Íslenski boltinn

Sjáðu sigur­mark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Örvar Eggertsson skoraði sigurmark Stjörnunnar með fínni vinstri fótar afgreiðslu. 
Örvar Eggertsson skoraði sigurmark Stjörnunnar með fínni vinstri fótar afgreiðslu.  vísir/Diego

Tveir leikir í Lengjubikar karla voru sýndir á Stöð 2 Sport í dag. Mörkin úr þeim má finna hér fyrir neðan. Fjögur mörk voru skoruð á Akranesi og fimm í Garðabænum.

Nýliðar Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, ÍA og Vestri, mættust í Akraneshöllinni og gerðu 2-2 jafntefli.

Vladimir Tufegdzic skoraði bæði mörk gestanna, en Erik Sandberg og Jón Gísli Eyland skoruðu jöfnunarmörk ÍA.

Klippa: ÍA - Vestri 2-2

Stjarnan og ÍBV mættust svo á Samsung vellinum í Garðabæ. Leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna eftir æsispennandi leik.

Stjörnumenn lentu tvisvar undir, bæði mörkin skoruð af Oliver Heiðarssyni, en börðust til baka og unnu góðan endurkomusigur. Emil Atlason, Guðmundur Baldvin Nökkvason og Örvar Eggertsson skoruðu mörk Stjörnunnar.

Klippa: Stjarnan - ÍBV 3-2



Fleiri fréttir

Sjá meira


×