Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar 6. febrúar 2025 07:04 Í dag, 6. febrúar, fögnum við Degi leikskólans, líkt og gert hefur verið um langt árabil. Á þessum merkisdegi í sögu leikskólans stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök fyrir 75 árum. Stofnun samtakanna árið 1950 markaði upphaf þeirrar baráttu sem enn er til staðar, að efla og styrkja starf leikskóla og um leið að vekja athygli á mikilvægi hans. Á Degi leikskólans gefst tækifæri til að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og heiðra kennara og annað starfsfólk skólana fyrir það faglega og metnaðarfulla starf sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum. Um leið minnir dagurinn á að leikskólinn er undirstaða þess að börn og ungmenni þroskist og dafni á allri sinni skólagöngu. Þar er lagður mikilvægur grunnur að félags-, tilfinninga-, vitsmuna-, mál- og hreyfiþroska barna. Þar fá börn tækifæri til að þroskast í gegnum leik og öðlast færni sem fylgir þeim allt lífið. Í leikskóla þróa börn með sér félagslega færni, þau læra að eiga í samskiptum við aðra, leika sér með öðrum, deila, taka tillit til annarra og leysa ágreining. Í leikskóla læra börn að skilja og tjá tilfinningar sínar og tilfinningar annarra. Með öðrum orðum hjálpar leikskólastarf börnum að byggja upp heilbrigð tengsl og sambönd við aðra. Leikskólinn er einnig vettvangur fyrir börn til að kynnast menningu og því samfélagi sem þau búa í auk þess sem þau kynnast mikilvægi inngildingar og jafnréttis. Í leikskóla fá börn tækifæri til að efla sjálfstæði sitt og sjálfstraust. Þau kynnast nýjum áskorunum og öðlast nýja færni; þroska og efla ímyndunarafl sitt og sköpunargáfu og þjálfast í lausnaleit og ákvarðanatöku sem styrkir þau og gerir þau öruggari við að takast á við nýjar aðstæður. Það gefur auga leið að allt þetta þroskaferli og lærdómur verður ekki til í tómarúmi. Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn. Starf kennara er afar fjölbreytt og gegnir það lykilhlutverki í uppvexti, þroska og námi barna. Það er kennarinn sem skipuleggur og leiðbeinir í gegnum leik, listsköpun, tónlist, útiveru og hreyfingu. Það er kennarinn sem fylgist með þroska hvers barns og veitir stuðning við þau sem þurfa á því að halda og hvetur áfram. Það er kennarinn sem vinnur náið með foreldrum til að tryggja samfelldan stuðning við barnið. Það er kennarinn sem tengir leikskólann við samfélagið í kringum sig. Það er kennarinn sem er í stöðugri þróun og kynnir sér nýjar kennsluaðferðir og hugmyndafræði til að mæta þörfum allra barna sem best. Svo öll börn fái notið gæða menntunar þarf að tryggja þeim aðgang að góðum leikskólum þar sem kennarar starfa með fagmennsku að leiðarljósi. Því verða rekstraraðilar að fjárfesta í skólakerfinu, tryggja kennurum samkeppnishæf laun og góð starfsskilyrði. Það þarf stórsókn í menntamálum svo þetta raungerist því í dag eru einungis um 25% þeirra sem starfa við kennslu og umönnun í leikskólum kennarar, þvert á lög sem kveða á um 67% lágmark. Nýtum daginn til að fagna því sem vel er gert og krefjast um leið fjárfestingar í kennurum til að tryggja öllum börnum fagmennsku og stöðugleika. Til hamingju öll með dag leikskólans. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Skóla- og menntamál Jónína Hauksdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 6. febrúar, fögnum við Degi leikskólans, líkt og gert hefur verið um langt árabil. Á þessum merkisdegi í sögu leikskólans stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök fyrir 75 árum. Stofnun samtakanna árið 1950 markaði upphaf þeirrar baráttu sem enn er til staðar, að efla og styrkja starf leikskóla og um leið að vekja athygli á mikilvægi hans. Á Degi leikskólans gefst tækifæri til að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og heiðra kennara og annað starfsfólk skólana fyrir það faglega og metnaðarfulla starf sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum. Um leið minnir dagurinn á að leikskólinn er undirstaða þess að börn og ungmenni þroskist og dafni á allri sinni skólagöngu. Þar er lagður mikilvægur grunnur að félags-, tilfinninga-, vitsmuna-, mál- og hreyfiþroska barna. Þar fá börn tækifæri til að þroskast í gegnum leik og öðlast færni sem fylgir þeim allt lífið. Í leikskóla þróa börn með sér félagslega færni, þau læra að eiga í samskiptum við aðra, leika sér með öðrum, deila, taka tillit til annarra og leysa ágreining. Í leikskóla læra börn að skilja og tjá tilfinningar sínar og tilfinningar annarra. Með öðrum orðum hjálpar leikskólastarf börnum að byggja upp heilbrigð tengsl og sambönd við aðra. Leikskólinn er einnig vettvangur fyrir börn til að kynnast menningu og því samfélagi sem þau búa í auk þess sem þau kynnast mikilvægi inngildingar og jafnréttis. Í leikskóla fá börn tækifæri til að efla sjálfstæði sitt og sjálfstraust. Þau kynnast nýjum áskorunum og öðlast nýja færni; þroska og efla ímyndunarafl sitt og sköpunargáfu og þjálfast í lausnaleit og ákvarðanatöku sem styrkir þau og gerir þau öruggari við að takast á við nýjar aðstæður. Það gefur auga leið að allt þetta þroskaferli og lærdómur verður ekki til í tómarúmi. Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn. Starf kennara er afar fjölbreytt og gegnir það lykilhlutverki í uppvexti, þroska og námi barna. Það er kennarinn sem skipuleggur og leiðbeinir í gegnum leik, listsköpun, tónlist, útiveru og hreyfingu. Það er kennarinn sem fylgist með þroska hvers barns og veitir stuðning við þau sem þurfa á því að halda og hvetur áfram. Það er kennarinn sem vinnur náið með foreldrum til að tryggja samfelldan stuðning við barnið. Það er kennarinn sem tengir leikskólann við samfélagið í kringum sig. Það er kennarinn sem er í stöðugri þróun og kynnir sér nýjar kennsluaðferðir og hugmyndafræði til að mæta þörfum allra barna sem best. Svo öll börn fái notið gæða menntunar þarf að tryggja þeim aðgang að góðum leikskólum þar sem kennarar starfa með fagmennsku að leiðarljósi. Því verða rekstraraðilar að fjárfesta í skólakerfinu, tryggja kennurum samkeppnishæf laun og góð starfsskilyrði. Það þarf stórsókn í menntamálum svo þetta raungerist því í dag eru einungis um 25% þeirra sem starfa við kennslu og umönnun í leikskólum kennarar, þvert á lög sem kveða á um 67% lágmark. Nýtum daginn til að fagna því sem vel er gert og krefjast um leið fjárfestingar í kennurum til að tryggja öllum börnum fagmennsku og stöðugleika. Til hamingju öll með dag leikskólans. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun