Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2025 11:37 Steina Árnadóttir sem var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingur á sjötugsaldri sem var sakfelldur fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans af gáleysi hefur óskað eftir leyfi til þess að áfrýja dómnum til Landsréttar. Konunni var ekki gerð refsing fyrir brotið. Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðing, fyrir manndráp af gáleysi í byrjun desember. Hún var talin hafa valdið dauða langveiks sjúklings með því að hella ofan í hann næringardrykkjum á geðdeild Landspítalans árið 2021. Steina hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar sem hefur beiðnina til meðferðar, að því er kemur fram í skriflegu svari embættis ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Almennt er aðeins hægt að áfrýja dómi í sakamáli ef sá ákærði er dæmdur í fangelsi. Þó er hægt að sækja um áfrýjunarleyfi ef úrslit máls hafa verulegt almennt gildi, varða mikilvæga hagsmuni eða ef ekki er útilokað að dómi kunni að verða breytt að verulegu leyti. Steina var upphaflega sýknuð af ákæru um manndráp í opinberu starfi þar sem héraðsdómur taldi ekkki sannað að hún hefði ætlað sér að drepa sjúklinginn árið 2023. Landsréttur vísaði málinu aftur til héraðs þar sem hann taldi að ákæruvaldið hefði átt að fá tækifæri til þess að færa rök fyrir að Steina hefði gerst sek um manndráp af gáleysi. Sek um stórfellt gáleysi Í dómi héraðsdóms í desember kom fram að Steina hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi þegar hún hellti tveimur næringardrykkjum upp í sjúklinginn á geðdeild 16. ágúst árið 2021. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri með geðklofa sem var þar að auki veik af lungnabólgu. Hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að hjálpa konunni en aðferðin sem hún beitti til þess hafi ekki verið viðurkennd og ekki verið fagleg. Steina neitaði sök fyrir dómi. Hún hélt því fram að henni hefði verið tjáð að matur stæði í konunni og að hún hefði meðal annars gefið henni næringardrykk til að losa um. Þrjár ungar samstarfskonur hennar sem voru á vaktinni fullyrtu aftur á móti að hún hefði hellt innihaldi tveggja næringardrykkja ofan í konuna þar til hún missti meðvitund. Steina hefði skipað þeim að halda konunni jafnvel þótt hún hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drekka. Niðurstaða réttarlæknis var að konan hefði kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Mannlegir og kerfisbundnir þættir Héraðsdómur taldi í dómi sínum í desember að andlát sjúklingsins hefði verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta sem hefðu ýtt undir óöryggi starfsfólks á geðdeildinni. Landspítalinn viðurkenndi að aðstæður á geðdeildinni hefðu ekki verið fullnægjandi og að hann hefði brugðist starfsfólki sínu. Ráðist hefði verið í umbætur á geðþjónustunni eftir andlát sjúklingsins. Á meðal þess sem kom fram við aðalmeðferð málsins á sínum tíma að ekki væri hægt að hringja í innanhússneyðarsímanúmer Landspítalans úr farsímum og að slæm reynsla væri af þjónustunni þar. Þannig kom endurlífgunarteymi Landspítalans aldrei á geðdeildina þegar konan lést heldur sjúkraflutningamenn á sjúkrabíl frá slökkvistöðinni í Skógarhlíð. Endurlífgunarteymið var ekki kallað til vegna þess að sá sem svaraði í innanhússneyðarsímann taldi ranglega að endurlífgunarteymið sinnti ekki útköllum í geðdeildarbyggingunni. Þá kom fram að konan sem lést hefði verið flutt á bráðadeild í Fossvogi vegna veikinda sinna fyrr um daginn en hún send til baka á geðdeildina þar sem ekki fékkst yfirseta fyrir hana á bráðadeildinni. Steina var eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt þegar konan lést en þeir áttu að vera tveir. Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðing, fyrir manndráp af gáleysi í byrjun desember. Hún var talin hafa valdið dauða langveiks sjúklings með því að hella ofan í hann næringardrykkjum á geðdeild Landspítalans árið 2021. Steina hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar sem hefur beiðnina til meðferðar, að því er kemur fram í skriflegu svari embættis ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Almennt er aðeins hægt að áfrýja dómi í sakamáli ef sá ákærði er dæmdur í fangelsi. Þó er hægt að sækja um áfrýjunarleyfi ef úrslit máls hafa verulegt almennt gildi, varða mikilvæga hagsmuni eða ef ekki er útilokað að dómi kunni að verða breytt að verulegu leyti. Steina var upphaflega sýknuð af ákæru um manndráp í opinberu starfi þar sem héraðsdómur taldi ekkki sannað að hún hefði ætlað sér að drepa sjúklinginn árið 2023. Landsréttur vísaði málinu aftur til héraðs þar sem hann taldi að ákæruvaldið hefði átt að fá tækifæri til þess að færa rök fyrir að Steina hefði gerst sek um manndráp af gáleysi. Sek um stórfellt gáleysi Í dómi héraðsdóms í desember kom fram að Steina hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi þegar hún hellti tveimur næringardrykkjum upp í sjúklinginn á geðdeild 16. ágúst árið 2021. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri með geðklofa sem var þar að auki veik af lungnabólgu. Hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að hjálpa konunni en aðferðin sem hún beitti til þess hafi ekki verið viðurkennd og ekki verið fagleg. Steina neitaði sök fyrir dómi. Hún hélt því fram að henni hefði verið tjáð að matur stæði í konunni og að hún hefði meðal annars gefið henni næringardrykk til að losa um. Þrjár ungar samstarfskonur hennar sem voru á vaktinni fullyrtu aftur á móti að hún hefði hellt innihaldi tveggja næringardrykkja ofan í konuna þar til hún missti meðvitund. Steina hefði skipað þeim að halda konunni jafnvel þótt hún hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drekka. Niðurstaða réttarlæknis var að konan hefði kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Mannlegir og kerfisbundnir þættir Héraðsdómur taldi í dómi sínum í desember að andlát sjúklingsins hefði verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta sem hefðu ýtt undir óöryggi starfsfólks á geðdeildinni. Landspítalinn viðurkenndi að aðstæður á geðdeildinni hefðu ekki verið fullnægjandi og að hann hefði brugðist starfsfólki sínu. Ráðist hefði verið í umbætur á geðþjónustunni eftir andlát sjúklingsins. Á meðal þess sem kom fram við aðalmeðferð málsins á sínum tíma að ekki væri hægt að hringja í innanhússneyðarsímanúmer Landspítalans úr farsímum og að slæm reynsla væri af þjónustunni þar. Þannig kom endurlífgunarteymi Landspítalans aldrei á geðdeildina þegar konan lést heldur sjúkraflutningamenn á sjúkrabíl frá slökkvistöðinni í Skógarhlíð. Endurlífgunarteymið var ekki kallað til vegna þess að sá sem svaraði í innanhússneyðarsímann taldi ranglega að endurlífgunarteymið sinnti ekki útköllum í geðdeildarbyggingunni. Þá kom fram að konan sem lést hefði verið flutt á bráðadeild í Fossvogi vegna veikinda sinna fyrr um daginn en hún send til baka á geðdeildina þar sem ekki fékkst yfirseta fyrir hana á bráðadeildinni. Steina var eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt þegar konan lést en þeir áttu að vera tveir.
Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira