Norska stjórnin gæti sprungið í dag Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 08:56 Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra. Dagar ríkisstjórnar hans og Miðflokksins virðast vera taldir. Vísir/EPA Líklegt er talið að samsteypustjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins í Noregi springi jafnvel strax í dag. Þrátefli er sagt uppi á milli flokkanna um hvort innleiða eigi Evróputilskipanir sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Heimildir norska ríkisútvarpsins herma að líklegasta niðurstaðan sé að Miðflokkurinn gangi út úr ríkisstjórnarsamstarfinu. Það gæti jafnvel gerst strax eftir fyrirhugaðan fund flokksmanna í dag. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, er sagður hafa afboðað sig á viðburð í dag vegna neyðarástandsins á stjórnarheimilinu. Verkamannaflokkurinn telur nauðsynlegt að innleiða strax evrópsku tilskipanirnar en Miðflokkurinn hafnar frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum. Deilurnar eiga sér í stað í skugga áhyggna Norðmanna af sögulega háu raforkuverði í vetur. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu hvor í sínu horni í gær en það virðist ekki hafa breytt afstöðu þeirra. Nokkrir flokkar á norska þinginu og hluti verkalýðshreyfingarinnar er sagður vilja að Noregur segi sig alfarið úr samstarfi við ESB í orkumálum. Sérfræðingar sem norska ríkisútvarpið hefur rætt við segja að það gæti stefnt EES-samningum sjálfum í tvísýnu. Ísland á aðild að samningnum auk Noregs og Liechtenstein. Þingkosningar eiga að fara fram í Noregi í september. Gangi Miðflokkurinn úr ríkisstjórninni þyrfti Verkamannaflokkurinn að reiða sig á stuðning nokkurra flokka til þess að koma málum í gegnum þingið. Noregur Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna í Noregi funda um framtíð samstarfs þeirra í dag. Óeining á milla flokkanna um svonefndan fjórða orkupakka Evrópusambandsins gæti splundrað stjórninni. 29. janúar 2025 10:48 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Heimildir norska ríkisútvarpsins herma að líklegasta niðurstaðan sé að Miðflokkurinn gangi út úr ríkisstjórnarsamstarfinu. Það gæti jafnvel gerst strax eftir fyrirhugaðan fund flokksmanna í dag. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, er sagður hafa afboðað sig á viðburð í dag vegna neyðarástandsins á stjórnarheimilinu. Verkamannaflokkurinn telur nauðsynlegt að innleiða strax evrópsku tilskipanirnar en Miðflokkurinn hafnar frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum. Deilurnar eiga sér í stað í skugga áhyggna Norðmanna af sögulega háu raforkuverði í vetur. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu hvor í sínu horni í gær en það virðist ekki hafa breytt afstöðu þeirra. Nokkrir flokkar á norska þinginu og hluti verkalýðshreyfingarinnar er sagður vilja að Noregur segi sig alfarið úr samstarfi við ESB í orkumálum. Sérfræðingar sem norska ríkisútvarpið hefur rætt við segja að það gæti stefnt EES-samningum sjálfum í tvísýnu. Ísland á aðild að samningnum auk Noregs og Liechtenstein. Þingkosningar eiga að fara fram í Noregi í september. Gangi Miðflokkurinn úr ríkisstjórninni þyrfti Verkamannaflokkurinn að reiða sig á stuðning nokkurra flokka til þess að koma málum í gegnum þingið.
Noregur Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna í Noregi funda um framtíð samstarfs þeirra í dag. Óeining á milla flokkanna um svonefndan fjórða orkupakka Evrópusambandsins gæti splundrað stjórninni. 29. janúar 2025 10:48 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna í Noregi funda um framtíð samstarfs þeirra í dag. Óeining á milla flokkanna um svonefndan fjórða orkupakka Evrópusambandsins gæti splundrað stjórninni. 29. janúar 2025 10:48