Allir komnir í loftsteikingarofnana Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2025 14:44 Matargyðjan Nanna Rögnvaldardóttir hitti naglann á höfuðið þegar hún tók sig til og þýddi matreiðslubókina Létt og loftsteikt í Air Fryer eftir Nathan Anthony. vísir/vilhelm Fyrsti bóksölulisti Félags íslenskra útgefenda er kominn út og nú er annað uppi á teningunum en skömmu fyrir jólin. Nú er fólk greinilega að læra á Air Fryer-græjuna sína. „Já. Á toppnum matreiðslubókin Létt og loftsteikt í Air Fryer eftir Nathan Anthony í þýðingu matargyðjunnar Nönnu Rögnvaldardóttur. Hún trónir á toppnum,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fibut. Samkvæmt þessum lista hefur þjóðin sannarlega tekið loftsteikingarofnana upp á arma sína og virðast lítil takmörk á því hvað hægt er að galdra fram úr þessum græjum. „Þetta er fyrsta matreiðslubókin sérstaklega fyrir þessa eldunaraðferð sem kemur út á íslensku og miðað við vinsældir þessarar eldunaraðferðar eiga þær örugglega eftir að verða fleiri,“ segir Bryndís. Bóksölulistinn er afar hnýsilegur á að líta. Almanak Háskóla Íslands situr í öðru sæti líkt og oft áður á þessum árstíma og splunkuný kiljuútgáfa einnar söluhæstu skáldsögu síðasta árs, Í skugga trjánna, eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, situr í þriðja sæti. Bóksalar völdu hana einmitt skáldsögu ársins í fyrra og er nýjasta skáldsaga Guðrúnar örugglega sú sem hefur notið mestrar hylli bókakaupenda. Óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn á síðasta ári. Þá er athyglisvert að sjá bók Páls Valssonar, Vigdís - Kona verður forseti, bók sem kom út fyrir býsna löngu (2009) og má örugglega rekja áhuga lesenda til rómaðra þátta um Vigdísi sem voru á dagskrá RÚV fyrir skömmu. Benjamín Dúfa Friðriks Erlingssonar virðist svo vera á leslista einhvers menntaskólans að þessu sinni. Uppfært 5/2 klukkan 10:55 Athugist. Ranglega er haft eftir Bryndís að Létt og loftsteikt í Air Fryer sé fyrsta bókin sem fjallar um eldamennsku í loftsteikningarofni. Tómas Hansson setti sig í samband við Vísi og vildi vekja athygli á því að kona hans, Erla Steinunn Árnadóttir, hafi skrifað og gefið út bók sem heitir Eldað í Air Fryer. „Mér finnst mjög hallað á hana í þessum fréttaflutningi,“ segir Tómas. Sú bók hefur nú þegar selst í þúsund eintökum en hún kom út fyrir um tveimur árum. Og er þá þeirri ábendingu til haga haldið. Bóksölulistinn - 20 söluhæstu bækurnar í janúar: 1. Létt og loftsteikt í Air Fryer - Nathan Anthony, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir 2. Almanak Háskóla Íslands 2025 - Gunnlaugur Björnsson og Páll Jakobsson 3. Í skugga trjánna - kilja - Guðrún Eva Mínervudóttir 4. Leynigesturinn - Nita Prose, þýð. Magnea J. Matthíasdóttir 5. Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson 6. Kóngurinn af Ósi: Kóngsríkið 2 - Jo Nesbø, þýð. Bjarni Gunnarsson 7. Ótrúlega skynugar skepnur - Shelby van Pelt, þýð. Nanna Brynhildur Þórsdóttir 8. Ferðalok - kilja - Arnaldur Indriðason 9. Úr myrkrinu - kilja - Ragnheiður Gestsdóttir 10. Gestir - Hildur Knútsdóttir 11. Stjáni og stríðnispúkarnir 12 - Gistipúkar - Zanna Davidson, þýð. Jónína Ólafsdóttir 12. Tjörnin - Rán Flygenring 13. Litlir lærdómshestar-Stafir - Elisabeth Golding, þýð. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson 14. Horfin athygli - Johann Hari, þýð. Hugrún H. Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson 15. Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal 16. Iceguys - Heiða Þorbergsdóttir 17. Sjálfsræktardagbókin 2025 - Inga, Helga og Margrét 18. Benjamín dúfa - Friðrik Erlingsson 19. Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm,þýð. Andri Karel Ásgeirsson 20. Vigdís - Kona verður forseti - Páll Valsson Bókaútgáfa Neytendur Tengdar fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. 8. janúar 2025 10:03 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Já. Á toppnum matreiðslubókin Létt og loftsteikt í Air Fryer eftir Nathan Anthony í þýðingu matargyðjunnar Nönnu Rögnvaldardóttur. Hún trónir á toppnum,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fibut. Samkvæmt þessum lista hefur þjóðin sannarlega tekið loftsteikingarofnana upp á arma sína og virðast lítil takmörk á því hvað hægt er að galdra fram úr þessum græjum. „Þetta er fyrsta matreiðslubókin sérstaklega fyrir þessa eldunaraðferð sem kemur út á íslensku og miðað við vinsældir þessarar eldunaraðferðar eiga þær örugglega eftir að verða fleiri,“ segir Bryndís. Bóksölulistinn er afar hnýsilegur á að líta. Almanak Háskóla Íslands situr í öðru sæti líkt og oft áður á þessum árstíma og splunkuný kiljuútgáfa einnar söluhæstu skáldsögu síðasta árs, Í skugga trjánna, eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, situr í þriðja sæti. Bóksalar völdu hana einmitt skáldsögu ársins í fyrra og er nýjasta skáldsaga Guðrúnar örugglega sú sem hefur notið mestrar hylli bókakaupenda. Óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn á síðasta ári. Þá er athyglisvert að sjá bók Páls Valssonar, Vigdís - Kona verður forseti, bók sem kom út fyrir býsna löngu (2009) og má örugglega rekja áhuga lesenda til rómaðra þátta um Vigdísi sem voru á dagskrá RÚV fyrir skömmu. Benjamín Dúfa Friðriks Erlingssonar virðist svo vera á leslista einhvers menntaskólans að þessu sinni. Uppfært 5/2 klukkan 10:55 Athugist. Ranglega er haft eftir Bryndís að Létt og loftsteikt í Air Fryer sé fyrsta bókin sem fjallar um eldamennsku í loftsteikningarofni. Tómas Hansson setti sig í samband við Vísi og vildi vekja athygli á því að kona hans, Erla Steinunn Árnadóttir, hafi skrifað og gefið út bók sem heitir Eldað í Air Fryer. „Mér finnst mjög hallað á hana í þessum fréttaflutningi,“ segir Tómas. Sú bók hefur nú þegar selst í þúsund eintökum en hún kom út fyrir um tveimur árum. Og er þá þeirri ábendingu til haga haldið. Bóksölulistinn - 20 söluhæstu bækurnar í janúar: 1. Létt og loftsteikt í Air Fryer - Nathan Anthony, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir 2. Almanak Háskóla Íslands 2025 - Gunnlaugur Björnsson og Páll Jakobsson 3. Í skugga trjánna - kilja - Guðrún Eva Mínervudóttir 4. Leynigesturinn - Nita Prose, þýð. Magnea J. Matthíasdóttir 5. Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson 6. Kóngurinn af Ósi: Kóngsríkið 2 - Jo Nesbø, þýð. Bjarni Gunnarsson 7. Ótrúlega skynugar skepnur - Shelby van Pelt, þýð. Nanna Brynhildur Þórsdóttir 8. Ferðalok - kilja - Arnaldur Indriðason 9. Úr myrkrinu - kilja - Ragnheiður Gestsdóttir 10. Gestir - Hildur Knútsdóttir 11. Stjáni og stríðnispúkarnir 12 - Gistipúkar - Zanna Davidson, þýð. Jónína Ólafsdóttir 12. Tjörnin - Rán Flygenring 13. Litlir lærdómshestar-Stafir - Elisabeth Golding, þýð. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson 14. Horfin athygli - Johann Hari, þýð. Hugrún H. Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson 15. Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal 16. Iceguys - Heiða Þorbergsdóttir 17. Sjálfsræktardagbókin 2025 - Inga, Helga og Margrét 18. Benjamín dúfa - Friðrik Erlingsson 19. Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm,þýð. Andri Karel Ásgeirsson 20. Vigdís - Kona verður forseti - Páll Valsson
Bókaútgáfa Neytendur Tengdar fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. 8. janúar 2025 10:03 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. 8. janúar 2025 10:03