Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Kristján Már Unnarsson skrifar 6. febrúar 2025 22:20 Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í viðtali á Loftleiðahótelinu síðdegis. Bjarni Einarsson Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. Landsmenn horfa fram á verulega skert rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar næstu mánuði eftir að Samgöngustofa fyrirskipaði í gærkvöldi lokun austur/vestur-brautar vallarins frá og með laugardegi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fundi Flugmálafélags Íslands á Loftleiðahótelinu síðdegis þar sem málefni flugvallarins voru rædd. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í ræðustól.kmu Það lýsti stemmningunni á fundinum að Eyjólfur Ármannsson hlaut dynjandi lófaklapp þegar hann í ávarpi sínu sagði nýja ríkisstjórn einhuga um að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í erindum framsögumanna var borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík gagnrýndur vegna framgöngu sinnar í málefnum flugvallarins. Gagnrýni Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlands, var sérstaklega hörð gagnvart þeim áformum borgarinnar að taka svæði flugvallarins í Skerjafirði undir íbúðabyggð rétt við brautamót vallarins og kallaði hún þau galin. Séð yfir austur/vestur braut flugvallarins. Henni verður lokað vegna þess að tré í aðflugslínu eru vaxin upp í hindranaflöt brautarinnar. Fjær sést flugvallarsvæðið í Skerjafirði sem borgin hyggst taka undir íbúðabyggð.Bjarni Einarsson Hæst bar þó á fundinum nýjustu tíðindin frá því í dag; tilskipun Samgöngustofu um að loka skuli annarri flugbraut vallarins á laugardag. „Mér finnst þetta grafalvarlegt mál,“ segir samgönguráðherrann Eyjólfur Ármannsson. „Þetta er á grundvelli nýs öryggismats sem fór fram og þá þarf að loka brautinni.“ Frá pallborðsumræðum á fundi Flugmálafélagsins.KMU -En hvernig á að bregðast við? „Ja, það er sáraeinfalt mál. Reykjavíkurborg þarf að skera niður þessi tré, fella trén, svo þau fari ekki upp í öryggisfletina, hindrunarfletina í kringum Reykjavíkurflugvöll.“ -Hefurðu áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins og sjúkrafluginu til dæmis? „Já, ég hef miklar áhyggjur af þessu. Og ég bara skil ekki Reykjavíkurborg, hvað þau eru að hugsa með því að haga sér svona. Að fara ekki að réttum skipulagslögum og saga niður trén,“ svarar ráðherrann. Hverju Einar Þorsteinsson borgarstjóri svarar má heyra hér í frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Landsmenn horfa fram á verulega skert rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar næstu mánuði eftir að Samgöngustofa fyrirskipaði í gærkvöldi lokun austur/vestur-brautar vallarins frá og með laugardegi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fundi Flugmálafélags Íslands á Loftleiðahótelinu síðdegis þar sem málefni flugvallarins voru rædd. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í ræðustól.kmu Það lýsti stemmningunni á fundinum að Eyjólfur Ármannsson hlaut dynjandi lófaklapp þegar hann í ávarpi sínu sagði nýja ríkisstjórn einhuga um að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í erindum framsögumanna var borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík gagnrýndur vegna framgöngu sinnar í málefnum flugvallarins. Gagnrýni Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlands, var sérstaklega hörð gagnvart þeim áformum borgarinnar að taka svæði flugvallarins í Skerjafirði undir íbúðabyggð rétt við brautamót vallarins og kallaði hún þau galin. Séð yfir austur/vestur braut flugvallarins. Henni verður lokað vegna þess að tré í aðflugslínu eru vaxin upp í hindranaflöt brautarinnar. Fjær sést flugvallarsvæðið í Skerjafirði sem borgin hyggst taka undir íbúðabyggð.Bjarni Einarsson Hæst bar þó á fundinum nýjustu tíðindin frá því í dag; tilskipun Samgöngustofu um að loka skuli annarri flugbraut vallarins á laugardag. „Mér finnst þetta grafalvarlegt mál,“ segir samgönguráðherrann Eyjólfur Ármannsson. „Þetta er á grundvelli nýs öryggismats sem fór fram og þá þarf að loka brautinni.“ Frá pallborðsumræðum á fundi Flugmálafélagsins.KMU -En hvernig á að bregðast við? „Ja, það er sáraeinfalt mál. Reykjavíkurborg þarf að skera niður þessi tré, fella trén, svo þau fari ekki upp í öryggisfletina, hindrunarfletina í kringum Reykjavíkurflugvöll.“ -Hefurðu áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins og sjúkrafluginu til dæmis? „Já, ég hef miklar áhyggjur af þessu. Og ég bara skil ekki Reykjavíkurborg, hvað þau eru að hugsa með því að haga sér svona. Að fara ekki að réttum skipulagslögum og saga niður trén,“ svarar ráðherrann. Hverju Einar Þorsteinsson borgarstjóri svarar má heyra hér í frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21