„Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. febrúar 2025 19:32 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/ Jón Gautur Þór Þorlákshöfn vann Hauka með minnsta mun 99-100 á útivelli. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var fyrsti sigur Þórs á útivelli síðan 24. október. „Við erum búnir að tapa með þremur stigum eða minna á móti Njarðvík, KR og ÍR. Það var sætt að vinna einn jafnan leik og við vorum búnir að tapa tveimur í röð og það var gott að vinna Hauka í Ólafssal og þetta er lið sem vann Tindastól á heimavelli,“ sagði Lárus ánægður með sigurinn. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur þar sem Haukar gerðu 37 stig í fyrsta leikhluta en aðeins 15 stig í öðrum leikhluta. „Það var meiri ákefð varnarlega. Við vorum að gefa ákveðnum leikmönnum skot sem voru að hitta. Ég held að þeir hafi verið með 75 prósent skotnýtingu eftir fyrsta leikhluta og við spiluðum betri vörn í öðrum leikhluta. Þriðji leikhluti var síðan góður fyrir utan síðustu tvær mínúturnar sem varð til þess að Haukar komust aftur inn í leikinn.“ Lárus fór yfir æsispennandi lokamínútu þar sem Þór hafði öllu að tapa að hans mati á meðan Haukar höfðu engu að tapa. „Þetta var naglbítur. Þeir voru komnir með blóð á tennurnar í fjórða leikhluta og þeir eru að reyna að bjarga sér frá falli og þetta er lið sem hefur engu að tapa og við höfðum öllu að tapa.“ „Við vorum orðnir stressaðir um það hvort við myndum ná að klára þetta eða ekki. Þeir voru að sækja sigurinn og höfðum engu að tapa. Þeim fannst þetta gaman, hjá okkur var þetta erfitt og svona eru bara íþróttir og það var meiri pressa á okkur í fjórða leikhluta.“ Nikolas Tomsick var hetja Þórs þar sem hann gerði sigurkörfuna ásamt því að gera 20 stig í fyrri hálfleik „Það voru margar stórar körfur í lokin. Mér fannst Mustapha Heron gera vel líka og hann setti fjögur stig þegar við þurftum á því að halda. Það var flott hjá Tomisck að klára þetta en Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik,“ sagði Lárus að lokum. Þór Þorlákshöfn Bónus-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Sjá meira
„Við erum búnir að tapa með þremur stigum eða minna á móti Njarðvík, KR og ÍR. Það var sætt að vinna einn jafnan leik og við vorum búnir að tapa tveimur í röð og það var gott að vinna Hauka í Ólafssal og þetta er lið sem vann Tindastól á heimavelli,“ sagði Lárus ánægður með sigurinn. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur þar sem Haukar gerðu 37 stig í fyrsta leikhluta en aðeins 15 stig í öðrum leikhluta. „Það var meiri ákefð varnarlega. Við vorum að gefa ákveðnum leikmönnum skot sem voru að hitta. Ég held að þeir hafi verið með 75 prósent skotnýtingu eftir fyrsta leikhluta og við spiluðum betri vörn í öðrum leikhluta. Þriðji leikhluti var síðan góður fyrir utan síðustu tvær mínúturnar sem varð til þess að Haukar komust aftur inn í leikinn.“ Lárus fór yfir æsispennandi lokamínútu þar sem Þór hafði öllu að tapa að hans mati á meðan Haukar höfðu engu að tapa. „Þetta var naglbítur. Þeir voru komnir með blóð á tennurnar í fjórða leikhluta og þeir eru að reyna að bjarga sér frá falli og þetta er lið sem hefur engu að tapa og við höfðum öllu að tapa.“ „Við vorum orðnir stressaðir um það hvort við myndum ná að klára þetta eða ekki. Þeir voru að sækja sigurinn og höfðum engu að tapa. Þeim fannst þetta gaman, hjá okkur var þetta erfitt og svona eru bara íþróttir og það var meiri pressa á okkur í fjórða leikhluta.“ Nikolas Tomsick var hetja Þórs þar sem hann gerði sigurkörfuna ásamt því að gera 20 stig í fyrri hálfleik „Það voru margar stórar körfur í lokin. Mér fannst Mustapha Heron gera vel líka og hann setti fjögur stig þegar við þurftum á því að halda. Það var flott hjá Tomisck að klára þetta en Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik,“ sagði Lárus að lokum.
Þór Þorlákshöfn Bónus-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti