Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar 3. febrúar 2025 11:02 Einn þekktasti bloggari landsins er án efa Þórður Snær Júlíusson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Vöktu bloggfærslur hans verðskuldaða athygli í aðdraganda nýliðinna Alþingiskosninga, en nú hefur hann birt sína eina ótrúlegustu bloggfærslu hingað til undir titlinum „Af meintum boðflennum og tilfinningalegum herbergjum.“ á nýrri bloggsíðu sinni sem ber nafnið Kjarnyrt, sem er örlítið kaldhæðnisleg nafngift þar sem færslan er allt annað en kjarnyrt, heldur náði hann einhvern veginn að teygja hana í tæplega 2000 orð. Hin meinta hnignun fjölmiðla Þórður eyðir bróðurparti greinarinnar í að barma sér yfir meintri hnignun fjölmiðla en fer svo réttilega yfir mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og hlutverk þeirra að veita stjórnvöldum aðhald. Hann er hins vegar ekki fyrr búinn að sleppa orðinu þegar hann byrjar að kvarta sáran yfir því að tilteknir fjölmiðlar séu óheiðarlegir og annarlegar hvatir liggi að baki frétta þeirra sem koma ríkisstjórninni illa. Kemur þessi afstaða Þórðar reyndar ekki sérstaklega á óvart miðað við afstöðu ríkisstjórnarflokkana til fjölmiðla, sem birtist glögglega í Facebook færslu félags- og húsnæðismálaráðherra, sem bar þess merki að ráðherrann hefði sett ræðu frá Donald Trump í þýðingarvél Google og birt óbreytta, enda innihélt færslan makalausar ásakanir í garð fjölmiðlamanna sem hún sakaði um „falsfréttir“ án þess þó að hafa fyrir því að tiltaka hvaða atriði fréttarflutningsins voru rangar. Þetta féll heldur betur í kramið hjá stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar og fundu þingmenn og ráðherrar samstarfsflokkanna sig viljuga til að líka við færslu ráðherrans, svo hrifnir voru þeir af henni. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjölmiðlar sæti gagnrýni fyrir störf sín þegar tilefni er til. Hins vegar verður að gera þá kröfu til ráðamanna að gagnrýnin sé málefnaleg en ekki fengin að láni úr leikjafræðabók Bandaríkjaforseta. „Falsfréttirnar“ sem ekki hefði átt að segja Þessar „falsfréttir“ sem fóru svona mikið fyrir brjóstið á ríkisstjórnarflokkunum var umfjöllun um Flokk fólksins sem fékk fyrir mistök greidd framlög frá hinu opinbera sem þau hefðu aldrei átt að fá þar sem flokkurinn hafði aldrei skráð sig á stjórnmálaskrá Skattsins. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa verið í sífelldri vörn allar götur síðan og reynt að afvegaleiða umræðuna með fullyrðingu um að aðrir flokkar voru í sömu stöðu, þ.m.t. Sjálfstæðisflokkurinn, og því væri þetta bara ekkert mál. Svo var hins vegar ekki, enda breyttu aðrir flokkar skráningu sinni í samræmi við lögin árið 2022, sama ár og lögin tóku gildi, og fengu því greidd framlög fyrir árið 2022. Svo einfalt var það. Flokkur fólksins þáði aftur á móti framlög fyrir árin 2022-2024 án þess að hafa skráð sig, og hafa ekki gert enn. Þessi staðreynd virðist ekki eiga erindi til almennings að mati ríkisstjórnarflokkana og allar fréttir um hana eru hreinlega falsfréttir. Stóra herbergismálið Í lokin hneykslast Þórður á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki látið undan kröfu Samfylkingarinnar um að yfirgefa þingflokksherbergi sitt. Skipti það hann engu máli að krafa Samfylkingarinnar var í trássi við reglur Alþingis þar um, eins og staðfest var fyrir helgi af skrifstofustjóra Alþingis. Það er vonandi að Samfylkingin fari að eyða meiri tíma í að huga að mikilvægari málum í þinghúsinu, til dæmis að setja saman þingmálaskrá, frekar en að standa í einhverju óskiljanlegu stríði við aðra flokka um herbergi þeirra í þinghúsinu sem þeir hafa réttmætt tilkall til. Nú eða þau geta fengið Ingu Sæland til að hringja skrifstofustjóra Alþingis og minna hana á vald sitt og ítök í lögreglunni. Annað eins hefur gerst í þessari ríkisstjórn. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Einn þekktasti bloggari landsins er án efa Þórður Snær Júlíusson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Vöktu bloggfærslur hans verðskuldaða athygli í aðdraganda nýliðinna Alþingiskosninga, en nú hefur hann birt sína eina ótrúlegustu bloggfærslu hingað til undir titlinum „Af meintum boðflennum og tilfinningalegum herbergjum.“ á nýrri bloggsíðu sinni sem ber nafnið Kjarnyrt, sem er örlítið kaldhæðnisleg nafngift þar sem færslan er allt annað en kjarnyrt, heldur náði hann einhvern veginn að teygja hana í tæplega 2000 orð. Hin meinta hnignun fjölmiðla Þórður eyðir bróðurparti greinarinnar í að barma sér yfir meintri hnignun fjölmiðla en fer svo réttilega yfir mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og hlutverk þeirra að veita stjórnvöldum aðhald. Hann er hins vegar ekki fyrr búinn að sleppa orðinu þegar hann byrjar að kvarta sáran yfir því að tilteknir fjölmiðlar séu óheiðarlegir og annarlegar hvatir liggi að baki frétta þeirra sem koma ríkisstjórninni illa. Kemur þessi afstaða Þórðar reyndar ekki sérstaklega á óvart miðað við afstöðu ríkisstjórnarflokkana til fjölmiðla, sem birtist glögglega í Facebook færslu félags- og húsnæðismálaráðherra, sem bar þess merki að ráðherrann hefði sett ræðu frá Donald Trump í þýðingarvél Google og birt óbreytta, enda innihélt færslan makalausar ásakanir í garð fjölmiðlamanna sem hún sakaði um „falsfréttir“ án þess þó að hafa fyrir því að tiltaka hvaða atriði fréttarflutningsins voru rangar. Þetta féll heldur betur í kramið hjá stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar og fundu þingmenn og ráðherrar samstarfsflokkanna sig viljuga til að líka við færslu ráðherrans, svo hrifnir voru þeir af henni. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjölmiðlar sæti gagnrýni fyrir störf sín þegar tilefni er til. Hins vegar verður að gera þá kröfu til ráðamanna að gagnrýnin sé málefnaleg en ekki fengin að láni úr leikjafræðabók Bandaríkjaforseta. „Falsfréttirnar“ sem ekki hefði átt að segja Þessar „falsfréttir“ sem fóru svona mikið fyrir brjóstið á ríkisstjórnarflokkunum var umfjöllun um Flokk fólksins sem fékk fyrir mistök greidd framlög frá hinu opinbera sem þau hefðu aldrei átt að fá þar sem flokkurinn hafði aldrei skráð sig á stjórnmálaskrá Skattsins. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa verið í sífelldri vörn allar götur síðan og reynt að afvegaleiða umræðuna með fullyrðingu um að aðrir flokkar voru í sömu stöðu, þ.m.t. Sjálfstæðisflokkurinn, og því væri þetta bara ekkert mál. Svo var hins vegar ekki, enda breyttu aðrir flokkar skráningu sinni í samræmi við lögin árið 2022, sama ár og lögin tóku gildi, og fengu því greidd framlög fyrir árið 2022. Svo einfalt var það. Flokkur fólksins þáði aftur á móti framlög fyrir árin 2022-2024 án þess að hafa skráð sig, og hafa ekki gert enn. Þessi staðreynd virðist ekki eiga erindi til almennings að mati ríkisstjórnarflokkana og allar fréttir um hana eru hreinlega falsfréttir. Stóra herbergismálið Í lokin hneykslast Þórður á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki látið undan kröfu Samfylkingarinnar um að yfirgefa þingflokksherbergi sitt. Skipti það hann engu máli að krafa Samfylkingarinnar var í trássi við reglur Alþingis þar um, eins og staðfest var fyrir helgi af skrifstofustjóra Alþingis. Það er vonandi að Samfylkingin fari að eyða meiri tíma í að huga að mikilvægari málum í þinghúsinu, til dæmis að setja saman þingmálaskrá, frekar en að standa í einhverju óskiljanlegu stríði við aðra flokka um herbergi þeirra í þinghúsinu sem þeir hafa réttmætt tilkall til. Nú eða þau geta fengið Ingu Sæland til að hringja skrifstofustjóra Alþingis og minna hana á vald sitt og ítök í lögreglunni. Annað eins hefur gerst í þessari ríkisstjórn. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun