Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2025 14:40 Eins og sjá má er auga konunnar illa leikið eftir að sprautan sprakk. aðsend Kona nokkur í Reykjavík lenti í óhugnanlegu atviki á sunnudaginn var. Rjómasprauta sem hún var að skrúfa saman sprakk með miklum látum og þeyttist tappinn í augað á henni. „Áverkinn er skurður á augnloki og augabrún, blæðing inni í auga og beinbrot í augntóft,“ segir konan í samtali við Vísi. Hún vill endilega vara fólk við þessum algengu heimilistækjum. Ef fólk er ekki til í að henda sprautunum, þá í það minnsta endurnýja þær reglulega. Tveir millimetrar og augað væri farið Hún hafði verið að undirbúa vöfflukaffi og var dóttir hennar 24 ára gömul viðstödd þegar slysið varð. „Þetta gerist þegar ég var að skrúfa hylkið með gasinu á. Ég heyrði gasið þrýstast inn og stuttu síðar sprakk sprautan með þeim afleiðingum að gashylkið með tappanum skutluðust af miklu afli beint í augað. Minnstu mátti muna, kannski svona 2 millimetrum, að augað yrði fyrir óafturkræfum skaða.“ Konan, sem starfar sem læknir, segist hafa „googlað“ sig til um þetta og komist að því að erlendis sé nokkuð um svona slys og meira að segja eru dæmi um að fólk hafi látið lífið sem hafi lent í svona nokkru. „Einhverjar sprautur voru innkallaðar á sínum tíma. En verst er að ég veit ekki hvort mín sprauta var þeirrar gerðar. Ég sé ekki hver framleiðandinn er né man ég hvar ég keypti sprautuna. En hún er svona fjögurra ára gömul.“ Veit ekki hverrar gerðar sprautan er Ekki bara veit konan ekki hverrar gerðar þessi sprauta er, hún man ómögulega hvar hún keypti hana. Konan vill fyrir alla muni vara við þessum tækjum sem margir líta á sem nauðsynlegt heimilistæki, meðan helstu gúrmé-menn vilja meina að rjóminn úr svona sprautum verði of stífþeyttur. Vísir greindi frá því fyrir í júní á síðasta ári þegar Sodastream flaska sprakk í frumeindir sínar, víst er að alvarleg slys gerast ekki síst inni á heimilum fólks. „Ég hélt fyrst að ég hefði misst augað. Þetta var rosaleg sprengingin, við fengum suð í eyrun og svo fór þetta í augntóftina og augað. Ég þorði ekki að taka hendina frá í nokkrar mínútur. Það blæddi mikið en ég vildi ekki að dóttir mín sæi augað hanga út úr. Svo reif hún höndina frá og hún gat séð að augað var á sínum stað.“ Ráðleggur fólki að endurnýja sprautur sínar Svo vel vill til að barnsfaðir konunnar, faðir dótturinnar, er augnskurðlæknir og gat hann skoðað augað fljótlega eftir að tappinn skaust í það. „Það var erfitt að opna augað. Og það er blæðing inni í því en það verður heilt. En það er brot inni í í augntóftinni. Hylkið fór bæði á augnlokið og á augað en líka á augnbrúnina og beinið þar. Eins og ég segi, ef það hefði farið 2 mm neðar hefði augað splundrast.“ Konan segist ljónheppin, tveir millimetrar og hún væri eineyg. Hún telur ljóst að margir séu með eldri týpur af rjómasprautum. „Mamma var að henda sinni sem er um 20 ára. Það eru örugglega margir með eldri.“ Þessi reynsla hefur gert lækninn hvekktan og skal engan undra og er konan nú óörugg gagnvart öllum slíkum tækjum. Neytendur Slysavarnir Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Áverkinn er skurður á augnloki og augabrún, blæðing inni í auga og beinbrot í augntóft,“ segir konan í samtali við Vísi. Hún vill endilega vara fólk við þessum algengu heimilistækjum. Ef fólk er ekki til í að henda sprautunum, þá í það minnsta endurnýja þær reglulega. Tveir millimetrar og augað væri farið Hún hafði verið að undirbúa vöfflukaffi og var dóttir hennar 24 ára gömul viðstödd þegar slysið varð. „Þetta gerist þegar ég var að skrúfa hylkið með gasinu á. Ég heyrði gasið þrýstast inn og stuttu síðar sprakk sprautan með þeim afleiðingum að gashylkið með tappanum skutluðust af miklu afli beint í augað. Minnstu mátti muna, kannski svona 2 millimetrum, að augað yrði fyrir óafturkræfum skaða.“ Konan, sem starfar sem læknir, segist hafa „googlað“ sig til um þetta og komist að því að erlendis sé nokkuð um svona slys og meira að segja eru dæmi um að fólk hafi látið lífið sem hafi lent í svona nokkru. „Einhverjar sprautur voru innkallaðar á sínum tíma. En verst er að ég veit ekki hvort mín sprauta var þeirrar gerðar. Ég sé ekki hver framleiðandinn er né man ég hvar ég keypti sprautuna. En hún er svona fjögurra ára gömul.“ Veit ekki hverrar gerðar sprautan er Ekki bara veit konan ekki hverrar gerðar þessi sprauta er, hún man ómögulega hvar hún keypti hana. Konan vill fyrir alla muni vara við þessum tækjum sem margir líta á sem nauðsynlegt heimilistæki, meðan helstu gúrmé-menn vilja meina að rjóminn úr svona sprautum verði of stífþeyttur. Vísir greindi frá því fyrir í júní á síðasta ári þegar Sodastream flaska sprakk í frumeindir sínar, víst er að alvarleg slys gerast ekki síst inni á heimilum fólks. „Ég hélt fyrst að ég hefði misst augað. Þetta var rosaleg sprengingin, við fengum suð í eyrun og svo fór þetta í augntóftina og augað. Ég þorði ekki að taka hendina frá í nokkrar mínútur. Það blæddi mikið en ég vildi ekki að dóttir mín sæi augað hanga út úr. Svo reif hún höndina frá og hún gat séð að augað var á sínum stað.“ Ráðleggur fólki að endurnýja sprautur sínar Svo vel vill til að barnsfaðir konunnar, faðir dótturinnar, er augnskurðlæknir og gat hann skoðað augað fljótlega eftir að tappinn skaust í það. „Það var erfitt að opna augað. Og það er blæðing inni í því en það verður heilt. En það er brot inni í í augntóftinni. Hylkið fór bæði á augnlokið og á augað en líka á augnbrúnina og beinið þar. Eins og ég segi, ef það hefði farið 2 mm neðar hefði augað splundrast.“ Konan segist ljónheppin, tveir millimetrar og hún væri eineyg. Hún telur ljóst að margir séu með eldri týpur af rjómasprautum. „Mamma var að henda sinni sem er um 20 ára. Það eru örugglega margir með eldri.“ Þessi reynsla hefur gert lækninn hvekktan og skal engan undra og er konan nú óörugg gagnvart öllum slíkum tækjum.
Neytendur Slysavarnir Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira