Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 10. febrúar 2025 14:01 Það þarf ekki að koma nokkrum manni sem fylgist með umræðu um stjórnmál að meirahlutasamstarfi því sem komið var á árið 2022 var komið í ákveðið öngstræti þegar upp úr slitnaði sl. föstudag. Með þessum skrifum mínum vil ég minna kjörna fulltrúa í Reykjavík á þá staðreynd í fullri vinsemd að þeir eru kosnir til að þjóna hag íbúa höfuðborgarinnar en ekki til að berjast um eigið egó og hver getur unnið með hverjum. Undirritaður hefur verið viðriðin sveitarstjórnarmál í Dalabyggð frá vorinu 2014, fyrst sem varamaður og aðalmaður síðan 2018. Í okkar sveitarfélagi var síðasta starfandi formlegur meirihluti á kjörtímabilinu 2006-2010 – frá þeim tíma hefur ekki verið myndaður meirihluti heldur hefur verið unnið með hag íbúanna í fyrirrúmi. Vissulega hafa komið upp deilumál en þau eru þá rædd og leidd til lykta. Í sveitarstjórnarlögum segir: „Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.“ Með öðrum orðum það má enginn kjörinn fulltrúi taka sig svo hátíðlega að hann sé yfir aðra hafinn og hvað þá að flokkspólitískir hagsmunir eigi að stjórna öllu frá A til Ö líkt og raunin virðist vera í höfuðborginni okkar nú. Reykjavík er nefnilega líka höfuðborgin okkar og þangað þurfum við sem búum á landsbyggðinni að sækja ýmsa þjónustu. Þetta eiga kjörnir fulltrúar í Reykjavík að hafa í huga t.d. varðandi nýlegar fréttir um lokun flugbrautar og áhrif þess á sjúkraflug. Hver ber ábyrgðina ef slys verður núna og það er ekki möguleiki að veita bjargir með sjúkraflugi vegna egós einstakra kjörinna sveitarstjórnamanna í Reykjavík og flokkpólitískra „hagsmuna“ flokkanna þeirra. Eigum við sem búum á landsbyggðinni að sætta okkur við að vera annars flokks þjóðfélagsþegnar vegna þess að kjörnir fulltrúar í Reykjavík setja eigin hagsmuni framar almannahagsmunum og þeim skyldum sem Reykjavík þarf að sinna sem höfuðborg landsins? Ég held að það sé þörf á því að skipta um kúrs í Reykjavík og þar mættu kjörnir fulltrúar jafnvel horfa til íbúakannanna landshlutasamtaka sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Í þeim könnunum voru Dalirnir oft að koma illa út og sumt snerist um atriði á vegum sveitarfélags og annað var á ábyrgð annarra aðila. Árið 2022 var má segja skipt um kúrs í sveitarstjórn Dalabyggðar og farið að vinna m.a. með niðurstöður þessara könnunar og í nýjustu íbúakönnum landshlutasamtakanna hefur Dalabyggð sótt mest á er varðar ánægju íbúa frá síðustu könnun. Ég minni á – hér er hvorki meirihluti eða minnihluti í sveitarstjórn heldur samheldinni hópur kjörinna fulltrúa og starfsmanna sem vinnur að hagsmunum samfélagins sem ein heild. Ég vil því skora á kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja eigið egó til hliðar allavega um stund og starfa sem ein heild næstu 14 mánuði – þetta snýst ekki um hver er borgarstjóri, kannski væri ráð að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri, óháð pólitík, hver er formaður skiplagsráðs o.þ.h. Starf í sveitastjórn snýst um að sinna starfi sínum af alúð og samviskusemi með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi og í tilviki Reykjavíkur að þjóna skyldum sínum gagnavart öðrum íbúum landsins sem höfuðborg – höfuðborg Íslands alls. Höfundur á sæti í sveitarstjórn Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ingvi Bjarnason Sveitarstjórnarmál Dalabyggð Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að koma nokkrum manni sem fylgist með umræðu um stjórnmál að meirahlutasamstarfi því sem komið var á árið 2022 var komið í ákveðið öngstræti þegar upp úr slitnaði sl. föstudag. Með þessum skrifum mínum vil ég minna kjörna fulltrúa í Reykjavík á þá staðreynd í fullri vinsemd að þeir eru kosnir til að þjóna hag íbúa höfuðborgarinnar en ekki til að berjast um eigið egó og hver getur unnið með hverjum. Undirritaður hefur verið viðriðin sveitarstjórnarmál í Dalabyggð frá vorinu 2014, fyrst sem varamaður og aðalmaður síðan 2018. Í okkar sveitarfélagi var síðasta starfandi formlegur meirihluti á kjörtímabilinu 2006-2010 – frá þeim tíma hefur ekki verið myndaður meirihluti heldur hefur verið unnið með hag íbúanna í fyrirrúmi. Vissulega hafa komið upp deilumál en þau eru þá rædd og leidd til lykta. Í sveitarstjórnarlögum segir: „Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.“ Með öðrum orðum það má enginn kjörinn fulltrúi taka sig svo hátíðlega að hann sé yfir aðra hafinn og hvað þá að flokkspólitískir hagsmunir eigi að stjórna öllu frá A til Ö líkt og raunin virðist vera í höfuðborginni okkar nú. Reykjavík er nefnilega líka höfuðborgin okkar og þangað þurfum við sem búum á landsbyggðinni að sækja ýmsa þjónustu. Þetta eiga kjörnir fulltrúar í Reykjavík að hafa í huga t.d. varðandi nýlegar fréttir um lokun flugbrautar og áhrif þess á sjúkraflug. Hver ber ábyrgðina ef slys verður núna og það er ekki möguleiki að veita bjargir með sjúkraflugi vegna egós einstakra kjörinna sveitarstjórnamanna í Reykjavík og flokkpólitískra „hagsmuna“ flokkanna þeirra. Eigum við sem búum á landsbyggðinni að sætta okkur við að vera annars flokks þjóðfélagsþegnar vegna þess að kjörnir fulltrúar í Reykjavík setja eigin hagsmuni framar almannahagsmunum og þeim skyldum sem Reykjavík þarf að sinna sem höfuðborg landsins? Ég held að það sé þörf á því að skipta um kúrs í Reykjavík og þar mættu kjörnir fulltrúar jafnvel horfa til íbúakannanna landshlutasamtaka sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Í þeim könnunum voru Dalirnir oft að koma illa út og sumt snerist um atriði á vegum sveitarfélags og annað var á ábyrgð annarra aðila. Árið 2022 var má segja skipt um kúrs í sveitarstjórn Dalabyggðar og farið að vinna m.a. með niðurstöður þessara könnunar og í nýjustu íbúakönnum landshlutasamtakanna hefur Dalabyggð sótt mest á er varðar ánægju íbúa frá síðustu könnun. Ég minni á – hér er hvorki meirihluti eða minnihluti í sveitarstjórn heldur samheldinni hópur kjörinna fulltrúa og starfsmanna sem vinnur að hagsmunum samfélagins sem ein heild. Ég vil því skora á kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja eigið egó til hliðar allavega um stund og starfa sem ein heild næstu 14 mánuði – þetta snýst ekki um hver er borgarstjóri, kannski væri ráð að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri, óháð pólitík, hver er formaður skiplagsráðs o.þ.h. Starf í sveitastjórn snýst um að sinna starfi sínum af alúð og samviskusemi með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi og í tilviki Reykjavíkur að þjóna skyldum sínum gagnavart öðrum íbúum landsins sem höfuðborg – höfuðborg Íslands alls. Höfundur á sæti í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun