Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 08:30 Sergio Ramos lék síðast með uppeldisfélagi sínu Sevilla en er nú mættur til Mexíkó. Getty/Joaquin Corchero Spænska fótboltagoðsögnin Sergio Ramos hefur tekið fram takkaskóna að nýju og mun spila í efstu deildinni í Mexíkó. Ramos, sem verður 39 ára í næsta mánuði, lék síðast fótbolta með Sevilla á Spáni en hætti þar síðasta sumar. Í gær var hann hins vegar kynntur sem nýr leikmaður Monterrey í Mexíkó. „Sögufrægur varnarmaður í heimsfótboltanum, margfaldur meistari með Real Madrid og PSG og heimsmeistari með Spáni. Velkominn til Club de Futbol Monterrey. Leiðtogahæfni þín, hæfileikar og sigurhugarfar mun koma „Bláum og hvítum“ í hæstu hæðir,“ segir í tilkynningu Monterrey. Athygli vekur að Ramos verður í treyju númer 93 hjá Monterrey en það er til að minnast marksins sem hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2014. Markið tryggði Real framlengingu og liðið varð svo Evrópumeistari. Sergio Ramos will wear the no.93 shirt at Monterrey to honour his late goal for Real Madrid in the 2014 #UCL final 🎯 pic.twitter.com/9bENX4zlk8— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2025 Ramos, sem vann mikinn fjölda titla á sextán árum með Real Madrid og varð heimsmeistari með Spáni 2010 og Evrópumeistari 2008 og 2012, er uppalinn hjá Sevilla. Hann lék í eitt ár fyrir félagið áður en að samningur hans rann út síðasta sumar. „Við höfum reynt að semja við hann síðan síðasta sumar. Það gekk ekki upp þá en við reyndum aftur núna í félagaskiptaglugganum,“ sagði Jose Antonio Noriega, forseti Monterrey. „Liðið þarf á honum að halda. Hann hefur gæðin, gríðarlega reynslu, rosalegan persónuleika og er óumdeildur leiðtogi,“ sagði Noriega. Ramos kemur því til með að spila á HM félagsliða í sumar en Monterrey er eitt af þremur mexíkóskum liðum sem taka þátt í mótinu. Spænski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Ramos, sem verður 39 ára í næsta mánuði, lék síðast fótbolta með Sevilla á Spáni en hætti þar síðasta sumar. Í gær var hann hins vegar kynntur sem nýr leikmaður Monterrey í Mexíkó. „Sögufrægur varnarmaður í heimsfótboltanum, margfaldur meistari með Real Madrid og PSG og heimsmeistari með Spáni. Velkominn til Club de Futbol Monterrey. Leiðtogahæfni þín, hæfileikar og sigurhugarfar mun koma „Bláum og hvítum“ í hæstu hæðir,“ segir í tilkynningu Monterrey. Athygli vekur að Ramos verður í treyju númer 93 hjá Monterrey en það er til að minnast marksins sem hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2014. Markið tryggði Real framlengingu og liðið varð svo Evrópumeistari. Sergio Ramos will wear the no.93 shirt at Monterrey to honour his late goal for Real Madrid in the 2014 #UCL final 🎯 pic.twitter.com/9bENX4zlk8— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2025 Ramos, sem vann mikinn fjölda titla á sextán árum með Real Madrid og varð heimsmeistari með Spáni 2010 og Evrópumeistari 2008 og 2012, er uppalinn hjá Sevilla. Hann lék í eitt ár fyrir félagið áður en að samningur hans rann út síðasta sumar. „Við höfum reynt að semja við hann síðan síðasta sumar. Það gekk ekki upp þá en við reyndum aftur núna í félagaskiptaglugganum,“ sagði Jose Antonio Noriega, forseti Monterrey. „Liðið þarf á honum að halda. Hann hefur gæðin, gríðarlega reynslu, rosalegan persónuleika og er óumdeildur leiðtogi,“ sagði Noriega. Ramos kemur því til með að spila á HM félagsliða í sumar en Monterrey er eitt af þremur mexíkóskum liðum sem taka þátt í mótinu.
Spænski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira