Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar 6. febrúar 2025 18:01 Kæru framhaldsskólakennarar. Ég ber djúpa virðingu fyrir starfi ykkar. Ég geri mér grein fyrir því að kjarabarátta kennara er réttmæt og mikilvæg. Framhaldsskólanám og framhaldsskólakennarar mynda mikilvæga hornsteina framtíðarsamfélags þjóðarinnar og ég efast ekki um að þið, framhaldsskólakennarar, berið hag nemenda ykkar fyrir brjósti – nú þegar þið berjist fyrir sanngjörnum kjörum og betra starfsumhverfi. En í þeirri baráttu vil ég biðja ykkur um eitt: Varpið ekki allri ábyrgð á túlkun og útskýringu kjaradeilu framhaldsskólakennara eingöngu á okkur, foreldra ólögráðra menntaskólanema. Fyrsta árs nemar í menntaskóla þurfa skýran stuðning Sonur minn er í sínu fyrsta ári í menntaskóla. Hann, eins og margir aðrir nemendur sem eru á sama stað í námi, er enn að læra hvernig framhaldsskólakerfið virkar, hvernig nám í áfangakerfi gengur fyrir sig og hvernig hann getur skipulagt sig til að ná árangri. Látum ekki börnin sækja fréttir í fjölmiðla Nú stendur til að framhaldsskólakennarar fari í ótímabundið verkfall í nokkrum skólum, takist ekki samningar fyrir 21. febrúar. Það eina sem sextán ára gamall sonur minn veit um stöðuna er það sem hann les í fjölmiðlum – eða það sem ég, móðir hans, segi honum eftir að hafa reynt að leita svara hjá yfirvöldum með misjöfnum árangri. Nemendur eiga skýlausan rétt á upplýsingum frá kennurum Það er ekki ásættanlegt að ábyrgðin á því að útskýra kjaradeilu framhaldsskólakennara, áhrif verkfallsins og óvissu um nám framtíðarinnar sé eingöngu okkar foreldra. Þetta eru ykkar nemendur – þeir eiga rétt á skýrum upplýsingum frá ykkur og skólayfirvöldum. Réttindum fylgja skyldur – gagnkvæm virðing er lykilatriði Ég geri mér grein fyrir því að kennarar eiga rétt á því að fara í verkfall. Við foreldrar eigum að sýna ykkar baráttu virðingu og flest gerum við það. En rétt eins og við foreldrar sýnum virðingu fyrir ykkur, kennurum, eiga nemendur og foreldrar líka rétt á eðlilegri nærgætni og gagnkvæmri virðingu af ykkar hálfu og af hálfu menntayfirvalda. Nemendur og við foreldrar eigum ekki að vera skilin eftir í óvissu – við eigum rétt á upplýsingum og samráði um hvaða áhrif verkfall muni hafa á námsframvindu nemenda. Hjálpumst öll að – sem eitt samfélag Því skora ég á ykkur, alla framhaldsskólakennara og alla stjórnendur framhaldsskóla, að vinna með okkur foreldrum að því að tryggja að allir nemendur fái skýrar og samræmdar upplýsingar um eðli kjarabaráttu ykkar, ástæðu yfirvofandi verkfalls og einnig skora ég á ykkur öll að upplýsa nemendur jafnt og þétt um raunverulega stöðu mála. 1. Útskýrið fyrir nemendum hvað ótímabundið skæruverkfall þýðir fyrir þá. 2. Látið nemendur ekki lesa fréttir í fjölmiðlum án upplýsinga frá kennurum. 3. Heiðrið samskipti við foreldra og tryggið að allir fái sömu upplýsingar. Spurningar móður menntskælings til samninganefndar ríkisins Til að fá skýr svör um áhrif verkfallsins á nemendur, skrifaði ég í dag formlega fyrirspurn til Samninganefndar ríkisins á netfang Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar óskaði ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum: A. Er samninganefnd ríkisins meðvituð um þær afleiðingar sem ótímabundið verkfall framhaldsskólakennara getur haft á námsframvindu nemenda? B. Er einhver vinna í gangi innan stjórnkerfisins til að tryggja að nemendur fái skýrar leiðbeiningar um stöðu sína, t.d. um hvort þeir geti lokið námi sínu eftir verkfallið? C. Hafa menntayfirvöld, ráðuneyti eða aðrir samningsaðilar sett fram úrræði til að tryggja að nemendur fái ekki varanlegt tjón á menntabraut sinni? D. Ef ekki næst samkomulag fyrir 21. febrúar, hefur samninganefnd ríkisins þá íhugað að tryggja aðgerðir sem vernda hagsmuni nemenda? Ég skrifaði einnig þessi orð í erindi mínu til samninganefndar ríkisins: „Sonur minn hefur skilað öllum verkefnum sínum á vorönninni og lagt hart að sér í námi. Það er ekki réttlátt að hann og aðrir nemendur séu teknir sem gíslar í þessari vinnudeilu án þess að tryggt sé að þeir fái klárað sitt nám.“ Fyrir utan þessa fyrirspurn hef ég einnig sent sambærileg erindi til Félags framhaldsskólakennara, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Umboðsmanns barna. Ég get einungis vonað að yfirvöld muni svara fyrirspurnum mínum. Einlæg ósk móður menntskælings til framhaldsskólakennara Þið, framhaldsskólakennarar, hafið kennt nemendum ykkar að menntun sé dýrmæt. Þið hafið kennt þeim að rödd þeirra skipti máli. Þið hafið kennt þeim að góð samskipti og gagnkvæm virðing skipti sköpum í samfélaginu. Nú er tækifærið til að sýna einmitt það í verki. Með virðingu, kærleika og von um skýra upplýsingagjöf, Höfundur er móðir sextán ára menntskælings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Kæru framhaldsskólakennarar. Ég ber djúpa virðingu fyrir starfi ykkar. Ég geri mér grein fyrir því að kjarabarátta kennara er réttmæt og mikilvæg. Framhaldsskólanám og framhaldsskólakennarar mynda mikilvæga hornsteina framtíðarsamfélags þjóðarinnar og ég efast ekki um að þið, framhaldsskólakennarar, berið hag nemenda ykkar fyrir brjósti – nú þegar þið berjist fyrir sanngjörnum kjörum og betra starfsumhverfi. En í þeirri baráttu vil ég biðja ykkur um eitt: Varpið ekki allri ábyrgð á túlkun og útskýringu kjaradeilu framhaldsskólakennara eingöngu á okkur, foreldra ólögráðra menntaskólanema. Fyrsta árs nemar í menntaskóla þurfa skýran stuðning Sonur minn er í sínu fyrsta ári í menntaskóla. Hann, eins og margir aðrir nemendur sem eru á sama stað í námi, er enn að læra hvernig framhaldsskólakerfið virkar, hvernig nám í áfangakerfi gengur fyrir sig og hvernig hann getur skipulagt sig til að ná árangri. Látum ekki börnin sækja fréttir í fjölmiðla Nú stendur til að framhaldsskólakennarar fari í ótímabundið verkfall í nokkrum skólum, takist ekki samningar fyrir 21. febrúar. Það eina sem sextán ára gamall sonur minn veit um stöðuna er það sem hann les í fjölmiðlum – eða það sem ég, móðir hans, segi honum eftir að hafa reynt að leita svara hjá yfirvöldum með misjöfnum árangri. Nemendur eiga skýlausan rétt á upplýsingum frá kennurum Það er ekki ásættanlegt að ábyrgðin á því að útskýra kjaradeilu framhaldsskólakennara, áhrif verkfallsins og óvissu um nám framtíðarinnar sé eingöngu okkar foreldra. Þetta eru ykkar nemendur – þeir eiga rétt á skýrum upplýsingum frá ykkur og skólayfirvöldum. Réttindum fylgja skyldur – gagnkvæm virðing er lykilatriði Ég geri mér grein fyrir því að kennarar eiga rétt á því að fara í verkfall. Við foreldrar eigum að sýna ykkar baráttu virðingu og flest gerum við það. En rétt eins og við foreldrar sýnum virðingu fyrir ykkur, kennurum, eiga nemendur og foreldrar líka rétt á eðlilegri nærgætni og gagnkvæmri virðingu af ykkar hálfu og af hálfu menntayfirvalda. Nemendur og við foreldrar eigum ekki að vera skilin eftir í óvissu – við eigum rétt á upplýsingum og samráði um hvaða áhrif verkfall muni hafa á námsframvindu nemenda. Hjálpumst öll að – sem eitt samfélag Því skora ég á ykkur, alla framhaldsskólakennara og alla stjórnendur framhaldsskóla, að vinna með okkur foreldrum að því að tryggja að allir nemendur fái skýrar og samræmdar upplýsingar um eðli kjarabaráttu ykkar, ástæðu yfirvofandi verkfalls og einnig skora ég á ykkur öll að upplýsa nemendur jafnt og þétt um raunverulega stöðu mála. 1. Útskýrið fyrir nemendum hvað ótímabundið skæruverkfall þýðir fyrir þá. 2. Látið nemendur ekki lesa fréttir í fjölmiðlum án upplýsinga frá kennurum. 3. Heiðrið samskipti við foreldra og tryggið að allir fái sömu upplýsingar. Spurningar móður menntskælings til samninganefndar ríkisins Til að fá skýr svör um áhrif verkfallsins á nemendur, skrifaði ég í dag formlega fyrirspurn til Samninganefndar ríkisins á netfang Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar óskaði ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum: A. Er samninganefnd ríkisins meðvituð um þær afleiðingar sem ótímabundið verkfall framhaldsskólakennara getur haft á námsframvindu nemenda? B. Er einhver vinna í gangi innan stjórnkerfisins til að tryggja að nemendur fái skýrar leiðbeiningar um stöðu sína, t.d. um hvort þeir geti lokið námi sínu eftir verkfallið? C. Hafa menntayfirvöld, ráðuneyti eða aðrir samningsaðilar sett fram úrræði til að tryggja að nemendur fái ekki varanlegt tjón á menntabraut sinni? D. Ef ekki næst samkomulag fyrir 21. febrúar, hefur samninganefnd ríkisins þá íhugað að tryggja aðgerðir sem vernda hagsmuni nemenda? Ég skrifaði einnig þessi orð í erindi mínu til samninganefndar ríkisins: „Sonur minn hefur skilað öllum verkefnum sínum á vorönninni og lagt hart að sér í námi. Það er ekki réttlátt að hann og aðrir nemendur séu teknir sem gíslar í þessari vinnudeilu án þess að tryggt sé að þeir fái klárað sitt nám.“ Fyrir utan þessa fyrirspurn hef ég einnig sent sambærileg erindi til Félags framhaldsskólakennara, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Umboðsmanns barna. Ég get einungis vonað að yfirvöld muni svara fyrirspurnum mínum. Einlæg ósk móður menntskælings til framhaldsskólakennara Þið, framhaldsskólakennarar, hafið kennt nemendum ykkar að menntun sé dýrmæt. Þið hafið kennt þeim að rödd þeirra skipti máli. Þið hafið kennt þeim að góð samskipti og gagnkvæm virðing skipti sköpum í samfélaginu. Nú er tækifærið til að sýna einmitt það í verki. Með virðingu, kærleika og von um skýra upplýsingagjöf, Höfundur er móðir sextán ára menntskælings
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun