Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 11:10 Kristófer Már Maronsson, Jón Pétur Zimsen, Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ragnheiður Stephensen. Vísir/Vilhelm Kjaradeila grunnskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Engir formlegir samningafundir hafa verið boðaðir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu framhaldsskólakennara um verkföll verður ljós klukkan tvö í dag. Framhaldsskólakennarar hafa síðan á mánudag greitt atkvæði um ótímabundin verkföll og verður niðurstaðan ljós í kringum tvö í dag. Ekki hefur verið gefið upp um hvaða framhaldsskóla er verið að greiða atkvæði. Upptöku frá umræðunum má sjá að neðan. Kjaradeila grunnskólakennara til umræðu í Pallborði Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Nú standa yfir ótímabundnar verkfallsaðgerði kennarar í fjórtán leikskólum og tímabundnar í sjö grunnskólum. Verkföllin standa þar til 21. til 26. febrúar. Um fimm þúsund börn sitja heima í þrettán sveitarfélögum á landinu. Deilt hefur verið um um samning frá árinu 2016 um jöfnun kjara kennara við laun á almenna markaðnum allt frá því lífeyriskjör voru samræmd milli markaða árið 2016, án mikils árangurs. Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu fyrir helgi sem ígildi kjarasamnings. Þar var að hans sögn tryggð innágreiðsla á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningnum. Fram kom að munur á milli markaða væri viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist á að greiða inn á þessa vegferð. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga samþykkti tillöguna en kennarar vildu gera breytingar og lögðu m.a. fram tillögu um launahækkun árið 2026. Fram hefur komið að kennarar töldu að þeir væru að fara að skrifa undir kjarasamning á sunnudagskvöldið þegar viðræðum var slitið. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að 20 prósenta launahækkun hafi stoðið kennurum til boða en þeir hafa hafnað því. Þessi mál verða rædd við þau Ragnheiði Stephensen grunnskólakennara í Garðaskóla í Garðabæ, Kristófer Má Maronsson í málsóknarfélagi barna og formann fræðslunefndar í Skagafirði og Jón Pétur Zimsen fyrrverandi kennara og skólastjóra og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa óskaði eftir því að formaður Kennarasambandsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu til að ræða deiluna í Pallborði. Ríkissáttasemjari fór fram á það við deiluaðila að þeir ræddu ekki við fjölmiðla á þessu stigi. Pallborðið Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Framhaldsskólakennarar hafa síðan á mánudag greitt atkvæði um ótímabundin verkföll og verður niðurstaðan ljós í kringum tvö í dag. Ekki hefur verið gefið upp um hvaða framhaldsskóla er verið að greiða atkvæði. Upptöku frá umræðunum má sjá að neðan. Kjaradeila grunnskólakennara til umræðu í Pallborði Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Nú standa yfir ótímabundnar verkfallsaðgerði kennarar í fjórtán leikskólum og tímabundnar í sjö grunnskólum. Verkföllin standa þar til 21. til 26. febrúar. Um fimm þúsund börn sitja heima í þrettán sveitarfélögum á landinu. Deilt hefur verið um um samning frá árinu 2016 um jöfnun kjara kennara við laun á almenna markaðnum allt frá því lífeyriskjör voru samræmd milli markaða árið 2016, án mikils árangurs. Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu fyrir helgi sem ígildi kjarasamnings. Þar var að hans sögn tryggð innágreiðsla á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningnum. Fram kom að munur á milli markaða væri viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist á að greiða inn á þessa vegferð. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga samþykkti tillöguna en kennarar vildu gera breytingar og lögðu m.a. fram tillögu um launahækkun árið 2026. Fram hefur komið að kennarar töldu að þeir væru að fara að skrifa undir kjarasamning á sunnudagskvöldið þegar viðræðum var slitið. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að 20 prósenta launahækkun hafi stoðið kennurum til boða en þeir hafa hafnað því. Þessi mál verða rædd við þau Ragnheiði Stephensen grunnskólakennara í Garðaskóla í Garðabæ, Kristófer Má Maronsson í málsóknarfélagi barna og formann fræðslunefndar í Skagafirði og Jón Pétur Zimsen fyrrverandi kennara og skólastjóra og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa óskaði eftir því að formaður Kennarasambandsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu til að ræða deiluna í Pallborði. Ríkissáttasemjari fór fram á það við deiluaðila að þeir ræddu ekki við fjölmiðla á þessu stigi.
Pallborðið Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira