Marcus, sem er 34 ára, var handtekinn í Lamborghini bíl sínum í Flórída. Bíllinn var þá fastur á lestarteinum og aðeins tíu mínútur í að lest kæmi eftir teinunum.
Marcus hafði flúið lögregluna í næsta hverfi en komst ekki undan. Lögreglan fann áfengislykt af honum og svo var hann með kókaín í poka í vasanum. Til að bæta gráu ofan á svart var hann með mótþróa við handtökuna.
Hann er laus úr fangelsi en mál hans verður tekið fyrir síðar á árinu.
Jordan fór í körfubolta eins og pabbi sinn og spilaði fyrir háskólalið Central Florida. Lengra náði ferillinn ekki og hann opnaði að lokum skóbúð.
Hann hefur helst verið í fréttum undanfarin ár fyrir að vera ástmaður Larsa Pippen sem er fyrrum eiginkona Scottie Pippen sem lék með Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Marcus og Larsa hættu saman á síðasta ári.