Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar 31. janúar 2025 09:32 Þegar barn missir foreldri eða forráðamann er öryggi barnsins eðlilega ógnað. Kvíði barna í kjölfar foreldramissis snýr oft og tíðum að þeim ótta að missa hitt foreldri sitt líka eða aðra nákomna. Eldri börn og unglingar sýna þennan kvíða oftar á praktískari hátt heldur en yngri börn og áhyggjur af fjármálum og þeirra eigin afkomu eru algengar. Spurningar á borð við hver borgar af húsnæði og lánum ef hitt foreldrið fellur líka frá eru ekki óalgengar og eiga það sameiginlegt að snúast um þá grundvallarspurningu barnsins; ,,hver hugsar um mig ef eitthvað kemur fyrir?” Í ljósi þess er mikilvægt fyrir foreldri eða forráðamenn að róa slíkar kvíðahugsanir og gera barninu það ljóst að það þarf ekki að taka á sig skyldur og ábyrgð hinna fullorðnu og það verði fyrir því séð á allan hátt. Börn geta tekið upp á því að haga sér á einhvern hátt eins og manneskjan sem þau misstu, þetta getur verið meðvitað eða ómeðvitað. Oftast gerir það ekkert til en ef börn fara að gera tilraunir til að vera alveg eins og stóri sterki pabbi sem huggaði aðra og veitti öryggi eða mamma sem hélt utan um alla og bar ábyrgð á heimilinu getur það orðið mjög íþyngjandi og streituvaldandi fyrir barnið sem getur ekki ráðið við slíkt hlutverk sem er líka ósanngjarnt gagnvart aldri þess og þroska. Þessi tilraun til að stíga inn í hlutverk þess sem er farinn getur verið þrá eftir nærveru og tengslum við hinn látna eða kvíðaviðbragð. Algeng undirliggjandi tilfinning hjá börnum er: “ef að það verður í lagi með foreldri mitt, þá verður í lagi með mig”. Þegar barn upplifir foreldri eða forráðamann í veikri stöðu og undir miklu álagi getur það því tekið til þess bragðs að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það verði einmitt í lagi með fullorðnu manneskjuna sem á að passa það sjálft. Ekkert barn getur eða á að vera í þeirri stöðu að passa upp á fullorðið fólk. Foreldri sem verður vart við að barnið þeirra er farið að taka á sig óeðlilega ábyrgð, reynir að þóknast eins og hægt er eða hlífir foreldrinu við verkefnum sem foreldrið á að leysa getur þurft að stíga inn í og stoppa barnið sitt af. Þá þarf að setjast niður og útskýra fyrir barninu eða unglingnum að þó að mömmu eða pabba líði vissulega illa og gráti jafnvel stundum að þá þurfi barnið ekki að hafa áhyggjur af foreldrinu. Foreldrið þarf að láta barnið sitt hvíla í því að þau fullorðnu ráði við aðstæðurnar, að það verði í lagi með foreldrið þrátt fyrir allt og að foreldrið passi upp á barnið en ekki öfugt. Einnig getur verið gott að fá barnið til að hugsa um öll þau sem eru þeim stuðningur og eru líka til staðar fyrir foreldri þeirra. Stundum þarf að endurtaka svona samtöl nokkrum sinnum svo að barnið sleppi tökunum af óttanum og þessari óeðlilegu ábyrgðartilfinningu. Hlutverk í fjölskyldum geta riðlast við áföll og það er mikilvægt fyrir þau sem eru yngst og óþroskuð að fullorðna fólkið beri ábyrgð á sjálfu sér og börnunum svo að unga fólkið þurfi þess ekki. Auðvitað getur það gerst að uppeldisaðili lendi á vegg eftir missi og geti raunverulega ekki sinnt öllum þörfum barna sinna. Þá skiptir stuðningsnetið öllu máli og að annað fullorðið fólk grípi boltana. Þar getur það líka verið algjör björgun að þiggja faglegan stuðning. Því miður er bakland fólks mjög mismunandi og við skulum ekki vanmeta gildi þess þegar fólk í nærumhverfinu býðst til að létta undir t.d. þegar aðrir foreldrar skutla eða sækja á æfingu eða bjóða barni sem hefur misst að koma með í eitthvað skemmtilegt á frídegi. Allir foreldrar í krefjandi aðstæðum þurfa stuðning og hjálp við að skapa rými til að hvílast og endurnærast til að vera aflögufær fyrir börnin sín. Það er nefnilega ekki eins manns verk að koma barni til manns. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar barn missir foreldri eða forráðamann er öryggi barnsins eðlilega ógnað. Kvíði barna í kjölfar foreldramissis snýr oft og tíðum að þeim ótta að missa hitt foreldri sitt líka eða aðra nákomna. Eldri börn og unglingar sýna þennan kvíða oftar á praktískari hátt heldur en yngri börn og áhyggjur af fjármálum og þeirra eigin afkomu eru algengar. Spurningar á borð við hver borgar af húsnæði og lánum ef hitt foreldrið fellur líka frá eru ekki óalgengar og eiga það sameiginlegt að snúast um þá grundvallarspurningu barnsins; ,,hver hugsar um mig ef eitthvað kemur fyrir?” Í ljósi þess er mikilvægt fyrir foreldri eða forráðamenn að róa slíkar kvíðahugsanir og gera barninu það ljóst að það þarf ekki að taka á sig skyldur og ábyrgð hinna fullorðnu og það verði fyrir því séð á allan hátt. Börn geta tekið upp á því að haga sér á einhvern hátt eins og manneskjan sem þau misstu, þetta getur verið meðvitað eða ómeðvitað. Oftast gerir það ekkert til en ef börn fara að gera tilraunir til að vera alveg eins og stóri sterki pabbi sem huggaði aðra og veitti öryggi eða mamma sem hélt utan um alla og bar ábyrgð á heimilinu getur það orðið mjög íþyngjandi og streituvaldandi fyrir barnið sem getur ekki ráðið við slíkt hlutverk sem er líka ósanngjarnt gagnvart aldri þess og þroska. Þessi tilraun til að stíga inn í hlutverk þess sem er farinn getur verið þrá eftir nærveru og tengslum við hinn látna eða kvíðaviðbragð. Algeng undirliggjandi tilfinning hjá börnum er: “ef að það verður í lagi með foreldri mitt, þá verður í lagi með mig”. Þegar barn upplifir foreldri eða forráðamann í veikri stöðu og undir miklu álagi getur það því tekið til þess bragðs að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það verði einmitt í lagi með fullorðnu manneskjuna sem á að passa það sjálft. Ekkert barn getur eða á að vera í þeirri stöðu að passa upp á fullorðið fólk. Foreldri sem verður vart við að barnið þeirra er farið að taka á sig óeðlilega ábyrgð, reynir að þóknast eins og hægt er eða hlífir foreldrinu við verkefnum sem foreldrið á að leysa getur þurft að stíga inn í og stoppa barnið sitt af. Þá þarf að setjast niður og útskýra fyrir barninu eða unglingnum að þó að mömmu eða pabba líði vissulega illa og gráti jafnvel stundum að þá þurfi barnið ekki að hafa áhyggjur af foreldrinu. Foreldrið þarf að láta barnið sitt hvíla í því að þau fullorðnu ráði við aðstæðurnar, að það verði í lagi með foreldrið þrátt fyrir allt og að foreldrið passi upp á barnið en ekki öfugt. Einnig getur verið gott að fá barnið til að hugsa um öll þau sem eru þeim stuðningur og eru líka til staðar fyrir foreldri þeirra. Stundum þarf að endurtaka svona samtöl nokkrum sinnum svo að barnið sleppi tökunum af óttanum og þessari óeðlilegu ábyrgðartilfinningu. Hlutverk í fjölskyldum geta riðlast við áföll og það er mikilvægt fyrir þau sem eru yngst og óþroskuð að fullorðna fólkið beri ábyrgð á sjálfu sér og börnunum svo að unga fólkið þurfi þess ekki. Auðvitað getur það gerst að uppeldisaðili lendi á vegg eftir missi og geti raunverulega ekki sinnt öllum þörfum barna sinna. Þá skiptir stuðningsnetið öllu máli og að annað fullorðið fólk grípi boltana. Þar getur það líka verið algjör björgun að þiggja faglegan stuðning. Því miður er bakland fólks mjög mismunandi og við skulum ekki vanmeta gildi þess þegar fólk í nærumhverfinu býðst til að létta undir t.d. þegar aðrir foreldrar skutla eða sækja á æfingu eða bjóða barni sem hefur misst að koma með í eitthvað skemmtilegt á frídegi. Allir foreldrar í krefjandi aðstæðum þurfa stuðning og hjálp við að skapa rými til að hvílast og endurnærast til að vera aflögufær fyrir börnin sín. Það er nefnilega ekki eins manns verk að koma barni til manns. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar