Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2025 21:15 Sanna Magdalena Mörtudóttir á kosningavöku Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Vísir/Viktor Freyr Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. „Ég var ekki alveg að búast við þessu,“ segir Sanna í samtali við Vísi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Ráðhúsi Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld. „Maður sá auðvitað að meirihlutinn virtist ekki vera alveg samstíga í öllu. Mér finnst samt sérstakt að verið sé að slíta meirihlutasamstarfi og vitna í málefni um flugvöllinn. Afsataða flokkanna var skýr áður en þau gengu í þetta samstarf,“ segir Sanna. Hún vísar þar til afdráttarlausra yfirlýsinga Einars borgarstjóra að Reykjavíkurflugvöllur sé ekki á leiðinni neitt næstu áratugi. Yfirlíst stefna Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borgarstjórn hefur verið á þá leið að flugvöllurinn fari úr borginni þegar fundinn hefur verið ný staðsenting. „Maður spyr sig hvort það sé eitthvað meira á bak við þetta.“ Framsókn vann mikinn kosningasigur með Einar í oddvitanum fyrir tæpum þremur árum. Fylgið rauk upp í kosningunum, flokkurinn fékk átján prósenta fylgi og fjóra borgarfulltrúa, en síðan hefur fylgið hrapað. Nú er svo komið að flokkurinn mælist varla inni í borginni. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta séu ýkt viðbrögð við því.“ Hún segir reynslu sína af starfi meirihlutans í borginni hafa byggst á því að vera samstíga í þessu. Borgarstjóri hafi reynt að leiða meirihlutann en ekki gert neitt í nafni eigins flokks. Nú sé annað hljóð í meirihlutanum. Borgarstjóraskipti urðu fyrir tæpu ári sem var hluti af samkomulagi meirihlutans. Dagur B. Eggertsson úr Samfylkinginnu vék fyrir Einari Þorsteinssyni þegar kjörtímabilið var tæplega hálfnað. „Mér finnst ég hafa tekið eftir því að það hafa komið oftar fram skiptar skoðanir innan meirihlutans, til dæmis varðandi húsnæðisuppbyggingu,“ segir Sanna sem dæmi um skoðanaskipti Henni hugnast ekki tal Einars um að horfa til Sjálfstæðisflokksins upp á að mynda meirihluta til hægri. Flokkarnir eru saman með tíu fulltrúa og þurfa tvo til viðbótar til að ná meirihluta. Sanna er meðvituð um tölurnar og möguleikana í stöðunni. „Ég sé alveg tækifæri þarna, til að fara einmitt ekki í þessa hægri átt. Við þurfum að meta stöðuna og ég þarf að ræða við mitt fólk,“ segir Sanna. Sósíalistar eru með tvo borgarfulltrúa og geta því haft ýmislegt að segja um myndun nýs meirihluta. Borgarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
„Ég var ekki alveg að búast við þessu,“ segir Sanna í samtali við Vísi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Ráðhúsi Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld. „Maður sá auðvitað að meirihlutinn virtist ekki vera alveg samstíga í öllu. Mér finnst samt sérstakt að verið sé að slíta meirihlutasamstarfi og vitna í málefni um flugvöllinn. Afsataða flokkanna var skýr áður en þau gengu í þetta samstarf,“ segir Sanna. Hún vísar þar til afdráttarlausra yfirlýsinga Einars borgarstjóra að Reykjavíkurflugvöllur sé ekki á leiðinni neitt næstu áratugi. Yfirlíst stefna Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borgarstjórn hefur verið á þá leið að flugvöllurinn fari úr borginni þegar fundinn hefur verið ný staðsenting. „Maður spyr sig hvort það sé eitthvað meira á bak við þetta.“ Framsókn vann mikinn kosningasigur með Einar í oddvitanum fyrir tæpum þremur árum. Fylgið rauk upp í kosningunum, flokkurinn fékk átján prósenta fylgi og fjóra borgarfulltrúa, en síðan hefur fylgið hrapað. Nú er svo komið að flokkurinn mælist varla inni í borginni. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta séu ýkt viðbrögð við því.“ Hún segir reynslu sína af starfi meirihlutans í borginni hafa byggst á því að vera samstíga í þessu. Borgarstjóri hafi reynt að leiða meirihlutann en ekki gert neitt í nafni eigins flokks. Nú sé annað hljóð í meirihlutanum. Borgarstjóraskipti urðu fyrir tæpu ári sem var hluti af samkomulagi meirihlutans. Dagur B. Eggertsson úr Samfylkinginnu vék fyrir Einari Þorsteinssyni þegar kjörtímabilið var tæplega hálfnað. „Mér finnst ég hafa tekið eftir því að það hafa komið oftar fram skiptar skoðanir innan meirihlutans, til dæmis varðandi húsnæðisuppbyggingu,“ segir Sanna sem dæmi um skoðanaskipti Henni hugnast ekki tal Einars um að horfa til Sjálfstæðisflokksins upp á að mynda meirihluta til hægri. Flokkarnir eru saman með tíu fulltrúa og þurfa tvo til viðbótar til að ná meirihluta. Sanna er meðvituð um tölurnar og möguleikana í stöðunni. „Ég sé alveg tækifæri þarna, til að fara einmitt ekki í þessa hægri átt. Við þurfum að meta stöðuna og ég þarf að ræða við mitt fólk,“ segir Sanna. Sósíalistar eru með tvo borgarfulltrúa og geta því haft ýmislegt að segja um myndun nýs meirihluta. Borgarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1
Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira