Innlent

Stefnu­ræðu Krist­rúnar frestað

Jón Þór Stefánsson skrifar
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir

Stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur, nýkjörins forsætisráðherra, hefur verið frestað vegna veðurs. Hún greindi frá þessu á Facebook.

„Ég hvet alla til að fara gætilega og fylgja leiðbeiningum almannavarna. Stefnuræðu forsætisráðherra hefur verið frestað,“ skrifar hún.

Ræðan hefði verið fyrsta stefnuræða Kristrúnar sem forsætisráðherra, en hún tók við embættinu 21. desember síðastliðinn, og þing var sett í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×