Greint er frá þessu í og Austurfrétt og Morgunblaðinu í dag. Fram hefur komið að Alfreð Erling Þórðarson þekkti vel til fólksins en talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum.
Fjallað er um geðrænan vanda Alfreðs í Morgunblaðinu og þá staðreynd að á einu ári hafi hann þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun. Hann hafði verið úrskurðaður í tólf vikna nauðungarvistun þann 6. júní í fyrra og hefði því ekki átt að ganga laus 22. ágúst þegar voðaverkin áttu sér stað.
Nauðgunarvistunin í júní kom til í framhaldi af því að hann var handtekinn fyrir að hafa 12. maí utandyra við verslunarmiðstöðina Kaupvang á Egilsstöðum haft í fórum sínum hníf með fimmtán sentimetralöngu blaði.
Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir við geðþjónustu Landspítala og prófessor í geðlæknisfræði við Háskóla Íslands, segir grein Austurfrétt og Morgunblaðsins að vistunarrými fyrir nauðungarvistun séu mun færri hér á landi en í nágrannalöndunum miðað við fólksfjölda. Plássleysið skapi þrýsting á heilbrigðisstarfsfólk að útskrifa einstaklinga eins fljótt og hægt. Þá sé erfiðara að fylgja eftir skjólstæðingum af landsbyggðinni sökum takmarkaðrar þjónustu þar.