betur fer eru þetta nú ekki algeng slys og tjón. En þau verða því miður á hverju ári þannig að það er alveg þess vert að vekja athygli á þessu og hvetja fólk til að horfa svolítið upp fyrir sig.“ Veðurspá næstu daga bendi til þess að snjóhengjurnar fari senn að falla í auknum mæli. „Það er að fara að hlýna og hvessa. Strax á morgun byrjar að hlýna og enn meira á föstudag. Ég tala nú ekki um helgina, þegar það verður bara mígandi rigning og hávaðarok.“ Veður Tryggingar Slysavarnir Tengdar fréttir „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30 Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41 Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt og að víðast hvar verði léttskýjað og því fallegt vetrarveður í vændum. 29. janúar 2025 07:07 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Grýlukerti og snjóhengjur hafa safnast saman á þökum víða um höfuðborgarsvæðið eftir snjó og kulda síðustu daga. Mikilvægt er að fólk hafi varann á þegar það gengur við hús eða leggur bílum sínum, að sögn forvarnasérfræðings. „Því að fólk getur slasað sig illa ef það fær nokkurra kílóa snjóhengju og klakabúnt yfir sig,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Húseigendur beri ábyrgð Vegfarendur eru þó ekki þeir einu sem ættu að hafa hengjurnar í huga, og bera raunar síður ábyrgð á tjóni sem hlotist getur af. Það séu húseigendur sem beri ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að forða tjóni. „Annað hvort er að ná snjóhengjunum niður, sem er alls ekki alltaf hægt. Þar sem það er ekki hægt er að afmarka svæðið fyrir neðan þannig að enginn sé undir.“ Ekki algeng slys en árleg þó Er þetta algengt, þessi mál þar sem fólk fær grýlukerti eða annað á sig? „Nei, sem betur fer eru þetta nú ekki algeng slys og tjón. En þau verða því miður á hverju ári þannig að það er alveg þess vert að vekja athygli á þessu og hvetja fólk til að horfa svolítið upp fyrir sig.“ Veðurspá næstu daga bendi til þess að snjóhengjurnar fari senn að falla í auknum mæli. „Það er að fara að hlýna og hvessa. Strax á morgun byrjar að hlýna og enn meira á föstudag. Ég tala nú ekki um helgina, þegar það verður bara mígandi rigning og hávaðarok.“
Veður Tryggingar Slysavarnir Tengdar fréttir „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30 Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41 Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt og að víðast hvar verði léttskýjað og því fallegt vetrarveður í vændum. 29. janúar 2025 07:07 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
„Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30
Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41
Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt og að víðast hvar verði léttskýjað og því fallegt vetrarveður í vændum. 29. janúar 2025 07:07