Misbýður orðbragð um flugvöllinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2025 08:48 Jón Bjarnason sat á Alþingi um fjórtán ára skeið, frá 1999 til 2013, og gegndi embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2011. Vísir Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vinstri grænna, ávítar fyrrum flokksbróður sinn, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúa VG, fyrir það orðbragð sem hann notar um Reykjavíkurflugvöll. Jón segir að það sé áhrifamanni í borgarstjórn ekki til sóma að tala um „helvítis flugvöll“. Í grein á blog.is segir ráðherrann fyrrverandi með ólíkindum hvað skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar hafi árum saman hatast út í Reykjavíkurflugvöll. Nú þegar tekin sé upp vörn fyrir flugvöllinn fái landsmenn kaldar kveðjur, segir Jón sem á þingmannsferli sínum gat sér orð fyrir að vera ötull talsmaður landsbyggðarinnar og einkum dreifbýlisins. „Hvað sem verður um meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur fer svona orðbragð áhrifamanna og umræðunálgun um öryggisflugvöll þjóðarinnar illa í mig og fleiri landsmenn og eru gróf skilaboð til landsbyggðarinnar og þeirra sem vilja sjá stolta höfuðborg,“ segir Jón. Hann segir borgarstjórnarmeirihlutann ekki aðeins hafa staðið fyrir húsbyggingum í Öskjuhlíðinni þétt uppi í flugvallarsvæðinu þvert á hagsmuni flugöryggis. Steinkumbaldar séu seldir með útsýni yfir Skerjafjörðinn sem mánuði síðar sé búið að byggja fyrir með nýjum kumbalda. „Og svo er deilt um nokkur tré sem skyggja á aðkomu flugvéla!,“ skrifar Jón með upphrópunarmerki. Hann segir að rökin fyrir að troða nýjum Landspítala ofan í kvos þar sem ekkert framtíðarpláss sé hafi verið að hann skyldi byggjast sem næst flugvellinum. Þá skuli Vatnsmýrin, votlendi sem ætti að vera alfriðuð náttúruperla, vera fyllt af húsum og mannvirkjum, grjóti og steypuklumpum. Jón spyr hver ætli að borga fyrir alla skipulagsvinnu undanfarinna ára við flugvöll í Hvassahrauni með spúandi eldfjöll og hraunrennsli allt um kring. „Já „þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ er kveðjan sem landsbyggðin, sjúkraflutningsmennirnir fá í andlitið. Er að furða þó einhverjum sé misboðið orðbragðið og því sem fylgir,“ segir Jón Bjarnason. Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Í grein á blog.is segir ráðherrann fyrrverandi með ólíkindum hvað skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar hafi árum saman hatast út í Reykjavíkurflugvöll. Nú þegar tekin sé upp vörn fyrir flugvöllinn fái landsmenn kaldar kveðjur, segir Jón sem á þingmannsferli sínum gat sér orð fyrir að vera ötull talsmaður landsbyggðarinnar og einkum dreifbýlisins. „Hvað sem verður um meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur fer svona orðbragð áhrifamanna og umræðunálgun um öryggisflugvöll þjóðarinnar illa í mig og fleiri landsmenn og eru gróf skilaboð til landsbyggðarinnar og þeirra sem vilja sjá stolta höfuðborg,“ segir Jón. Hann segir borgarstjórnarmeirihlutann ekki aðeins hafa staðið fyrir húsbyggingum í Öskjuhlíðinni þétt uppi í flugvallarsvæðinu þvert á hagsmuni flugöryggis. Steinkumbaldar séu seldir með útsýni yfir Skerjafjörðinn sem mánuði síðar sé búið að byggja fyrir með nýjum kumbalda. „Og svo er deilt um nokkur tré sem skyggja á aðkomu flugvéla!,“ skrifar Jón með upphrópunarmerki. Hann segir að rökin fyrir að troða nýjum Landspítala ofan í kvos þar sem ekkert framtíðarpláss sé hafi verið að hann skyldi byggjast sem næst flugvellinum. Þá skuli Vatnsmýrin, votlendi sem ætti að vera alfriðuð náttúruperla, vera fyllt af húsum og mannvirkjum, grjóti og steypuklumpum. Jón spyr hver ætli að borga fyrir alla skipulagsvinnu undanfarinna ára við flugvöll í Hvassahrauni með spúandi eldfjöll og hraunrennsli allt um kring. „Já „þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ er kveðjan sem landsbyggðin, sjúkraflutningsmennirnir fá í andlitið. Er að furða þó einhverjum sé misboðið orðbragðið og því sem fylgir,“ segir Jón Bjarnason.
Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26
Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31