Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 10. febrúar 2025 14:01 Það þarf ekki að koma nokkrum manni sem fylgist með umræðu um stjórnmál að meirahlutasamstarfi því sem komið var á árið 2022 var komið í ákveðið öngstræti þegar upp úr slitnaði sl. föstudag. Með þessum skrifum mínum vil ég minna kjörna fulltrúa í Reykjavík á þá staðreynd í fullri vinsemd að þeir eru kosnir til að þjóna hag íbúa höfuðborgarinnar en ekki til að berjast um eigið egó og hver getur unnið með hverjum. Undirritaður hefur verið viðriðin sveitarstjórnarmál í Dalabyggð frá vorinu 2014, fyrst sem varamaður og aðalmaður síðan 2018. Í okkar sveitarfélagi var síðasta starfandi formlegur meirihluti á kjörtímabilinu 2006-2010 – frá þeim tíma hefur ekki verið myndaður meirihluti heldur hefur verið unnið með hag íbúanna í fyrirrúmi. Vissulega hafa komið upp deilumál en þau eru þá rædd og leidd til lykta. Í sveitarstjórnarlögum segir: „Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.“ Með öðrum orðum það má enginn kjörinn fulltrúi taka sig svo hátíðlega að hann sé yfir aðra hafinn og hvað þá að flokkspólitískir hagsmunir eigi að stjórna öllu frá A til Ö líkt og raunin virðist vera í höfuðborginni okkar nú. Reykjavík er nefnilega líka höfuðborgin okkar og þangað þurfum við sem búum á landsbyggðinni að sækja ýmsa þjónustu. Þetta eiga kjörnir fulltrúar í Reykjavík að hafa í huga t.d. varðandi nýlegar fréttir um lokun flugbrautar og áhrif þess á sjúkraflug. Hver ber ábyrgðina ef slys verður núna og það er ekki möguleiki að veita bjargir með sjúkraflugi vegna egós einstakra kjörinna sveitarstjórnamanna í Reykjavík og flokkpólitískra „hagsmuna“ flokkanna þeirra. Eigum við sem búum á landsbyggðinni að sætta okkur við að vera annars flokks þjóðfélagsþegnar vegna þess að kjörnir fulltrúar í Reykjavík setja eigin hagsmuni framar almannahagsmunum og þeim skyldum sem Reykjavík þarf að sinna sem höfuðborg landsins? Ég held að það sé þörf á því að skipta um kúrs í Reykjavík og þar mættu kjörnir fulltrúar jafnvel horfa til íbúakannanna landshlutasamtaka sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Í þeim könnunum voru Dalirnir oft að koma illa út og sumt snerist um atriði á vegum sveitarfélags og annað var á ábyrgð annarra aðila. Árið 2022 var má segja skipt um kúrs í sveitarstjórn Dalabyggðar og farið að vinna m.a. með niðurstöður þessara könnunar og í nýjustu íbúakönnum landshlutasamtakanna hefur Dalabyggð sótt mest á er varðar ánægju íbúa frá síðustu könnun. Ég minni á – hér er hvorki meirihluti eða minnihluti í sveitarstjórn heldur samheldinni hópur kjörinna fulltrúa og starfsmanna sem vinnur að hagsmunum samfélagins sem ein heild. Ég vil því skora á kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja eigið egó til hliðar allavega um stund og starfa sem ein heild næstu 14 mánuði – þetta snýst ekki um hver er borgarstjóri, kannski væri ráð að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri, óháð pólitík, hver er formaður skiplagsráðs o.þ.h. Starf í sveitastjórn snýst um að sinna starfi sínum af alúð og samviskusemi með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi og í tilviki Reykjavíkur að þjóna skyldum sínum gagnavart öðrum íbúum landsins sem höfuðborg – höfuðborg Íslands alls. Höfundur á sæti í sveitarstjórn Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ingvi Bjarnason Sveitarstjórnarmál Dalabyggð Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að koma nokkrum manni sem fylgist með umræðu um stjórnmál að meirahlutasamstarfi því sem komið var á árið 2022 var komið í ákveðið öngstræti þegar upp úr slitnaði sl. föstudag. Með þessum skrifum mínum vil ég minna kjörna fulltrúa í Reykjavík á þá staðreynd í fullri vinsemd að þeir eru kosnir til að þjóna hag íbúa höfuðborgarinnar en ekki til að berjast um eigið egó og hver getur unnið með hverjum. Undirritaður hefur verið viðriðin sveitarstjórnarmál í Dalabyggð frá vorinu 2014, fyrst sem varamaður og aðalmaður síðan 2018. Í okkar sveitarfélagi var síðasta starfandi formlegur meirihluti á kjörtímabilinu 2006-2010 – frá þeim tíma hefur ekki verið myndaður meirihluti heldur hefur verið unnið með hag íbúanna í fyrirrúmi. Vissulega hafa komið upp deilumál en þau eru þá rædd og leidd til lykta. Í sveitarstjórnarlögum segir: „Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.“ Með öðrum orðum það má enginn kjörinn fulltrúi taka sig svo hátíðlega að hann sé yfir aðra hafinn og hvað þá að flokkspólitískir hagsmunir eigi að stjórna öllu frá A til Ö líkt og raunin virðist vera í höfuðborginni okkar nú. Reykjavík er nefnilega líka höfuðborgin okkar og þangað þurfum við sem búum á landsbyggðinni að sækja ýmsa þjónustu. Þetta eiga kjörnir fulltrúar í Reykjavík að hafa í huga t.d. varðandi nýlegar fréttir um lokun flugbrautar og áhrif þess á sjúkraflug. Hver ber ábyrgðina ef slys verður núna og það er ekki möguleiki að veita bjargir með sjúkraflugi vegna egós einstakra kjörinna sveitarstjórnamanna í Reykjavík og flokkpólitískra „hagsmuna“ flokkanna þeirra. Eigum við sem búum á landsbyggðinni að sætta okkur við að vera annars flokks þjóðfélagsþegnar vegna þess að kjörnir fulltrúar í Reykjavík setja eigin hagsmuni framar almannahagsmunum og þeim skyldum sem Reykjavík þarf að sinna sem höfuðborg landsins? Ég held að það sé þörf á því að skipta um kúrs í Reykjavík og þar mættu kjörnir fulltrúar jafnvel horfa til íbúakannanna landshlutasamtaka sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Í þeim könnunum voru Dalirnir oft að koma illa út og sumt snerist um atriði á vegum sveitarfélags og annað var á ábyrgð annarra aðila. Árið 2022 var má segja skipt um kúrs í sveitarstjórn Dalabyggðar og farið að vinna m.a. með niðurstöður þessara könnunar og í nýjustu íbúakönnum landshlutasamtakanna hefur Dalabyggð sótt mest á er varðar ánægju íbúa frá síðustu könnun. Ég minni á – hér er hvorki meirihluti eða minnihluti í sveitarstjórn heldur samheldinni hópur kjörinna fulltrúa og starfsmanna sem vinnur að hagsmunum samfélagins sem ein heild. Ég vil því skora á kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja eigið egó til hliðar allavega um stund og starfa sem ein heild næstu 14 mánuði – þetta snýst ekki um hver er borgarstjóri, kannski væri ráð að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri, óháð pólitík, hver er formaður skiplagsráðs o.þ.h. Starf í sveitastjórn snýst um að sinna starfi sínum af alúð og samviskusemi með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi og í tilviki Reykjavíkur að þjóna skyldum sínum gagnavart öðrum íbúum landsins sem höfuðborg – höfuðborg Íslands alls. Höfundur á sæti í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun