Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 14:21 Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ekki sátt við arftaka sinn í foyrstu Kristilegra demókrata. AP/Martin Meissner Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands eftirmann sinn í leiðtogasæti Kristilegra demókrata fyrir að hafa nýtt sér stuðning öfgahægriflokks til þess að koma ályktun í gengum þingið í gær. Fátítt er að Merkel blandi sér í dægurþras stjórnmála eftir að hún lét af embætti. Þýska þingið samþykkti naumlega ályktun Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, um að herða tökin á landamærunum í kjölfar þess að afgangskur hælisleitandi stakk tvo til bana í síðustu viku. Atkvæði þingmanna Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) þurfti til að ályktunin yrði samþykkt en til þessa hafa aðrir flokkar svarið af sér samstarf við hann. Olaf Scholz, kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, sakaði Merz um að rjúfa samstöðu flokkanna frá því eftir tíma nasismans um að útiloka öfgahægrimenn. Merz sagðist harma að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD en að það ætti ekki að spilla fyrir málinu. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar og skoðanakannanir benda til þess að AfD gæti orðið næststærsti flokkurinn á eftir Kristilegum demókrötum. Ákvörðun Merz um að koma ályktuninni í gegn með hjálp AfD varð til þess að Merkel, sem var leiðtogi Kristilegra demókrata og kanslari um árabil, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún minnti á að Merz hefði sjálfur sagt að ekki ætti að samþykkja nein mál með stuðningi flokksins fyrir kosningar í nóvember. „Ég tel að það sé rangt að telja sig ekki lengur skuldbundinn af þessari tillögu og að mynda með fullri meðvitund meirihluta með AfD í atkvæðagreiðslu í þýska þinginu 29. janúar,“ sagði fyrrum kanslarinn. Hvatti hún allra lýðræðissinna flokka til þess að standa saman og gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem varð tilefni ályktunarinnar sem hægrimenn á þinginu samþykktu í gær. Merz tók við af Merkel þegar hún lét af embætti árið 2021. Hann er sagður íhaldssamari en hún, sérstaklega í innflytjendamálum. Í síðustu viku gagnrýndi hann forvera sinn þegar hann sagði að Þýskaland hefði haft „misráðna hælis- og innflytjendastefnu“ í áratug í stjórnartíð Merkel. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Þýska þingið samþykkti naumlega ályktun Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, um að herða tökin á landamærunum í kjölfar þess að afgangskur hælisleitandi stakk tvo til bana í síðustu viku. Atkvæði þingmanna Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) þurfti til að ályktunin yrði samþykkt en til þessa hafa aðrir flokkar svarið af sér samstarf við hann. Olaf Scholz, kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, sakaði Merz um að rjúfa samstöðu flokkanna frá því eftir tíma nasismans um að útiloka öfgahægrimenn. Merz sagðist harma að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD en að það ætti ekki að spilla fyrir málinu. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar og skoðanakannanir benda til þess að AfD gæti orðið næststærsti flokkurinn á eftir Kristilegum demókrötum. Ákvörðun Merz um að koma ályktuninni í gegn með hjálp AfD varð til þess að Merkel, sem var leiðtogi Kristilegra demókrata og kanslari um árabil, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún minnti á að Merz hefði sjálfur sagt að ekki ætti að samþykkja nein mál með stuðningi flokksins fyrir kosningar í nóvember. „Ég tel að það sé rangt að telja sig ekki lengur skuldbundinn af þessari tillögu og að mynda með fullri meðvitund meirihluta með AfD í atkvæðagreiðslu í þýska þinginu 29. janúar,“ sagði fyrrum kanslarinn. Hvatti hún allra lýðræðissinna flokka til þess að standa saman og gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem varð tilefni ályktunarinnar sem hægrimenn á þinginu samþykktu í gær. Merz tók við af Merkel þegar hún lét af embætti árið 2021. Hann er sagður íhaldssamari en hún, sérstaklega í innflytjendamálum. Í síðustu viku gagnrýndi hann forvera sinn þegar hann sagði að Þýskaland hefði haft „misráðna hælis- og innflytjendastefnu“ í áratug í stjórnartíð Merkel.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira