Fullt hús hjá Mjölni í Skotlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2025 16:47 Viktor, til vinstri, er hér í titilbardaga sínum. mynd/mjölnir Keppendur úr Mjölni stóðu í ströngu um síðustu helgi þegar fjórir þeirra tóku þátt í Goliath Fight Series MMA keppninni í Skotlandi á laugardagskvöldið. Fyrir hönd Mjölnis kepptu þeir Aron Franz Bergmann Kristjánsson, Logi Geirsson, Steinar Bergsson og Viktor Gunnarsson en Viktor Gunnarsson var í aðalbardaga kvöldsins þar sem keppt var um titilinn í bantamvigt. Í öllum bardögunum var keppt samkvæmt áhugamannareglum í MMA. Óhætt er að segja að keppendurnir úr Mjölni hafi staðið sig vel því þeir allir fóru með sigur af hólmi. Gunnar Nelson og Matthew Miller fylgdu strákunum út og voru í horninu þeirra allra að sjálfsögðu. Aron Franz tilbúinn í sinn bardaga.mynd/mjölnir Aron var fyrstur í búrið þar sem hann mætti Talib Moad. Bardaginn stóð í allar þrjár loturnar en Aron tók Talib niður bæði í 2. og 3. lotu án þess þó að ná að að klára bardagann þaðan. En þetta dugði til því Aron sigraði á klofnum dómaraúrskurði. Logi ásamt þjálfurum sínum, Matthew Miller og Gunnari Nelson.mynd/mjölnir Næstur í búrið var Logi Geirsson gegn Shaun Sharif en Logi er núverandi Íslandsmeistari í uppgjafarglímu á Íslandi. Það er skemmst frá því að segja að Shaun átti aldrei möguleika í Loga sem kastaði honum í gólfið á fyrstu mínútu bardagans, tók bakið og læsti inn RNC uppgjafartaki sem kláraði bardagann á innan við mínútu. Frábær frammistaða hjá Loga. Steinar vel peppaður eftir góðan sigur.mynd/mjölnir Steinar Bergsson mætti svo Daniel Neill í þriðja bardaga íslensku keppendanna. Steinar sótti grimmt strax í upphafi og lenti nokkrum góðum höggum. Það sást strax í byrjun að Steinar var mun betri standandi og hann náði lágsparki í hægri fótinn á Daniel strax í byrjun. Steinar sækir áfram og Daniel fellur í gólfið og gefur strax merki um uppgjöf. Svo virðist sem hann hafi orðið fyrir meiðslum á hné, hugsanlega eftir lágsparkið hjá Steinari, og úrslit tæknilegt rothögg Steinari í vil, sem leit mjög vel út þó bardaginn hafi verið stuttur. Bæði bardagi hans og Loga voru innan við mínútu að lengd. Viktor frábær í titilbardaganum Viktor Gunnarsson mætti síðan Owen Usman í aðalbardaga kvöldsins um bantamvigtartitilinn. Þar sem um titilbardaga var að ræða var hann fimm lotur (hver lota er þrjár mínútur) meðan aðrir áhugamannabardagar eru 3x3 mínútur. Owen var ósigraður fyrir bardagann en Viktor sýndi yfirburði sína strax í upphafi. Sótti fast og náði Owen hvað eftir annað í fellur og hafði yfirburði á gólfinu. Í lok annarrar lotu náði Viktor að skella í glæsilegan armbar en bjallan bjargaði Owen. Nokkrar sekúndur í viðbót hefðu klárað málið. Viktor tók hins vegar bakið á Usman bæði í hverri lotunni eftir annarri og þó hann næði ekki að koma inn uppgjafartakinu vann hann mjög öruggan sigur á einróma dómaraúrskurði og kemur heim með beltið. MMA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Bein útsending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Sjá meira
Fyrir hönd Mjölnis kepptu þeir Aron Franz Bergmann Kristjánsson, Logi Geirsson, Steinar Bergsson og Viktor Gunnarsson en Viktor Gunnarsson var í aðalbardaga kvöldsins þar sem keppt var um titilinn í bantamvigt. Í öllum bardögunum var keppt samkvæmt áhugamannareglum í MMA. Óhætt er að segja að keppendurnir úr Mjölni hafi staðið sig vel því þeir allir fóru með sigur af hólmi. Gunnar Nelson og Matthew Miller fylgdu strákunum út og voru í horninu þeirra allra að sjálfsögðu. Aron Franz tilbúinn í sinn bardaga.mynd/mjölnir Aron var fyrstur í búrið þar sem hann mætti Talib Moad. Bardaginn stóð í allar þrjár loturnar en Aron tók Talib niður bæði í 2. og 3. lotu án þess þó að ná að að klára bardagann þaðan. En þetta dugði til því Aron sigraði á klofnum dómaraúrskurði. Logi ásamt þjálfurum sínum, Matthew Miller og Gunnari Nelson.mynd/mjölnir Næstur í búrið var Logi Geirsson gegn Shaun Sharif en Logi er núverandi Íslandsmeistari í uppgjafarglímu á Íslandi. Það er skemmst frá því að segja að Shaun átti aldrei möguleika í Loga sem kastaði honum í gólfið á fyrstu mínútu bardagans, tók bakið og læsti inn RNC uppgjafartaki sem kláraði bardagann á innan við mínútu. Frábær frammistaða hjá Loga. Steinar vel peppaður eftir góðan sigur.mynd/mjölnir Steinar Bergsson mætti svo Daniel Neill í þriðja bardaga íslensku keppendanna. Steinar sótti grimmt strax í upphafi og lenti nokkrum góðum höggum. Það sást strax í byrjun að Steinar var mun betri standandi og hann náði lágsparki í hægri fótinn á Daniel strax í byrjun. Steinar sækir áfram og Daniel fellur í gólfið og gefur strax merki um uppgjöf. Svo virðist sem hann hafi orðið fyrir meiðslum á hné, hugsanlega eftir lágsparkið hjá Steinari, og úrslit tæknilegt rothögg Steinari í vil, sem leit mjög vel út þó bardaginn hafi verið stuttur. Bæði bardagi hans og Loga voru innan við mínútu að lengd. Viktor frábær í titilbardaganum Viktor Gunnarsson mætti síðan Owen Usman í aðalbardaga kvöldsins um bantamvigtartitilinn. Þar sem um titilbardaga var að ræða var hann fimm lotur (hver lota er þrjár mínútur) meðan aðrir áhugamannabardagar eru 3x3 mínútur. Owen var ósigraður fyrir bardagann en Viktor sýndi yfirburði sína strax í upphafi. Sótti fast og náði Owen hvað eftir annað í fellur og hafði yfirburði á gólfinu. Í lok annarrar lotu náði Viktor að skella í glæsilegan armbar en bjallan bjargaði Owen. Nokkrar sekúndur í viðbót hefðu klárað málið. Viktor tók hins vegar bakið á Usman bæði í hverri lotunni eftir annarri og þó hann næði ekki að koma inn uppgjafartakinu vann hann mjög öruggan sigur á einróma dómaraúrskurði og kemur heim með beltið.
MMA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Bein útsending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Sjá meira