Brian Priske var ráðinn í júní og skrifaði þá undir þriggja ára samning. Hann var rekinn í dag.
Priske var að undirbúa liðið fyrir leiki á móti ítalska félaginu AC Milan í umspili Meistaradeildarinnar og tímasetningin þykir því sérstök.
Síðasti leikurinn undir stjórn Priske var 3-0 sigur á Sparta Rotterdam um helgina en það var fyrsti deildarsigur liðsins í fimm leikjum. Feyenoord er tólf stigum á eftir toppliði Ajax.
Í yfirlýsingu Feyenoord kemur fram að skortur á stöðugleika þegar kemur úrslitum og slök samskipti séu ástæðan.
Feyenoord vann 3-0 sigur á Bayern München í síðasta mánuði en tapaði síðan 6-1 á móti Lille í lokaleik deildarhluta Meistaradeildarinnar. Það er búist við því að Feyenoord tilkynni tímabundinn þjálfara á morgun.
Feyenoord and Brian Priske part ways with immediate effect.
— Feyenoord Rotterdam (@Feyenoord) February 10, 2025
We thank Brian for his time at the club and wish him all the best.