Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 18:09 Hjálmar Bogi Hafliðason er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Loftmyndin er af Reykjavík. Vísir Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. „Lokum flugbraut og vonum það besta.Enda virðast mannslíf í landsbyggðunum hafa minna vægi í umræðunni. Á árinu 2024 voru um 650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur. Það er leiðin á Landspítalann. Nú þegar skilið getur á milli lífs og dauða trompa nokkur tré tilveru fólks,“ segir Hjálmar Örn Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Lokunin gæti verið örlagarík Önnur staðsetning hafi ekki verið fundin fyrir miðstöð innanlandsflugsins. Hver sem er gæti þurft á bráðaþjónustu þjóðarsjúkrahússins að halda. „Höfuðborgin er m.a. miðstöð umferðar, stjórnsýslu og heilbrigðisþjónstu fyrir landið allt. Það er gríðarlega mikilvægt að eiga öfluga og sterka höfuðborg sem stendur undir nafni. Ábyrgðin er mikil og gæti verið örlagarík,“ segir Hjálmar. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna lokana flugbrautanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að út frá gögnum um flug á Reykjavíkurflugvelli séu flugbrautir 13 og 31 notaðar í um 25 prósent af öllum hreyfingum á flugvellinum. „Sé það heimfært yfir á sjúkraflugið má gera ráð fyrir að það hafi áhrif á ríflega 160 flug á ári, eða um 70 sjúklinga í hæstu forgangsflokkun miðað við fjölda sjúklinga árið 2024. Um helmingur þessa sjúklingahóps er fluttur í tímaháð og bráð inngrip þar sem allar tafir teljast ógna lífslíkum og batahorfum.“ Þess er krafist af hálfu miðstöðvarinnar að Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneyti, ISAVIA og Samgöngustofa axli ábyrgð og tryggi opnun og rekstraröryggi flugbrautanna með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. Borgarstjórn Reykjavík Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
„Lokum flugbraut og vonum það besta.Enda virðast mannslíf í landsbyggðunum hafa minna vægi í umræðunni. Á árinu 2024 voru um 650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur. Það er leiðin á Landspítalann. Nú þegar skilið getur á milli lífs og dauða trompa nokkur tré tilveru fólks,“ segir Hjálmar Örn Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Lokunin gæti verið örlagarík Önnur staðsetning hafi ekki verið fundin fyrir miðstöð innanlandsflugsins. Hver sem er gæti þurft á bráðaþjónustu þjóðarsjúkrahússins að halda. „Höfuðborgin er m.a. miðstöð umferðar, stjórnsýslu og heilbrigðisþjónstu fyrir landið allt. Það er gríðarlega mikilvægt að eiga öfluga og sterka höfuðborg sem stendur undir nafni. Ábyrgðin er mikil og gæti verið örlagarík,“ segir Hjálmar. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna lokana flugbrautanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að út frá gögnum um flug á Reykjavíkurflugvelli séu flugbrautir 13 og 31 notaðar í um 25 prósent af öllum hreyfingum á flugvellinum. „Sé það heimfært yfir á sjúkraflugið má gera ráð fyrir að það hafi áhrif á ríflega 160 flug á ári, eða um 70 sjúklinga í hæstu forgangsflokkun miðað við fjölda sjúklinga árið 2024. Um helmingur þessa sjúklingahóps er fluttur í tímaháð og bráð inngrip þar sem allar tafir teljast ógna lífslíkum og batahorfum.“ Þess er krafist af hálfu miðstöðvarinnar að Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneyti, ISAVIA og Samgöngustofa axli ábyrgð og tryggi opnun og rekstraröryggi flugbrautanna með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair.
Borgarstjórn Reykjavík Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26