Vuk Oskar Dimitrijevic kom Fram yfir eftir rúmlega hálftíma en hinn ungi Gabríel Snær Hallsson jafnaði metin fyrir Breiðablik. Staðan 1-1 í hálfleik en í síðari hálfleik reyndust gestirnir sterkari.
Kennie Chopart kom Fram yfir á 52. mínútu og Vuk bætti við öðru marki sínu aðeins fjórum mínútum síðar til að gera út um leikinn.
Næsti leikur Breiðabliks er gegn Fylki á laugardaginn kemur. Sama dag mætast Fram og Völsungur.