Handbolti

KA skellti í lás í seinni hálf­leik og fór með sigur úr Skógarselinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
KA-menn skelltu í lás í seinni hálfleik.
KA-menn skelltu í lás í seinni hálfleik.

KA gerði sér góða ferð suður og sótti fimm marka sigur gegn ÍR í sextándu umferð Olís deildar karla. Lokatölur 34-39 í Skógarselinu.

Jafnræði var með liðunum fyrst um sinn og KA-mönnum tókst ekki að slíta sig lausa fyrr en í seinni hálfleik.

Staðan var jöfn eftir fjörutíu mínútna leik en þá tók við sjö mínútna kafli þar sem KA skoraði sjö mörk og ÍR ekkert. Eftir það var aðeins formsatriði fyrir KA að klára leikinn, sem þeir og gerðu.

Engu munaði í markvörslunni, bæði lið vörðu fjórtán bolta. KA tókst hins vegar sjö sinnum að stela honum af ÍR, sem hefndi sín aðeins þrisvar. Sömuleiðis fékk KA mun meira framlag frá sínum línumönnum.

Patrekur Stefánsson í liði KA var markahæstur í leiknum með níu mörk. KA er í níunda sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan ÍR sem er í fallsæti með átta stig eftir sextán leiki spilaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×