Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Kristján Már Unnarsson skrifar 6. febrúar 2025 22:20 Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í viðtali á Loftleiðahótelinu síðdegis. Bjarni Einarsson Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. Landsmenn horfa fram á verulega skert rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar næstu mánuði eftir að Samgöngustofa fyrirskipaði í gærkvöldi lokun austur/vestur-brautar vallarins frá og með laugardegi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fundi Flugmálafélags Íslands á Loftleiðahótelinu síðdegis þar sem málefni flugvallarins voru rædd. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í ræðustól.kmu Það lýsti stemmningunni á fundinum að Eyjólfur Ármannsson hlaut dynjandi lófaklapp þegar hann í ávarpi sínu sagði nýja ríkisstjórn einhuga um að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í erindum framsögumanna var borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík gagnrýndur vegna framgöngu sinnar í málefnum flugvallarins. Gagnrýni Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlands, var sérstaklega hörð gagnvart þeim áformum borgarinnar að taka svæði flugvallarins í Skerjafirði undir íbúðabyggð rétt við brautamót vallarins og kallaði hún þau galin. Séð yfir austur/vestur braut flugvallarins. Henni verður lokað vegna þess að tré í aðflugslínu eru vaxin upp í hindranaflöt brautarinnar. Fjær sést flugvallarsvæðið í Skerjafirði sem borgin hyggst taka undir íbúðabyggð.Bjarni Einarsson Hæst bar þó á fundinum nýjustu tíðindin frá því í dag; tilskipun Samgöngustofu um að loka skuli annarri flugbraut vallarins á laugardag. „Mér finnst þetta grafalvarlegt mál,“ segir samgönguráðherrann Eyjólfur Ármannsson. „Þetta er á grundvelli nýs öryggismats sem fór fram og þá þarf að loka brautinni.“ Frá pallborðsumræðum á fundi Flugmálafélagsins.KMU -En hvernig á að bregðast við? „Ja, það er sáraeinfalt mál. Reykjavíkurborg þarf að skera niður þessi tré, fella trén, svo þau fari ekki upp í öryggisfletina, hindrunarfletina í kringum Reykjavíkurflugvöll.“ -Hefurðu áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins og sjúkrafluginu til dæmis? „Já, ég hef miklar áhyggjur af þessu. Og ég bara skil ekki Reykjavíkurborg, hvað þau eru að hugsa með því að haga sér svona. Að fara ekki að réttum skipulagslögum og saga niður trén,“ svarar ráðherrann. Hverju Einar Þorsteinsson borgarstjóri svarar má heyra hér í frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Landsmenn horfa fram á verulega skert rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar næstu mánuði eftir að Samgöngustofa fyrirskipaði í gærkvöldi lokun austur/vestur-brautar vallarins frá og með laugardegi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fundi Flugmálafélags Íslands á Loftleiðahótelinu síðdegis þar sem málefni flugvallarins voru rædd. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í ræðustól.kmu Það lýsti stemmningunni á fundinum að Eyjólfur Ármannsson hlaut dynjandi lófaklapp þegar hann í ávarpi sínu sagði nýja ríkisstjórn einhuga um að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í erindum framsögumanna var borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík gagnrýndur vegna framgöngu sinnar í málefnum flugvallarins. Gagnrýni Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlands, var sérstaklega hörð gagnvart þeim áformum borgarinnar að taka svæði flugvallarins í Skerjafirði undir íbúðabyggð rétt við brautamót vallarins og kallaði hún þau galin. Séð yfir austur/vestur braut flugvallarins. Henni verður lokað vegna þess að tré í aðflugslínu eru vaxin upp í hindranaflöt brautarinnar. Fjær sést flugvallarsvæðið í Skerjafirði sem borgin hyggst taka undir íbúðabyggð.Bjarni Einarsson Hæst bar þó á fundinum nýjustu tíðindin frá því í dag; tilskipun Samgöngustofu um að loka skuli annarri flugbraut vallarins á laugardag. „Mér finnst þetta grafalvarlegt mál,“ segir samgönguráðherrann Eyjólfur Ármannsson. „Þetta er á grundvelli nýs öryggismats sem fór fram og þá þarf að loka brautinni.“ Frá pallborðsumræðum á fundi Flugmálafélagsins.KMU -En hvernig á að bregðast við? „Ja, það er sáraeinfalt mál. Reykjavíkurborg þarf að skera niður þessi tré, fella trén, svo þau fari ekki upp í öryggisfletina, hindrunarfletina í kringum Reykjavíkurflugvöll.“ -Hefurðu áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins og sjúkrafluginu til dæmis? „Já, ég hef miklar áhyggjur af þessu. Og ég bara skil ekki Reykjavíkurborg, hvað þau eru að hugsa með því að haga sér svona. Að fara ekki að réttum skipulagslögum og saga niður trén,“ svarar ráðherrann. Hverju Einar Þorsteinsson borgarstjóri svarar má heyra hér í frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent