„Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. febrúar 2025 09:00 Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra, furðar sig á vinnubrögðum stjórnarandstöðunnar og ásökunum þeirra sem hún segir byggja á sögusögnum. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir engan á vegum ráðuneytisins hafa lagt fram launahækkun í kjaraviðræðum kennara og veltir hún fyrir sér hver sé að búa til slíkar sögusagnir. Ráðuneytið hafi þó reynt að liðka fyrir viðræðum með öðrum aðgerðum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, kom í Bítið í morgun til að ræða menntamál, kjaraviðræður kennara og ýmislegt annað. Þáttastjórnendur byrjuðu á að spyrja hana út í meint afskipti hennar af viðræðum milli sveitarfélaga og kennara. „Það sem ég, eða fólk á mínum vegum, hef verið ásökuð um er að hafa boðið kennurum tveggja prósenta launahækkun. Það er bara alls ekki rétt. Við gerðum það hvergi, höfum aldrei gert það,“ sagði Ásthildur um ásakanir stjórnarandstöðunnar. Buðuð þið eitthvað? „Nei, ekki í neinu sem eru peningar. Það sem við hins vegar reyndum að gera var að liðka fyrir sátt í deilunni svo sem með því að flýta virðismati starfa og með almennum aðgerðum í menntamálum sem við vissum að kennarar vildu gjarnan sjá. Við náttúrulega höfðum miklar áhyggjur af þessari stöðu inni í ráðuneytinu og höfum enn. Það var rætt á þessum forsendum,“ sagði hún. Skilur ekki hvernig svona sögusagnir verða til Eru þetta einhver óskrifuð eða skrifuð lög um að ríkið sé ekki að skipta sér af svona málum? „Nei, það er nefnilega ekki og mér skilst að það hafi varla farið fram kjaraviðræður eða samningur undanfarin ár án þess að ríkið hafi komið þar að máli með einhverjum hætti,“ sagði Ásthildur. Þetta upphlaup formanna minnihlutans orkaði á mann eins og þetta væri ægileg synd en maður giskar á að ef þú hefðir stigið inn í þá hefði þjóðin verið mjög ánægð. „Ég held það nú bara líka. Það hefði verið mjög gaman að geta gert það. Ríkið er ekki nema samningsaðili við framhaldsskólakennara og getur þess vegna ekki lofað neinum kauphækkunum fyrir hönd sveitarfélaganna. Það var ekki gert. Og ég eiginlega skil ekki hvernig svona sögusagnir verða til,“ segir Ásthildur. „Það er ósamræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa áður haft aðkomu að kjarasamningum. Og að vera að byggja svona mikið á sögusögnum, ég veit ekki hvaðan þær koma vegna þess að þær eru bara alls ekki sannar.“ Verulega slæmt og umhugsunarvert Ásthildur segist hafa verið bjartsýn í síðustu viku og alveg fram á síðustu stundu á að viðræðurnar myndu leysast eftir að hún hafði hitt deiluaðila, forsætisráðherra og efnahagsráðherra. Deiluaðilum hafi litist mjög vel á hugmyndir ráðuneytisins um úrbætur í menntakerfinu sem sneru meðal annars að starfsþróun kennara, hraðari innleiðingu virðismatskerfis og ýmsum aðgerðum í þágu barna. „En þetta er það eina sem ríkisstjórnin getur boðið inn í deilur sem standa á milli sveitarfélaga og kennara,“ segir hún. „Þetta var komið út í svo mikið bull að ég fékk meira að segja spurningu um hvort ég hefði verið niðri í Karphúsi um helgina, því þau höfðu heimild fyrir því. Ég hef ekki komið nálægt Karphúsinu í mörg ár,“ segir hún og bætir við „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur og líka hvernig stjórnarandstaðan bara gleypir þetta. Kannski er þetta fólk sem það treystir og það er þá verulega slæmt og umhugsunarvert.“ Bjartsýn á að deilan leysist Boðað var óvænt til nýs fundar milli deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í vikunni. Hversu bjartsýn getum við verið? „Ég er bjartsýn en maður veit aldrei fyrr en búið er að samþykkja,“ segir Ásthildur. Fyrr en vöfflulyktin kemur í Karphúsið? „Fyrr en vöfflulyktin kemur en ég finn hana örugglega ekki fyrr en hún kemur í fréttum,“ segir hún. Ásthildur ræddi einnig um helstu mál á sínu borði, áherslu á farsæld barna og samþættingu þjónustustiga, áskoranirnar sem samfélagið þarf að takast á við og ýmislegt annað eins og heyra má í klippunni hér að neðan. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, kom í Bítið í morgun til að ræða menntamál, kjaraviðræður kennara og ýmislegt annað. Þáttastjórnendur byrjuðu á að spyrja hana út í meint afskipti hennar af viðræðum milli sveitarfélaga og kennara. „Það sem ég, eða fólk á mínum vegum, hef verið ásökuð um er að hafa boðið kennurum tveggja prósenta launahækkun. Það er bara alls ekki rétt. Við gerðum það hvergi, höfum aldrei gert það,“ sagði Ásthildur um ásakanir stjórnarandstöðunnar. Buðuð þið eitthvað? „Nei, ekki í neinu sem eru peningar. Það sem við hins vegar reyndum að gera var að liðka fyrir sátt í deilunni svo sem með því að flýta virðismati starfa og með almennum aðgerðum í menntamálum sem við vissum að kennarar vildu gjarnan sjá. Við náttúrulega höfðum miklar áhyggjur af þessari stöðu inni í ráðuneytinu og höfum enn. Það var rætt á þessum forsendum,“ sagði hún. Skilur ekki hvernig svona sögusagnir verða til Eru þetta einhver óskrifuð eða skrifuð lög um að ríkið sé ekki að skipta sér af svona málum? „Nei, það er nefnilega ekki og mér skilst að það hafi varla farið fram kjaraviðræður eða samningur undanfarin ár án þess að ríkið hafi komið þar að máli með einhverjum hætti,“ sagði Ásthildur. Þetta upphlaup formanna minnihlutans orkaði á mann eins og þetta væri ægileg synd en maður giskar á að ef þú hefðir stigið inn í þá hefði þjóðin verið mjög ánægð. „Ég held það nú bara líka. Það hefði verið mjög gaman að geta gert það. Ríkið er ekki nema samningsaðili við framhaldsskólakennara og getur þess vegna ekki lofað neinum kauphækkunum fyrir hönd sveitarfélaganna. Það var ekki gert. Og ég eiginlega skil ekki hvernig svona sögusagnir verða til,“ segir Ásthildur. „Það er ósamræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa áður haft aðkomu að kjarasamningum. Og að vera að byggja svona mikið á sögusögnum, ég veit ekki hvaðan þær koma vegna þess að þær eru bara alls ekki sannar.“ Verulega slæmt og umhugsunarvert Ásthildur segist hafa verið bjartsýn í síðustu viku og alveg fram á síðustu stundu á að viðræðurnar myndu leysast eftir að hún hafði hitt deiluaðila, forsætisráðherra og efnahagsráðherra. Deiluaðilum hafi litist mjög vel á hugmyndir ráðuneytisins um úrbætur í menntakerfinu sem sneru meðal annars að starfsþróun kennara, hraðari innleiðingu virðismatskerfis og ýmsum aðgerðum í þágu barna. „En þetta er það eina sem ríkisstjórnin getur boðið inn í deilur sem standa á milli sveitarfélaga og kennara,“ segir hún. „Þetta var komið út í svo mikið bull að ég fékk meira að segja spurningu um hvort ég hefði verið niðri í Karphúsi um helgina, því þau höfðu heimild fyrir því. Ég hef ekki komið nálægt Karphúsinu í mörg ár,“ segir hún og bætir við „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur og líka hvernig stjórnarandstaðan bara gleypir þetta. Kannski er þetta fólk sem það treystir og það er þá verulega slæmt og umhugsunarvert.“ Bjartsýn á að deilan leysist Boðað var óvænt til nýs fundar milli deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í vikunni. Hversu bjartsýn getum við verið? „Ég er bjartsýn en maður veit aldrei fyrr en búið er að samþykkja,“ segir Ásthildur. Fyrr en vöfflulyktin kemur í Karphúsið? „Fyrr en vöfflulyktin kemur en ég finn hana örugglega ekki fyrr en hún kemur í fréttum,“ segir hún. Ásthildur ræddi einnig um helstu mál á sínu borði, áherslu á farsæld barna og samþættingu þjónustustiga, áskoranirnar sem samfélagið þarf að takast á við og ýmislegt annað eins og heyra má í klippunni hér að neðan.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira