Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 12:20 Í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð við Ólafsvíkurenni, meðal annars yfir veg. aðsend Fjórtán íbúar á Patreksfirði, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu, hafa nú mátt snúa heim eftir á hættustigi var aflétt. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn víða í gildi en Veðurstofunni er kunnugt um nokkur krapaflóð sem hafa fallið frá því í gær, meðal annars yfir vegi á Vesturlandi og á Austfjörðum. Varðskip Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu fyrir vestan og almenningur er hvattur til að fylgjast vel með færð enda geti vegir lokast vegna ofanflóða. Í kjölfar hlýinda og rigninga hafa krapaflóð fallið á Austfjörðum í nótt, meðal annars í Berufirði, við Stöðvarfjörð og í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Óvissustig vegna ofanflóða er enn í gildi á Sunnan verðum Vestfjörðum, Vesturlandi og á Austfjörðum. Heiður Þórisdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt veðurstofunnar, segir Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um nokkur krapaflóð sem fallið hafa frá því í gær. „Það hafa nokkur krapaflóð á sunnanverðum Austfjörðum yfir vegi. Í sunnan verðum Fáskrúðsfirði, og sunnar en það, Stöðvarfirði, Berufirði og fleira. Svo í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð í Ólafsvíkurenni fyrir vestan. Það eru helstu tilkynningarnar um flóð sem við höfum fengið,” segir Heiður. Vegfarendur og ferðamenn eru sem fyrr hvattir til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Engar formlegar rýmingar eru lengur í gildi en þó mikilvægt að gera varúðarráðstafanir á ákveðnum svæðum að sögn Heiðar. „Bæði í húsum á Patreksfirði og á Stöðvarfirði næst krapaflóðafarvegum, og í Ólafsvík þá er atvinnuhúsareitur undir Ólafsvíkurenni og þau hús eru öll mannlaus,“ segir Heiður. „Nú er þessi varúð sem tekur við sem felst í því að íbúar sem búa næst þessum farvegum fari varlega í kringum farvegina og séu ekki að dvelja í herbergjum sem eru með glugga sem vísa í átt að fjallshlíðinni,“ segir Heiður. Áfram er mælst til þess að vegfarendur og aðrir fari varlega í grennd við vatnsfarvegi þar sem aukin hætta er á krapaflóðum og eins undir bröttum hlíðum þar sem aur- og grjótskriður gætu fallið. Rýming gekk vel á Patreksfirði Í gærkvöldi voru sex hús rýmd á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu og gekk rýming vel að sögn Hlyns Hafberg Snorrasonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. „Það var ákveðið að rýma sex hús plús bæjarskrifstofu Vesturbyggðar og það þurftu fjórtán manns að yfirgefa heimili sín. Níu af þeim fóru í gistingu á vegum sveitarfélagsins en hinir fóru til vina og vandamanna. Þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir Hlynur. Hættustigi var aflýst skömmu fyrir hádegi í dag og hefur fólkið því færi á að snúa aftur heim. „Það mátti alveg búast við því að það yrði rof á samgöngum í þessum aðstæðum. Landhelgisgæslan, sem fyrr, bregst alltaf vel við og sendi varðskipið Þór til okkar í gærkvöldi og það skip er nú úti á flóanum okkur til halds og trausts ef einhver veikindi eða slys eða eitthvað annað kæmi uppá og fjallvegir eða vegir á milli byggðalaga eru lokaðir. Annað hvort vegna óveðurs eða ofanflóðahættu,“ segir Hlynur. Hlynur og Heiður hvetja bæði alla sem eru á ferð milli byggðalaga til að fylgjast vel með færð á vef Vegagerðarinnar enda geta vegir lokast ef flóð falla yfir vegi eða hætta talin mikil á ofanflóðum. Vesturbyggð Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Almannavarnir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Í kjölfar hlýinda og rigninga hafa krapaflóð fallið á Austfjörðum í nótt, meðal annars í Berufirði, við Stöðvarfjörð og í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Óvissustig vegna ofanflóða er enn í gildi á Sunnan verðum Vestfjörðum, Vesturlandi og á Austfjörðum. Heiður Þórisdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt veðurstofunnar, segir Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um nokkur krapaflóð sem fallið hafa frá því í gær. „Það hafa nokkur krapaflóð á sunnanverðum Austfjörðum yfir vegi. Í sunnan verðum Fáskrúðsfirði, og sunnar en það, Stöðvarfirði, Berufirði og fleira. Svo í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð í Ólafsvíkurenni fyrir vestan. Það eru helstu tilkynningarnar um flóð sem við höfum fengið,” segir Heiður. Vegfarendur og ferðamenn eru sem fyrr hvattir til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Engar formlegar rýmingar eru lengur í gildi en þó mikilvægt að gera varúðarráðstafanir á ákveðnum svæðum að sögn Heiðar. „Bæði í húsum á Patreksfirði og á Stöðvarfirði næst krapaflóðafarvegum, og í Ólafsvík þá er atvinnuhúsareitur undir Ólafsvíkurenni og þau hús eru öll mannlaus,“ segir Heiður. „Nú er þessi varúð sem tekur við sem felst í því að íbúar sem búa næst þessum farvegum fari varlega í kringum farvegina og séu ekki að dvelja í herbergjum sem eru með glugga sem vísa í átt að fjallshlíðinni,“ segir Heiður. Áfram er mælst til þess að vegfarendur og aðrir fari varlega í grennd við vatnsfarvegi þar sem aukin hætta er á krapaflóðum og eins undir bröttum hlíðum þar sem aur- og grjótskriður gætu fallið. Rýming gekk vel á Patreksfirði Í gærkvöldi voru sex hús rýmd á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu og gekk rýming vel að sögn Hlyns Hafberg Snorrasonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. „Það var ákveðið að rýma sex hús plús bæjarskrifstofu Vesturbyggðar og það þurftu fjórtán manns að yfirgefa heimili sín. Níu af þeim fóru í gistingu á vegum sveitarfélagsins en hinir fóru til vina og vandamanna. Þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir Hlynur. Hættustigi var aflýst skömmu fyrir hádegi í dag og hefur fólkið því færi á að snúa aftur heim. „Það mátti alveg búast við því að það yrði rof á samgöngum í þessum aðstæðum. Landhelgisgæslan, sem fyrr, bregst alltaf vel við og sendi varðskipið Þór til okkar í gærkvöldi og það skip er nú úti á flóanum okkur til halds og trausts ef einhver veikindi eða slys eða eitthvað annað kæmi uppá og fjallvegir eða vegir á milli byggðalaga eru lokaðir. Annað hvort vegna óveðurs eða ofanflóðahættu,“ segir Hlynur. Hlynur og Heiður hvetja bæði alla sem eru á ferð milli byggðalaga til að fylgjast vel með færð á vef Vegagerðarinnar enda geta vegir lokast ef flóð falla yfir vegi eða hætta talin mikil á ofanflóðum.
Vesturbyggð Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Almannavarnir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira