Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 12:31 Björgvin Páll Gústavsson og Höskuldur Gunnlaugsson hafa tekið upp hanskann fyrir Brynjar Karl Sigurðsson sem sætt hefur harðri gagnrýni. Samsett/Vísir Evrópubikarmeistarinn Björgvin Páll Gústavsson og Íslandsmeistarinn Höskuldur Gunnlaugsson hafa tekið upp hanskann fyrir körfuboltaþjálfarann Brynjar Karl Sigurðsson eftir ásakanir í hans garð um ofbeldisfulla hegðun í þjálfun. Brynjar Karl hefur verið áberandi í íslenskri íþróttaumræðu í gegnum tíðina og ekki síst undanfarna daga, eftir viðtal við Vísi og Stöð 2 Sport. Þar lýsti hann sér og liði sínu Aþenu sem „fokking aumingjum“, og það virðist hafa kallað á hörð viðbrögð. Bjarney Láru Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, sakaði Brynjar um að beita leikmenn sína ofbeldi og framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sendi frá sér ályktun þar sem sagði meðal annars: „Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu.“ Brynjar Karl hefur síðan sakað ÍSÍ um níð í garð Aþenu og leikmenn Aþenu hafa einnig sent frá sér afdráttarlausa yfirlýsingu þar sem þær hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi af hálfu Brynjars Karls. Telja leikmennirnir óásættanlegt að einstaklingar sem tjái sig opinberlega um málið, og nefna sérstaklega Bjarneyju, skuli gera það án þess að hafa beint samband við leikmenn í stað þess að gera þeim upp tilfinningar. Hjálpaði Höskuldi frá dimmum og erfiðum stað Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, þekkir vel til Brynjars Karls og þakkar honum fyrir að hafa hjálpað sér úr „dimmum og erfiðum stað“. Höskuldur skrifar á Facebook: „Nú langar mig að taka upp hanskann fyrir manni sem ég hef þekkt persónulega í að verða níu ár. Árið 2016 leitaði ég til Brynjars þegar ég var á dimmum og erfiðum stað í mínu lífi. Til þess að gera langa sögu stutta, þá hjálpaði Brynjar mér ekki bara að „rétta úr kútnum”, heldur að hrinda af stað þroska- og ábyrgðarvegferð hjá sjálfum mér, sem hefur verið einhver dýrmætasta gjöf sem mér hefur verið gefin. Síðan þá hef ég fylgst áhugasamur með Brynjari í þjálfun sinni í kvennaboltanum; torsótt vegferð hans um að gefa stelpum tækifæri á að auka virði sitt í boltagreininni. Ég hef mætt á þó nokkrar æfingar og fylgst með stelpunum sem hann þjálfar, allt niður í yngstu flokka. Í fúlustu alvöru hef ég mætt að sjá æfingar hjá þeim til þess að fá innblástur fyrir sjálfan mig, þ.e til þess að fá beint í æð góða áminningu um hvernig flott viðhorf og ákveðið gildismat lítur út hjá iðkendunum. Og nei, hér er ekki verið að tala um einhverja teinrétta hermenn sem raða sér upp í línu, eða rússnesk vélmenni sem hafa ekki tilfinningar lengur vegna afreksmiðaðrar þjálfunar…hér er ég einfaldlega að tala um karaktera sem geisla af einlægu sjálfstrausti, risastórum hjörtum og einstaklega hrífandi skapgerð: Valdelfdir einstaklingar myndi vera hægt að kalla þetta.“ Þá ráðleggur Höskuldur fólki að minnka þann tíma sem varið er í „lágkúrulega samfélagsumræðu fésbókarinnar“ og nýta tímann frekar í raunheimum. „Ekki líklegur til að þola margt af því sem sportið eða lífið mun henda í hann“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, bendir á að fullorðið íþróttafólk þurfi að geta þolað margt og verra en að vera kallað aumingi. Björgvin birtir jafnframt skjáskot af niðrandi ummælum og mynd frá því á nýafstöðnu heimsmeistaramóti, og segist nota slík skilaboð sem bensín og til þess að reyna á það hve breitt bak hann hafi. Færsla Björgvins byrjar á tilvitnun, að því er virðist í Brynjar Karl, þar sem segir: „Það er enginn aumingi... þú bara hagar þér eins og aumingi... svo er æfingin líka bara í því að fólk mun kalla þig allskonar.“ Björgvin skrifar svo einnig: „Eitt af því besta við íþróttir er að þær gefa okkur tækifæri til að takast á við allskonar. Sá fullorðni íþróttamaður sem höndlar ekki að láta kalla sig eða sitt lið aumingja er ekki líklegur að þola margt af því sem sportið eða lífið mun henda í hann. Innan veggja íþróttanna gilda (í mínum hugarheimi allavega) önnur lögmál en utan vallar. Ég myndi aldrei tala við börnin mín eins liðsfélaga mína, èg öskra ekki á vinnufélaga mína líkt og strákana í klefanum og líkamstjáning mín innan vallar væri fáránleg á öðrum vettvangi. Allt er þetta ástríða og væntumþykja, bæði á leiknum og á liðsfélögum mínum. Íþróttir eru besti staður í heimi til þess að þroskast og takast á við allskonar,“ skrifar Björgvin og bendir svo á sem dæmi skjáskot af fyrrnefndum leiðindaskilaboðum sem tengdust honum á HM. Svo gaf Brynjar Karl frá sér myndband í gær þar sem hann ber saman sinn þjálfunarstíl og þjálfara í karlaboltanum. Bónus-deild kvenna Aþena Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Sjá meira
Brynjar Karl hefur verið áberandi í íslenskri íþróttaumræðu í gegnum tíðina og ekki síst undanfarna daga, eftir viðtal við Vísi og Stöð 2 Sport. Þar lýsti hann sér og liði sínu Aþenu sem „fokking aumingjum“, og það virðist hafa kallað á hörð viðbrögð. Bjarney Láru Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, sakaði Brynjar um að beita leikmenn sína ofbeldi og framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sendi frá sér ályktun þar sem sagði meðal annars: „Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu.“ Brynjar Karl hefur síðan sakað ÍSÍ um níð í garð Aþenu og leikmenn Aþenu hafa einnig sent frá sér afdráttarlausa yfirlýsingu þar sem þær hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi af hálfu Brynjars Karls. Telja leikmennirnir óásættanlegt að einstaklingar sem tjái sig opinberlega um málið, og nefna sérstaklega Bjarneyju, skuli gera það án þess að hafa beint samband við leikmenn í stað þess að gera þeim upp tilfinningar. Hjálpaði Höskuldi frá dimmum og erfiðum stað Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, þekkir vel til Brynjars Karls og þakkar honum fyrir að hafa hjálpað sér úr „dimmum og erfiðum stað“. Höskuldur skrifar á Facebook: „Nú langar mig að taka upp hanskann fyrir manni sem ég hef þekkt persónulega í að verða níu ár. Árið 2016 leitaði ég til Brynjars þegar ég var á dimmum og erfiðum stað í mínu lífi. Til þess að gera langa sögu stutta, þá hjálpaði Brynjar mér ekki bara að „rétta úr kútnum”, heldur að hrinda af stað þroska- og ábyrgðarvegferð hjá sjálfum mér, sem hefur verið einhver dýrmætasta gjöf sem mér hefur verið gefin. Síðan þá hef ég fylgst áhugasamur með Brynjari í þjálfun sinni í kvennaboltanum; torsótt vegferð hans um að gefa stelpum tækifæri á að auka virði sitt í boltagreininni. Ég hef mætt á þó nokkrar æfingar og fylgst með stelpunum sem hann þjálfar, allt niður í yngstu flokka. Í fúlustu alvöru hef ég mætt að sjá æfingar hjá þeim til þess að fá innblástur fyrir sjálfan mig, þ.e til þess að fá beint í æð góða áminningu um hvernig flott viðhorf og ákveðið gildismat lítur út hjá iðkendunum. Og nei, hér er ekki verið að tala um einhverja teinrétta hermenn sem raða sér upp í línu, eða rússnesk vélmenni sem hafa ekki tilfinningar lengur vegna afreksmiðaðrar þjálfunar…hér er ég einfaldlega að tala um karaktera sem geisla af einlægu sjálfstrausti, risastórum hjörtum og einstaklega hrífandi skapgerð: Valdelfdir einstaklingar myndi vera hægt að kalla þetta.“ Þá ráðleggur Höskuldur fólki að minnka þann tíma sem varið er í „lágkúrulega samfélagsumræðu fésbókarinnar“ og nýta tímann frekar í raunheimum. „Ekki líklegur til að þola margt af því sem sportið eða lífið mun henda í hann“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, bendir á að fullorðið íþróttafólk þurfi að geta þolað margt og verra en að vera kallað aumingi. Björgvin birtir jafnframt skjáskot af niðrandi ummælum og mynd frá því á nýafstöðnu heimsmeistaramóti, og segist nota slík skilaboð sem bensín og til þess að reyna á það hve breitt bak hann hafi. Færsla Björgvins byrjar á tilvitnun, að því er virðist í Brynjar Karl, þar sem segir: „Það er enginn aumingi... þú bara hagar þér eins og aumingi... svo er æfingin líka bara í því að fólk mun kalla þig allskonar.“ Björgvin skrifar svo einnig: „Eitt af því besta við íþróttir er að þær gefa okkur tækifæri til að takast á við allskonar. Sá fullorðni íþróttamaður sem höndlar ekki að láta kalla sig eða sitt lið aumingja er ekki líklegur að þola margt af því sem sportið eða lífið mun henda í hann. Innan veggja íþróttanna gilda (í mínum hugarheimi allavega) önnur lögmál en utan vallar. Ég myndi aldrei tala við börnin mín eins liðsfélaga mína, èg öskra ekki á vinnufélaga mína líkt og strákana í klefanum og líkamstjáning mín innan vallar væri fáránleg á öðrum vettvangi. Allt er þetta ástríða og væntumþykja, bæði á leiknum og á liðsfélögum mínum. Íþróttir eru besti staður í heimi til þess að þroskast og takast á við allskonar,“ skrifar Björgvin og bendir svo á sem dæmi skjáskot af fyrrnefndum leiðindaskilaboðum sem tengdust honum á HM. Svo gaf Brynjar Karl frá sér myndband í gær þar sem hann ber saman sinn þjálfunarstíl og þjálfara í karlaboltanum.
Bónus-deild kvenna Aþena Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Sjá meira