Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 14:44 Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Ástandið í Goma í Austur-Kongó er verulega slæmt eftir að borgin féll á dögunum í hendur uppreisnarmanna en þar hafa tugir þúsunda barna búið á götum borgarinnar. Kynferðisofbeldi er algengt en konur og kannski sérstaklega börn eru gífurlega berskjölduð fyrir því. Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, hefur ferðast mikið til Goma, þar sem Barnaheill hafa frá 2022 og í samvinnu við Save the Children unnið að því að koma heimilislausum börnum til aðstoðar. Kolbrún segir að í fyrra hafi Save the Children áætlað að um 22 þúsund börn hafi búið á götunni í Goma. Síðan þá er talið að um 120 þúsund börn hafi flúið heimili sín vegna átaka á svæðinu og þar af flúðu mörg þeirra til Goma, þar sem öryggisástandið hafði lengi verið betra en annars staðar í héraðinu. Um tvær milljónir manna hafa búið í Goma en talið er að um milljón til viðbótar hafi flúið þangað á undanförnum mánuðum. Af þessum þremur milljónum er talið að rúmur helmingur séu á barnsaldri, samkvæmt Save the children. Borgin féll þó í hendur uppreisnarmanna M23, sem njóta stuðnings hers Rúanda, í lok janúar. Sjá einnig: Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Síðan þá hafa uppreisnarmennirnir stefnt til suðurs, í átt að borginni Bukavo, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. Save the Children eru einnig með viðveru í því héraði, sunnar nærri landamærum Búrúndí. Her Búrúndí hefur sent liðsauka yfir landamærin, her Austur-Kongó til stuðnings. Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Reyna að koma fótum undir götubörn Eins og áður segir er mikið af götubörnum í Goma en þar hafa Barnaheill og Save the Children unnið að því að finna börn og reyna að finna fjölskyldur þeirra eða ættingja í Goma og sameina þau. Einnig snýr vinnan að því að koma þeim á skólabekk eða í starfsnám. „Þetta er tvítækt markmið,“ segir Kolbrún. „Að sameina þau við fjölskyldur sínar eða finna þeim skjól og hitt er að mennta þau og koma undir þau fótum.“ Kolbrún segir öllum leiðum frá Goma hafa verið lokað en borgin liggur á landamærum Austur-Kongó og Rúanda. Mikill friður hafi lengi ríkt Rúandamegin á meðan ástandið Kongómegin sé mun verra. Kolbrún var í borginni í apríl og fór þá yfir landamærin til Rúanda. „Þetta var eins og svart og hvítt.“ Erfitt að lýsa ástandinu svo fólk skilji Ekkert samband hefur náðst við starfsfólk Barnaheilla í borginni undanfarna daga en sprengja féll nærri skrifstofu samtakanna í síðustu viku og olli þar tjóni. „Ég er búin að senda fyrirspurn um stöðuna en það er ekki hægt að ná í neinn,“ segir Kolbrún. „Þau eru væntanlega bara á ferðinni og að reyna að halda lífi.“ Það sama er upp á teningnum varðandi börnin sem starfsmenn samtakanna hafa verið að aðstoða. Engar fregnir hafa borist af þeim. Hún sendi einnig fyrirspurn til útibúsins í Suður-Kivu en þar ríkir einnig töluverð óreiða vegna framsóknar M23. Þegar Kolbrún ferðaðist til Goma í fyrra segir hún að ástandið hafi verið hræðilegt. „Ég ferðast mjög mikið og sérstaklega um Afríku og þó ég lesi skýrslur um ástandið, var allt annað að koma þangað og sjá ástandið,“ segir hún. „Það er ekki hægt að lýsa þessu eða koma þessu í orð svo fólk skilji það raunverulega.“ Rætt var við Kolbrúnu um ástandið í Goma og götubörnin í Ísland í dag síðasta sumar. Ellefu ára stúlkur með eigin börn á götunni Eins og áður segir er kynferðisofbeldi á svæðinu algengt. Fregnir bárust af því í vikunni að hundruðum kvenfanga hefði verið nauðgað og þær brenndar lifandi í fangelsi í Goma þegar borgin féll í hendur uppreisnarmanna M23. Einn yfirmanna friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sagði í samtali við blaðamenn að nokkur hundruð konur hefðu verið í fangelsinu. Þeim hefði öllum verið nauðgað og í kjölfarið hafi þær dáið þegar kveikt var í fangelsinu. Kolbrún segir mikla þörf á því að aðstoða ungar stúlkur á götum Goma. Margar séu sjálfar orðnar mæður. „Þarna eru komnar tvær kynslóðir af götubörnum. Ellefu til tólf ára stúlkur með eigin börn á götunni,“ segir hún. „Konur og börn eru ótrúlega útsett fyrir kynferðisofbeldi. Það er engin miskunn.“ Austur-Kongó Hernaður Kynferðisofbeldi Rúanda Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, hefur ferðast mikið til Goma, þar sem Barnaheill hafa frá 2022 og í samvinnu við Save the Children unnið að því að koma heimilislausum börnum til aðstoðar. Kolbrún segir að í fyrra hafi Save the Children áætlað að um 22 þúsund börn hafi búið á götunni í Goma. Síðan þá er talið að um 120 þúsund börn hafi flúið heimili sín vegna átaka á svæðinu og þar af flúðu mörg þeirra til Goma, þar sem öryggisástandið hafði lengi verið betra en annars staðar í héraðinu. Um tvær milljónir manna hafa búið í Goma en talið er að um milljón til viðbótar hafi flúið þangað á undanförnum mánuðum. Af þessum þremur milljónum er talið að rúmur helmingur séu á barnsaldri, samkvæmt Save the children. Borgin féll þó í hendur uppreisnarmanna M23, sem njóta stuðnings hers Rúanda, í lok janúar. Sjá einnig: Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Síðan þá hafa uppreisnarmennirnir stefnt til suðurs, í átt að borginni Bukavo, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. Save the Children eru einnig með viðveru í því héraði, sunnar nærri landamærum Búrúndí. Her Búrúndí hefur sent liðsauka yfir landamærin, her Austur-Kongó til stuðnings. Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Reyna að koma fótum undir götubörn Eins og áður segir er mikið af götubörnum í Goma en þar hafa Barnaheill og Save the Children unnið að því að finna börn og reyna að finna fjölskyldur þeirra eða ættingja í Goma og sameina þau. Einnig snýr vinnan að því að koma þeim á skólabekk eða í starfsnám. „Þetta er tvítækt markmið,“ segir Kolbrún. „Að sameina þau við fjölskyldur sínar eða finna þeim skjól og hitt er að mennta þau og koma undir þau fótum.“ Kolbrún segir öllum leiðum frá Goma hafa verið lokað en borgin liggur á landamærum Austur-Kongó og Rúanda. Mikill friður hafi lengi ríkt Rúandamegin á meðan ástandið Kongómegin sé mun verra. Kolbrún var í borginni í apríl og fór þá yfir landamærin til Rúanda. „Þetta var eins og svart og hvítt.“ Erfitt að lýsa ástandinu svo fólk skilji Ekkert samband hefur náðst við starfsfólk Barnaheilla í borginni undanfarna daga en sprengja féll nærri skrifstofu samtakanna í síðustu viku og olli þar tjóni. „Ég er búin að senda fyrirspurn um stöðuna en það er ekki hægt að ná í neinn,“ segir Kolbrún. „Þau eru væntanlega bara á ferðinni og að reyna að halda lífi.“ Það sama er upp á teningnum varðandi börnin sem starfsmenn samtakanna hafa verið að aðstoða. Engar fregnir hafa borist af þeim. Hún sendi einnig fyrirspurn til útibúsins í Suður-Kivu en þar ríkir einnig töluverð óreiða vegna framsóknar M23. Þegar Kolbrún ferðaðist til Goma í fyrra segir hún að ástandið hafi verið hræðilegt. „Ég ferðast mjög mikið og sérstaklega um Afríku og þó ég lesi skýrslur um ástandið, var allt annað að koma þangað og sjá ástandið,“ segir hún. „Það er ekki hægt að lýsa þessu eða koma þessu í orð svo fólk skilji það raunverulega.“ Rætt var við Kolbrúnu um ástandið í Goma og götubörnin í Ísland í dag síðasta sumar. Ellefu ára stúlkur með eigin börn á götunni Eins og áður segir er kynferðisofbeldi á svæðinu algengt. Fregnir bárust af því í vikunni að hundruðum kvenfanga hefði verið nauðgað og þær brenndar lifandi í fangelsi í Goma þegar borgin féll í hendur uppreisnarmanna M23. Einn yfirmanna friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sagði í samtali við blaðamenn að nokkur hundruð konur hefðu verið í fangelsinu. Þeim hefði öllum verið nauðgað og í kjölfarið hafi þær dáið þegar kveikt var í fangelsinu. Kolbrún segir mikla þörf á því að aðstoða ungar stúlkur á götum Goma. Margar séu sjálfar orðnar mæður. „Þarna eru komnar tvær kynslóðir af götubörnum. Ellefu til tólf ára stúlkur með eigin börn á götunni,“ segir hún. „Konur og börn eru ótrúlega útsett fyrir kynferðisofbeldi. Það er engin miskunn.“
Austur-Kongó Hernaður Kynferðisofbeldi Rúanda Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira